Alþýðublaðið - 22.05.1963, Page 15
/ • /
„Ég er yfir þessari rannsókn".
Kann teygði úr löngum og sver
um fótunum. „Ég sé ekki neina
ástæðu til að koma náunga í
klándur, þó að hann fari á
kvennafar.“ Feitt andlitið á hon
um var skyndilega farið að
brosa: það var þó líkara glotti
en brosi. „Ég vildi ganga úr
skugga um, að þér hefðuð ekki
komið neitt nálægt dauða henn
ar, og ég er viss um það“. Bros-
glottið breikkaði. „Þér getið prís
að yður sælan fyrir, að ég er að
láta af störfum í mánaðarlokin.
Það gæti verið, að ég væri ekki
svona mjúkur á manninn, ef ég
væri ekki um það bil að setjast
í helgan stein. Þér múnduð
kannski eklci halda það af því
að horfa á mig, en ég er að verða
sextugur, og þá er tími til kom
inn fyrir mann að láta af störf
um“.
Það var eitthvað við hann, sem
mér geðjaðist ekki að. Ég gat
ekki gert mér grein fyrir því,
hvað það var, en ég tortryggði
hann. Skyndilega virtist hann
ekki lengur vera lögreglumaður.
Hann var maður, sem hafði lok
ið verki sínu og var nú í loft-
tómu rúmi. Ég hataði að hafa
hann í íbúðinni.
„Nei, ég mundi ekki hafa trú
að því, lögregluforingi“, sagði ég.
„Jæja, þakka yður íyrir.“
' „Við beitum dómgreind okkar
í fjárkúgunarmálum". Hann
glotti aftur. „Það er mikið um
þau. Náungar, sem gera sig að
bölvuðum ösnum með einhverri
hóru og lenda ^vo í klandri. Þér
voruð heppinn, herra Hálliday,
að Mandon stakk upp í hana.“
„Iiún var fjárkúgari", sagði
ég. „Hvert sem er af fórnarlömb
um hennar hefði getað drepið
liana. Hafið þér hugsað út í
það?“
„Mandon drap hana. Það er
enginn efi á því“.
Ég var að því kominn að segja
honum frá Wilbur, en ég gerði
það ekki. Ef ég blándaði Wilbur
í þetta, hlyti sagan um ránið í
kvikmyndaverinu og morðið á
varðmanninum að koma í ljós,
og þá væri úti um mig.
„Jæja, þakka yður aftur, for-
ingi.“
Hann stóð á fætur.
„Það er állt í lagi, herra Halli
day. Þér heyrið ekki neitt rneira
um þetta“. Hann leit á /nig, hálít
bros og hálft glott á andlitinu.
„En auðvitað, ef þér eruð svona
þakklátur, þá gæti verið allt i
í'álkiun
á nuvvrii
Iilnðsiilu
stail
lagi að gefa smápening í íþrótta-
sjóð lögreglunnar: datt það bara
í hug, herra Halliday, ekki einu
sinni uppástunga.“
Ég starði á hann.
„Já, já, auðvitað“. Ég tók-upp
veskið. „Hverju munduð þér
stinga upp á lögregluforingi?"
„Hvað sem þér viljið“. Litlu
augun voru skyndilega orðin
gráðug. „Hvað um hundrað doll
ara?“
Ég fékk honum tuttugu og
fimm dollara seðla.
„Ég skal senda yður kvittun.
Strákamir munu sannarlega
kunna að meta þetta.“ Seðlamir
hurfu niður í sasa hans. „Takk,
herra Halliday.“
Svo vitlaus var ég ekki.
„Þér þurfið ekki að senda mér
kvittun. Ég vildi helzt ekki fá
hana.“
Brosglottið breikkaði.
„Alveg eins og þér viljið,
herra Halliday. Jæja, allt í lagi
— tákk.“
Ég horfði á eftir honum fara.
Ég hafði verið heppinn, næst-
um of heppinn.
En hvað, ef þeir næðu Vas-
ari?
NÍUNDI KAFLI
I.
Síðdegis næsta dag, er ég var
að vinnu í skrifstofunni kom
Klara inn til mín og sagði, að
herra Terrell væri að spyrja eft-
ir mér.
