Alþýðublaðið - 28.05.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.05.1963, Síða 3
Moro reynir mynd- un Ítalíustiórnar Róm, 27. maí (NTB —Reuter) Forsætisráðherraefnið Aldo Moro átti í dagr í nokkrum pólitískum ALDO MORO samningaumleitunum. Moro reynir myndun nýrrar vinstri stjórnar á Ítalíu. Moro, sem er 46 ára gamall og úr Kristilega demókrataflokknum, ræddi við foringja þeirra tveggja flokka, sem standa að samsteypu- stjórninni ásamt Kristilega demó- ki'ataflokknum, Giuseppe Saragat TECTYL er ryðvöm. «'//// S^OáJ^L Einangrunargler Framleitt emungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega Korkiðjan h.f. Skúlaeötn f>7 Sími 23200. Siguroeir Sigurjónsson hae ■ "''‘ttqrlögmaður Má' inesskrifstofa Óíinsirnti) 4 Síml 11043. úr Jafnaðarmannaflokknum og Oronzo Reale úr Lýðveldisflokkn- um. Seinna ræddi Moro einnig við foringja sósíalista, Pietro Nenni. Hann þarf á stuðningi Nenni-sósi- alista að halda, ef hann á að geta fengið meirihlutastuðning á þingi. Stjórn Fanfanis sagði af sér fyrir 11 dögum vegna úrslita kosninganna 28. apríl. Pietro Nenni sagði eftir sam- ræðúrnar við Moro í dag, að verk- efni Moros væri síður en svo auð- velt. Fréttamenn í Róm segja, að erf- iðasta verkefnið verði viðræðumar við sósíalista. Kenyatta sig- urstranglegur Nairobi, 27. maí (NTB Reuter) AÐALRITARI Þjóðernis- flokks Afríkumanna í Kenya (KANU)), Tom Mboya, kynnti í dag Jomo Kenyatta fyrir -miklum mannfjölda, sem næsta forsætisráðherra Ke- nya. Þegar kosningatölurnar tóku að streyma inn virtist örug’gara að Mboya mundi reynast sannspár. Kynningin átti sér stað fyrir utan kjör- stað nokkurn. Samkvæmt úrslitum þeim, sem voru kunn síðdegis í dag, hafði flokkur Kenyatta tryggt sér 31 þingsæti, Lýðræðis- sambandið (KADU) 16, Þjóð ■ arflokkurinn 4 og óháðir 4. Kosið er um 94 sæti af 117 á þjóðþinginu. MHMMMMMMMUMIMMMMI SKOMMU eftir hádegi á sunnudag varð hörmulegt slys við Múla á Suðurlands- braut. Maður á hesti varð þar fyrir jeppabifreið með þeim afleiðingum, að aflífa varð hestinn, en maðurinn fótbrotnaði og hlant fleiri meiðsli. Hesturinn mun skyndilega hafa hlaupið iun á veginn í veg fyrir bílintt, og varð áreksturmn mjög harður eins og sjá má á neðri myndinni. Efri myndin er af bílnum og hestinum. Hestur- inn meiddist hörmulega mikið, m. a. brotnuðu þrir fætur hans og höfuðið var allt sundur skorið. Þetta er enn ein áminning til þeirra, sem hafa skepnuhald í bæj- arlandinu. HRAUNPRÝÐI SLYSAVARNADEILDIN Hraun- prýði hafði sinn almenna fjáröfl- unardag 10. maí síðastliðinn, sem gekk með afbrigðum vel. Bæj- arbúar sýndu, sem ætíð áður vel- vilja sinn til slysavamastarfsem- innar og hafa tekjur dagsins aldr- ei verið eins miklar og í þetta sinn. Þá bárust deildifini góðar gjafir. Skipverjar á Ms. Arnamesinu sendu 2 þús. kr. með beztu óskum, Hraunprýði til handa. K«. Eyjólf- ur Eyfells listmálari og frú hans afhentu deildinni að gjöf fallegt málverk af Hellisgerði. Lét Eyj- ólfur þess getið að málverkið væri gefið í tilefni af því að