Alþýðublaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 10
r ** pa «b ■>' ■ Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Akrones sigrabi Akureyri í skemmti- legum leik 3 gegn I A AKRANESI léku ÍA og ÍBA. Enn reyndust heimamenn þungir f skauti heimsækjendum. Aftur féllu bæði stigin í skaut Akurnes- ingum, sem segja má að sigruðu glæsilega, eftir fjörugan og el.ki mjög ójafnan leik, þrátt fyrir úr- slitin. Einkum þó fyrri hálfleikur- inn, en þá tókst Akureyringum að halda allvel cil jafns við Akurnes- ingana, og það svo að þeim hluta leiksing lauk án þess að mark ræri skorað. Að svo fór, geta norð- anmenn fyrst og íremst þakkað hinum bráðsnjalla markverði sín- um, Einari Helgasyni, sem sýndi yfirleitt öruggan leik j markinu, en þó hvað beztan er mest á reið, en.það var er Ajíurnesingar fengu, sér tildæmda vítaspyrnu snemma í hálfleiknum, og Ríkharður fram kvæmdi með firnaföstu skoti, en Einar varði af miklum fræknleik. í' síðari hálfleiknum tók hins vegar brátt að halla á þá norðan- menn og hlóðust á þá þrjú mörk hvert af öðru án þess að þeir fengju rönd við reist. Fyrstur skor aði Ingvar Elíasson, þá Skúli Há- konarson og loks Ríkharður Jons- son. Máttu svo norðanmenn við una 3:0 þar til aðeins tvær mínvitur voru eftir af leiknum er Skúla Ágústssyni tókst að rétta erlítið við hlut þeirra, með því að senda knöttinn í netið með góðu skoti. Dómari í leiknum var Jörundur Þorsteinsson. Eins og er eru Fram og ÍA í for- ystu mótsins með tvo sigra bvort og fjögur stig, munurinn er aðeins sá að Akurnesingar hafa orðið að vinna fyrir sínum mörkum og sigr um sjálfir, en Fram hefur í bæði skiptin fengið sinn hlut afhentan af viðkomandi mótherjum borinn fram á silfurbakka sjálfsmarkanna. mWMMWWWMWWMWW |ÞESSI mynd er tekin í ensku [ knattspyrnunni leik Liver- í pool og Tottenham. Það er ÍDyson, sem er að skjóta, en iboltinn fór fram hjá. Totten- jham vann samt leikinn með 17-2. Keflvíkingar sækja að marki Fr am, en Geir tekst aö verja. ENN SIGRAÐIFRAM - NÚ KEFLAVÍK 1:0 FRAM og ÍBK léku á sunnudag- inn. Leikurinn fór fram á Laug- ardalsvellinum í frekar óhagsfæðu veðri. Allsterk gola var og gekk á með regnskúrum. Ánorfendur voiu með færra móti. ÍBK átti völ á marki og kaus að leika undan golunni, sem stóð beint á markið og var næsti hag- stæð. Leiknum lauk með þvi að Fram hlaut bæði stigin á sjálfsmarki ÍBK, sem kom er aðeins voru tvær mínutur liðnar af eíðari hálfleik. Miðframvörðurinn hugðist skalla frá, en knötturinn hrökk aftur af höfðinu á honum og i fallegum boga, yfir markvörðinn, sem kom- inn var út í teiginn, og óvcrjandi inn í markið. Fleiri mörk voru ekki gerð, svo að á þessum mistökum hrifsaði Fram til sín bæði stigiti. Sagan endurtók sig hér eins og gegn ÍBA á dögunum, en Fram hlaut þá bæði stigin með sama hætti. Má segja að lánið elti Fram en láti mótherjana í friði. Fjögur stig í tveim. leikjum án þess .18 þurfa fyrir því að hafa að skora sjáífur, er næsta einstæit. En liversu margt óvænt getur ekki skeð í knatt- spyrnunni. Kannske eigum við eft ir að „upplifa" það að Fram haldi IslandsméistaratigninDi á tómum ejálfsmórkum mótherjanm, eins og