Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 13
Minningarorð: ÞÓRÐUR GUÐBJÖRNSSON GÓÐVINUR minn, Þórour Guð- björnsson, bifreiðarstjóri, er í dag kvaddur. Aðeins 45 íra að aidri varð hann að láta undaa síga í hetjulegri baráttu við þann eríiða sjúkdóm, sem varð lians bauamein. Hann hlaut hvild eftir miklar þrautir, sem hann umbar af stakri þolinmæði og æðruleysi. ÍVleð hon um er genginn sannur og góður drengur, mikill mannkostamaður. Þórður Guðbjörnsson fluttist til Hafnarfjarðar árið 1922 og hafði þar síðan sitt heimili. Hann var fæddur 27. marz 1918 í Hagavík í Grafningi og voru foretdrar lians Þórður Guðbjörnsson hjónin Guðbjörn Gíslaron, bór.di og Guðríður Þórðardóttir. Stóðu að Þórði sterkir ættstofnar. Þórð- ur var á öðru ári, er hann missti föður sinn af slysförum. Af fram úrskarandi dugnaði kom móðirin, sem enn er á lífi og stundar erf- iðisvinnu dag hvern, syni sínum og dóttur, Birnu, sem búsett er í Hafnarfirði, til manndóms og þroska. Þórður lauk námi írá Lauga- vatnsskóla með góðum vitnisbmði, enda var hann prýðisvel greindur, þótt dult færi með gífur sínar. Hann kvæntist árið 1952, Ingi björgu Björnsdóttur, frá Hafnar- firði og eignuðust þau tvær elsku- legar dætur. Var Þórður írábær heimilisfáðir. Þórður gerði akstujr vörubif- reiðar að sínu lífsstarfi. Rak hann um nær tuttugu ára skeið í ina eig in vörubifreið eða þar til er hann fyrir tæpum fjórum árum varð fyrir alvarlegu áfalli hjanasjúk- dóms, sem hann mun pTHöngu áður hafa kennt, þó hann létí ekki á þvi bera. Farsæld fylgdi Þórði í starfi, og hann ávann sér hug og hjörtu allra, sem honum gátu kynnzt. — Hann var annars mjög dulur, en hógværð hans og prúðmennska var til fyrirmyndar. Hann átti ríka og ósvikna þjónustulund. Mórgum verður greiðasemi hans m'nnis- stæð, en oft lagði hann hart aö sér á tímúm, er aðrir völdu sér hvíld, til að hjálpa náunganum imeð akstri og á annan hátt. Var þá oft farið vægt í kröfur um endurgjald eða því sleppt. Eink- um var hann þeim greiðvikinn, sem minnst máttu sín. Aldrei tileinkaði Þórður sér þær ógeðfelldu aðferðir sumra í nú- tímaþjóðfélagi að beita smjaðri og fláttskap til öflunar fyrirgreiðslu í starfi og fjárhagslegu tilliti. Hann var hreinn og beinn, heil- steyptur og ráðvandur, sannkall- að göfugmenni. Ég átti því láni að fagna að eignast trúnað hans og trausta vin áttu. Þórður Guðbjörnsson vsrður mér ógleymanlegur og dýrmæt kynningin við hann. Rósemi huga hans, heiðrikja andans, lifandi á- hugi á góðum málefnum, glögg- skygeni á menn, grandvart og dyggðugt lífemi, sem einkcnnd- ist af lítillæti, tillitssemi til ann- arra og því að gera kröfurnar til sjálfs sín — þetta allt voru eðlis- einkenni þessa höfðingsmanns, sem hér hefur verið minnzt með fáum kveðjuorðum. Honum fylgl til fyrirhcitna landsins þögul bæn þakklatra huga allra þeirra, sem hann þekktu rétt. Árni Gunnlaugsson. the 'elegant’ DE LUXE leisure chair Sólstólarnir fást í Geysi. Geysir hf. Vesturgötu 1. Einangrunargler Framleitt einungis úr drval* gleri -— 5 ára ábyrgð Pantið tímanlega Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Simi 23200. SMUBSTÖÐIH Sætúni 4 - Sími 16-2-27 Billina er smnrffur fljótt og vd. Seljum allar fegundir af smuroliu. 2-180 tonn AUt það fullkomnasta. Fæst hjá Leyland. Afborgunarskilmálar Einkaumboð fyrir LEYLAND MOTORS LTD. I1! Almenna verzlun- arfélagið hJ. Laugavegi 168 Reykjavík. Sími 10199. SMURI BRAUÐ Snittur. Pantið timanlega tfl ferming- Opiff frá U. 9-2S48. Síml 16012 BrauSstofan Veaturgðtn 25. Kaupum alls konar lireinar tuskur. Bólsturiðjan Freyjugötu 14. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins Reykjavík Kosningaskrifstofan er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, símar 15020, 16724. Opin kl. 10—22 (kl. 10—10). Vesturland Aðalskrifstofan er í Félagsheimili Alþý’ðu- flokksins, Vesturgötu 53, Akranesi, sími 716. Skrifstofan er opin kl. 10—7. Vestfiröir bbb Aðaiskrifstofan er í Alþýðuhúsinu ísafirði, opin kl. 5—10. NorOvesturland Aðalskrifstofan er í Borgarkaffi, Siglufirði, sími 302. Skrifstofan er opin kl. 5—7. Skrifstofan á Sauðárkróki er að Knarrarbraut 4 (niðri), sími 61. Norðausturland Aðalskrifstofan er að Strandgötu 9, Akureyri, sími 1399. Skrifstofan er opin kl. 10—22 (kl. 10—10). Suðurland Aðalskrifstofan fyrir Suðurlandsundirlendið er að Grænuvöllum 2, Selfossi, sími 273. Skrifstofan er opin kl. 8—10. Skrifstofa flokksins í Vestmannaeyjum er að Drekastíg 24, sími 490 og er opin kl. 8—10. Reykjanes Aðalskrifstofa kjördæmisins er í Alþýðuhús- inu, Hafnarfirði, símar 50499, 50307, 50211. Skrifstofan er opin kl. 14—19 og 20—22 (kl. 2—7 og 8—10). Svæðisskrifstofan fyrir Keflavík og Suðumes er að Hringbraut 99, Keflavík, sími 1940 (92-1940). Opin kl. 1—10. í Kópavogi er flokksskrifstofan í Alþýðuhús- inu, Auðbrekku 50, sími 38130. Opin kl. 2—7 og 8—10. Aðalskrifstof u r flokksins eru í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötn símar 15020, 16724, opnar kl. 10—22. Flokksmenn em beðnir að hafa samband við starfsfólk þeirra um allt er lýtur að kosuing- unum. Flokksfólk um land allt er heðið að hafa sem hezt samband við flokksskrilstofur sínar og veita þeim allt það lið sem unnt er. Utankjörsta8aatkvæðagreifsla Kosnlng utan kjörstaða er hafln. Kosið er hjá hreppstjér- um, sýslumönnum, bæjarfógetum og borgarfógetanum f Reykjavík. en kjörstaður hans er í Melaskólanum og er op- Inn kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Kjóslndum ber að kjósa þar sem lögheimfli þeirra var 1. des. 1962. Þeir, sem ekki geta kosiff þar á kjördegi, verða að kjósa ntankjörstaðakosningu fyrir þann tíma. Kjósendnr, sem staddir eru erlendis, geta kosið á skrifstofum íslenzkra sendifulltrúa. Listi Alþýðuflokksins um allt land er A-LISTI. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. maí 1963 J.3;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.