um þessar mundir voru liðin 55 ár síðan hon- um var bjargað úr sjávarhóska út af Loftstaðaströndum. Sagðist hann hafa valið þessa mynd vegna þess að Ingvar heit- inn Gunnarsson hefði verið mikill vinur sinn og verk Ingvars í Hell- isgerði bæru ótvírætt vitni um elju hans við að prýða hraunið. Frú Jensína Egilsdóttir færðu deildinni fagra blómakörfu, sem skreytt var á mjög táknrænan hátt. Eins og undanfarin ár gaf bæj- arbíó ágóða af níu sýningu þenn- an dag. Einnig voru mörg fýrir- tæki í bænum, sem greiddu mjög rausnarlega fyrir kaffi vinnufólks- ins. Allar þessar höfðinglegu gjaf- ir þakkar Hraunprýði innilega og sendir bæjarbúum öllum sinar beztu þakkir fyrir mikinn stuðn- ing og vinarhug og ámar þeim allra heilla og blessunar. Sjómaöurinn Framh. af l. sfðu ferðis blóðvatn og súrefnistæki. Nokkru eftir að vélin var lögð af stað hætti hjarta mannsins að slá í annað sinn. Enn tókst læknin- um að lífga William við, em skömmu seinna hætti hjartað að slá í þriðja sinn en þá tókst ekki að lífgá manninn við aftur. Björn hélt ferð sinni áfram tU Reykja- víkur. Lík WUliam Loran rerður sent til Englands í dag eða á morgun. Togarinn, sem kom með marni- inn til Neskaupstaðar, heitir Saint St. Chad. Yfirlæknirinn á sjúkra- húsinu heitir Jón Árnason. Kvörtun frá Ala- I athugasemd vegna bama visað á bug Washington, 27. maí (NTB—Reuter) IIÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna vísaði í dag á bug kæru frá ríkis- stjóranum í Alabama, George Wallase, þess efnis, að Kennedy forseti hefði brotið stjórnarskrána þegar hann sendi sambandsher- sveitir tU ríkisins Alabama í sam- bandi við kynþáttaóeirðirnar þar. Wallace ríkisstjóri fór þess á leit við réttinn, að hann gæfi þann úrskurð, að forsetinn hefði ekki haft rétt til að fela sambandsher- sveitunum að halda uppi lögum og reglu í Birmingham, Alabama. Úrskurður Hæstaréttar var stuttur. Hann var á þá leið, að rétturinn hefði vísað á bug tilmæl- um ríkisstjórans um að leggja fram kæru. Hæstiréttur kvað einnig í dag upp úrskurð þess efnis, að þegar í stað verði að binda enda á kyn- þáttaaðskilnað í almenningsgörð- um og útileikvöngum, m. a. í bæn um Memphis í Tennessee. FRÉTTAR ITIMANUM VINSAMLEGA birtið eftirfarandi athugascmd. í forsíðugrein í dagblaðinu Tíinanum s. 1. sunnudag, undir fyrirsögninni „Bretar Viija nú komast inn í fiskiðaoð- inn okkar“ segir m. a.: „Brezkir fisksöluhringar hafa Iengi haft áhuga á að kom ast inn í fiskiönað á íslandi og eins og kunnugt er hefur Ross auðhringnum þegar tekist að teygja anga sína hing- að með fyrirtækinu Atlantor h.f.’- Hér er um algera missögn að ræða. Atlantor h.f. selur verulegt magn af frystum fiski til Ross. Hins vegar á Ross ekkert í Atlantor h.f., sem er algerlega íslenzkt fyrirtæki. Atlantor h.f. er jafn óháð Ross eins og öðrum viðskipta- vinum sínum í hinum ýmsu löndum. Með þökk fyrir birtinguna. f. h. ATLANTOR H.F. Magnús Z. Sigurðsson. tMMHMMMtMttHMtHHMtMMtMMMtMWUMtMMMtMIMM ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.