nú horfir virðist stefna svo. Já, hver veit hvað skeður? Þó leikurinn í heild væri kannski ekki rismikill brá fyrir allgóðum tUþrifum annað slagið, og mörk beggja voru n^’krum sinnum í bráðri hættu. Þannig bjargaði mið- framvörður Fram, Haildór Lúð- víksson, eltt sinn á línu góðu skoti frá Karli Hermannssyni v. úth. ÍBK, einnig bjargaöi v. bakv. ÍBK á línu góðu skor.i Baldvins Bald- vinssonar miðheria Frara. Kr þetta fyrsti leikur Baldvins £ vor, en með tilkomu hans í Framtiðið hefir framlína þess fengið nýtt lif. Bald- vin er „typiskur“ miðherji. Eld- snar og fljótur og lætur ekki blut Meistaraflokkur ÍBK til Danmerkur STJÓRN ÍBK hefur á undanföm- um árum staðið i •.bréfaskriftum við vinabæi Keflavíkur á Norður- löndum. Sumarið 1961 var þessum málum þannig komið að ákveðin var ferð til vinabæjanna í Noregi og Danmörku, en á siðustu stundu varð að hætta við þá ferð vegna forfalla í liði okkar. Sl. haust var afto hafinn undirbúningur að þessari ferð og og er ferð þessi nú ákveðin. Verður farið utan 18. á- gúst og leiknir 3 leikir í Dan- mörku. ÍÞRÓTTASVÆÐDD AÐSTAÐA til íþróttaiðkana er hvergi nærri góð í Keflavík. Hefur á imdanföraum ársþingum verið skorað á bæjarstjórn að flýta fram kvæmdum við íþróttasvæðið meir en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessar áskoranir hefur fram- kvæmdum miðað mjög hægt og er nú svo komið að til stórvandræða horfir. Stjórn ÍBK boðaði til við- ræðufundar um sl. áramót bæjar- stjóra og íþróttavallarnefnd um þessi mál. Varð niðurstaða þess fundar mjög jákvæð og standa lík- ur til að framkvæmdum verði hraðað mjög við íþróttasvæðið þegar í sumar. sinn fyrr en í fulla bnefana. Hann átti þátt í nokki-um næsta upplégð um tækifærum fyrir Iram, en sem þó komu ekki að notum vegna linlegrar samstöðu rreðiierja hans í framlínunni. Lið ÍBK var heldur þungt á sér til að bvrja með, en sóttj sig er á leið og í seinni hálf- leiknum, er það léK gegn vir.dinum,' átti það oft ágæt tilþrif og mögu- leika til að skora, þó ekki tækist. Það var efirtektarvert að bæði lið- in léku m’ui betur gegn vindinum en undan honum, en eina cg fyrr segir stóö vindurinn beint á markið Hvorugt þeirra reyndi þó að not- færa sér hinn ..biásandr byr“ með markspyrnum af leugra færi. Kefði slíkt þó átt að gefa góða raun. í stað þess var reynt að leika með stuttu spili inn é markteig og pota þaðan á markið. Þetta mistókst yfirleitt, svo að liver rólrjiartil- raunin af anna-ri fór meira og minna út um þúfur á báða bóga. Hing vegar náðu liðin betri tökum á leik sínum ge;>> vindinum Er stutt var á leik'nn liðið áítu þeir Baldur Schenng og Karl Hermannsson v.uth. ÍBK saman skallaeinvíga njeð þeim afieiðing- um að báðir meiddust, Baldur svo að hann varð að yfírgefa völiinn, en Karl gat hald.ð áfram eftir að hafa verið plástraður. Framh. á 11. siða '»WMWWM%WWWWmMWW STAÐAN STAÐAN í I. deild íslands- mótsins knattspyrnu að Ioknum leik KR og Vais í gaer kvöldi: AJkranes Frana Valur ÍBk ÍBA KR 2 2 0 0 4 5-2 2 2 0 0 4 2-0 1 1 0 0 2 3-0 1 0 0 1 0 0-1 2 0 0 2 0 1-4 2 0 0 2 0 1-5 WWMMMMMWIWWWMMWW 28. maí 1963 ALÞÍÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.