Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 5
>WIWWWVWWM.-AWWWWWHmWWWW»>WWWWWWWmWW%WMWWi SPORIN HANS EYSIEINS TÍMINN lætur mikiff a£ því, hvpð Eysteinn Jóns- son sé sporléttur í kosningabaráttunni og mikið á ferðinni. Satt mun það, að Eysteinn hlaupi geyst. Hitt virðist tvísýnt, að hann hafi erindi sem erfiði. Tímanum finnst undrum sæta, að tólf hundruð manns vilji heyra og sjá Eystein á sjö fundum víðs vegar um landið, þar á meðal sumum þéttbýlustu stöðum islenzku manna- byggðarinnar. Mér þykir hins vegar undarlegt, að ekki skuli fleiri líta við Eysteini á þessum samkomum hans. Þetta er þó sæmilega snotur maður og bærilega máli farinn. Svo er líka hins að minnast, að söfnuður hans er annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins — minnsta kosti ennþá. Rifið miiinisblað. JÚ, Eysteinn Jónsson á mörg sporin um landið þessa dagana. Hitt cr annað mál, hvort hann gengur til góðs, Verði kommúnisti á vegi hans, þá hleypur Eysteinn kringum hann og lætur í ljós brennandi áhuga á því, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið fái sameigin- legan meirihluta og taki við landsstjórninni eft- ir kosningar. Svo teygir Eysteinn úr sér og hvísl- ar því að kommúnistanum, að langbezt fari á þvi, að hann kjósi Framsóknarflokkinn og geri sig að sigurvegara í kosningabaráttunni. Kannski spyr þá kommúnistinn, hvort Eysteini geti ekki dottið í hug samstarf við' Sjálfstæðisflokkinn, en hlaupagarpurinn sver og sárt við leggur, að ekk- ert slíkt komi til mála. Eysteinn er sem sé búinn að gleyma því, að hann á íslandsmét í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann reif víst það minn- isblað f tætlur, þegar hann komst í stjórnarand- stöðunáðina hjá kommúnistum. Tvær Iangar tungur. SJÁI Eysteinn aftur á móti hilla undir lýðræð- issinna á næsta leiti, þá eltir hlaupagarpurinn hann upp og biðnr um atkvæði hans og fylgi í kosningunum. Sé Eysteinn þá inntur eftir því, hvort hann sé ekki fastráðinn samstarfsmaður kommúnista, vcrður Alþýðubandalagið á svip- stundu þjóðhættulegur flokkur og forystumenn þess örgustu föðurlandssvikarar. Þannig hefur Eysteinn Jónsson tungur tvær — og báðar lang- ar. Það er ekki nema von, að maðurinn ætli sér að hlaupa hratt og langt í kosningabaráttunni og vilji ná tali af mörgum. Hins vegar er nokk- ur hætta á því, að eitthvað heyrist á milli. Oft er í holti heyrandi nær. Hvar er hengiflugið? TÍMAMENNIRNIR stara svo í sjónaukann, telja spor Eysteins Jónssonar og undrast íþrótta- mennsku hans til fótanna Þetta er gert að stór- frótt handa bændum og öðrum landsmönnum. Og víst er hér um að ræða nokkur tíðindi. En vill ekki Tíminn rekja feril Eysteins frá manni til manns og skýra frá þv£, hvað hann talar með tungunum sínum? Löngum hefur þótt erfitt að þjóna tveimur herrum. Eysteinn Jónsson vill þó vera þeim vanda vaxinn að gera í senn komm- únismanum og lýðræðinu til hæfis. Samt er þetta maður, sem hefur fótbrotnað úti á víðavangi. Þannig eru þá spor Eysteins Jónssonar. Ætli hann hafi ekki fremur hlaup en kaup, þegar til úrslitanna kemur? Kannski verður hlaupagarp- urinn ekkert farsælli en glímukappinn? Og sennilega glottir Hermann Jónasson við tönn, þegar hann sér hringbrautina eftir arftaka sinn, þessa troðnu slóð, sem Tíminn vonar, að sé framtíðarvegur Framsóknarflokksins. Hermann þekkir áreiðanlega umhverfið frá dánardægri vinstri stjórnarinnar í árslok 1958. Eysteinn mun aftur á móti vera búinn að gleyma því, hvar hengiflugið tekur við. Það kynni þó eigi að síður að vera á sínum stað. Herjólfur. mW*M*W*WWWWWWWWWW%WWWWWM|WWWWWWWWtWWWWW