Augnablik eða syo kom ég
nafniriu ekki fyrir mig, svo
mundi ég, að hann var eigandi
hússins á Simeonhæð, sem Sar-
itu hafði langað svo mjög í, og
það virtist hafa verið langt í
fortíðinni.
Ég ýtti pappímum á skrif-
borðinu til hliðar og sagði
Klöru að vísa honum inn.
Terrell var maður um sextíu
og þriggja eða fjögurra ára að
aldri, feitlaginn og glaðlegur:
Hann leit út eins og góðviljað-
ur og velrauður biskup. f
„Herra Halliday”, sagði hann
um leið og við heilsuðumst,
„ég heyrði, að Sarita mundi
koma af spítalanum í næstu
viku. Ég er hér með tillögu,
sem þér kynnuð að hafa á-
huga á”.
Ég bauð honum sæti.
„Hvaða tillaga er það, herra
Terrell?"
„Það varð ekkert úr sölunni
á húsinu mínu. Kaupandinn
hefur fundið eitthvað nær
Vinnustað sínum. Við Jijóhin
ætluðum til Miami í lok vikunnar.
Ég veit, að Sarita vildi ólm eign-
ast það. Ég ætla að stinga upp á,
að þið takið við því, eins og það
stendur, fyrir málamynda leigu:
til dæmis tuttugu dollara á viku,
þar til hún frískast. Svo, ef ykk-
ur geðjast að því, þá gætuð þið
kannski tekið það aftur til at-
hugunar að kaupa það, en það er
undir ykkur komið. Okkur konu
minni geðjast mjög vel að Sar-
itu, og við teljum, að það mundi
veita henni mikla ánægju að fara
þangað beint af spítalanum.
Hvað segið þér?”
Augnablik gat ég ekki trúað
mínum eigln augum, síðan stökk
ég á fætur og þreif í höndina á
honum.
„Þetta er dásamleg hugmynd!
Ég get ekki nógsamlega þakkað
yður! Auðvitað tek ég þessu! En
nú skal ég segja yður, hvað ég
vil gera. Ég skrifa nú þegar á-
vísun upp á tíu þúsund dollara,
og um leið og ég er búinn að
losa mig við þessa uppskurði og
læknareikninga, skal ég greiða
afganginn. Það er frágengið!”
-Og þannig komum við því
fyrir.
Ég sagði Saritu ekki frá því.
Mig langaði til a ðsiá svipinn á
henni, þegar siúkrabíllinn stanz-
aði úti fyrir liúsi Terrells.
Helen Mathison hjálpaði mér
við að koma persónulegum mun-
um okkar í nýja hú'sið. Við höfð-
um sex heila daga til að útbúa
liúsið, áður en Sarita útskrifað-
ist af heilsuhælinu. Ég vann
langan vinnudag á skrifstofunni,
eyddi kvöldunum í nýja húsinu
en þó að ég hefði svo mikið að
gera datt mér alltaf við og við í
hug Ed Vasari og hugsaði margt.
Á hverjum morgni leit ég yfir
blöðin til að ganga úr skugga um,
að hann hefði ekki náðst, en það
virtist enginn áhugi vera á morð-
inu. Síðustu dagana hafði ekki
verið minnzt á það í blöðunum.
Loks rann upp dagurinn, er
Sarita átti að fara af hælinu. Ég
tók mér frí siðdegis. Helen ók
mér þangað út eftir og skildi mig
eftir. Ég ætlaði að sitja i sjúkra-
bílnum hjá Saritu.
Hún var borin út á sjúkrabör-
um. Hjúkrunarkonan, sem ætl-
aði að verða hjá okkur, kom
með henni.
Sarita brosti áköf til mín um
leið og börunum var rennt inn í
sjúkrabílinn. Hjúkrunarkonan og
ekillinn sátu fram í og ég settist
hjá henni
„Jæja, þá er það búið!” sagði
ég, þegar sjúkrabillinn ók af
stað og ég tók í höndina á henni.
„Það verður allt í lagi með þig
upp frá þessu, elskan. Þú veizt ■
hve ég hef hlakkað til að fara .
með þig heim”.
„Ég verð fljótlega komln á
stjá aftur, Jeff”, sagði hún og ,
þrýsti hönd mína. „Ég skal gera ,
þig hamingjusaman aftur”. Húa
ésiöfrp)
Fer Yel með hendurnar, ilmar þægilega
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. maí 1963 15