Petrosjan.... Frh. af 16. síðu. aði titlinum í fyrsta skipti ( 1950 til landa síns Vissily Smyslov, en hreppti hann aitur ( að einu ári liðnu. Seinna gíat * aði hann honum til Mikhail ' Tal, sem einnig er Rússi. og ( einnig að þessu sinni breppti Botvinnik titilinn ári síðar. Síðan þetta gerðist hafa hins vegar skákreglurnar breytzt þannig, að sigraður meistari* getur ekki skorað á nýja meist- arann. Ef Botvinnik á að endur heimta titilinn verður liann fyrst að vinna venjulegt kandi- datamót, þar sem aðrir beztu skákmenn heimsms leiða saman hesta sína. Síðustu skákimii í cinvíginu lauk með jafntefli eftir aðcins 11 leiki. HLJÓMLEIKAR íKEFLAVfK Drengjalúðrasveit barnaskólans í Keflavík, sem stofnuð var fyrir rúmum tveim árum, heldur tón- leika fyrir almenning í Félagsbíói í Keflavík laugardaginn 25. maí kl. 4 síðd. Efnisskrá á tónleikum þessum verður f.jölbreytt. Nokkrir dren«;r munu leika einleik, en aðrir tví- leik á ýmis hljóðfæri, auk þess sem sveitin mun leika saman mörg lög. Stjórnandi er Herbert Hriber- schek Ágústsson. Sjóslysasöfnun . EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ gengst fyrir almennri samkomu í Hótel Sögu miðvikudaginn 22. maí. Matur verður framreiddur frá kl. 7—9, létt tónlist, Hafliði Jónsson og Óskar Cortes leika. Skemmtiatriði hefjast kl. 9 með sport og baðfatatízkusýningu frá Sportver h.f. Einnig koma fram ýmsir þekktustu skemmtikraftar bæjar- ins. Aðgangur kr. 75, seldur við innganginn. Allur ágóði rennur til söfnunarinnar. Stjórn Eyfirðingafélagsins. Undirleik annast frú Gauja Guðrún Magnúsdóttir. Drengirnir eru 25 á aldrinum 10 til 13 ára. Hefur það vakið at- hygli, hve mikilli leikni hinir ungu drengir hafa náð, en þeir hafa leik ið nokkrum sinnum fyrir almenn- ing, og nú síðast á sumardaginn fyrsta. Hafa þeir æft af kappi nú undan- farnar vikur til undirbúnings tón- leikum þessum. Ágóði, sem kann að verða af tón leikum þessum, rennur í hljóð- færasjóð og ferðasjóð lúðrasveitar- innar. Framh. af 16. síðu dal læknir, til þess að ljúka ranu- sóknum sínum á krabbame ni í brjósti og Ófeigur J. Ófeigsson læknir til framhaldsrannsókna sinna á bruna. Nema þeir styrklr kr. 80 þús. Alls hlutu 13 aðilar slíka styrki. International Constrauction Egxiipment Exhibition CHRYSTAL PALACE, London 25. 6________ 5. 7 1963. N L0 S WEN ELUF J iniimnnmii s (a (DIIIIIIH® ® (D COLES keyranlegir kranar (Mobile cranes og truck cranes). Lyftiafl frá 4 — 55 tonnum. \ Benzín- eða disel-rafknúnar vindur. Óbrigðullt öryggiskerfi, sem stöðvar allar hreyfingar kranaitíi, verði stjórnanda hans eitthvað áfátt (Dauðsmannshnappur). Sjálfvirk tenging allra stjórntækja samtímis, eða stjórna mft hverri hreyfingu sérstaklega. Y'fir 100 slíkir kranar hafa þegar verið seldir í Danmörku. Tilboð óskast án skuldbindingu. Bréfaskipti á dönsku, norskrt, sænsku, ensku og þýzku. j V. L0WENER VESTE RBROGADE 9. B - K0BENHAVN V. - DANMARK TÉLEGRAMADR.: STAALLOWENER - TELEX; SS85 VERÐLÆKKUN Iðnrekendur Verzlanir / Margar tegundir aí fóðurefnum nýkomnar | Verðin mjög hagstæð. Heildverzlun f V. H. VILHJÁLMSSONAR, J Bergstaðastræti 11. Símar 18418, 16160. / SVEITINA I SVEITINA BUXUR Látið okkur útbúa bömin í sveitina. Nærföt, síð og stutt Sokkar — Hosur — Skyrtur — Peysur Galla- Ullar- Sísléttar- Teygju- Regnkápur — Regnföt Þvottapokar — Handklæði. Allt í einni búð — yzt sem innst. SOKKABUÐIN Laugavegi 42, sími 13662 — Laugavegi 11, sími 12707» T ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. maí 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.