Alþýðublaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 4
FRAMBJÖÐANOI í T ALBANNI
EINKENNILEGASTA fyrirbæri kosningabar-
áttunnar að þessu sinni er tvímælalaust meðferð
kommúnista á Bergi Sigurbjörnssyni. Hann fær
ekki að láta til sín heyra á fundum Alþýðubanda-
lagsins — er í talbanni. Samt skipar Bergur
f jórða sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins
í Reykjávík, en kommúnistar kunna ekki að
meta hann betur en þetta. Til er fræg þjóðsaga
um óhreinu börnin hennar Evu. Bergur er ó-
hreina barnið á lista Alþýðubandalagsins.
Ástæðan er vitaskuld sú, að Bergur á aðeins
að vera ginningarfáni í kosningabaráttunni. En
Kommúnistunum í Alþýðubandalaginu fannst ó-
sköp lítið til um valið. Þeir munu aldrei hafa
samþykkt framboð Bergs, en settu nafn hans á
listann með því skilyrði, að hann steinþegði og
hefðist ekki að. Og þetta er illmannleg fyrir-
litning af hálfu kommúnista, þvl að Bergur er
jafnan fús að tala og Iáta til sín taka I von um
mannvirðingar.
Slysahættan.
KOMMUNISTAR óttast þrennt af hálfu Bergs,
ef hann kemst í ræðustól fyrir kosningarnar:
1) Hann er vís með að valda þvi slysi að
reyna að hafa brot af sjálfstæðri skoðun um eitt-
hvert atriði, sem kæmi kommúnistum illa.
2) Hann kynni að ávarpa gamla þjóðvarnar-
menn, en þar með væri vonin um stuðning sér-
livers þeirra við Alþýðubandalagið fokin út í
veður og vind.
3) Óbreyttir liðsmenn kommúnista eru svo
andvígir Bergi í fjórða sæli listans, að þeir væru
vísir með að hrópa hann niður á opinberum
fundi.
Vegna þessa hafa Brynjólfur Bjarnason og
Kristinn E. Andrésson sett Berg Sigurbjömsson
I talbann. Hins vegar sætta þeir sig ágætlega
við ræðuhöld Gils Guðmundssonar. Þeim dettur
ekki I hug, að hann valdi neinu því slysi, sem
hent gæti Berg. Þetta er líkast rússneska heila-
þvottinum. En Bergur sleppur við þá meðferð.
Kommúnistum finnst ekki taka því að fara
höndum um höfúðið á honum.
Laun svikanna.
brölti Bergs Sigurbjörnssonar við kommúnista.
En sjálfsagt fylgist hann með því I talbanninu,
að þjóðvarnaratkvæðin, sem verzla átti með,
koma alls ekki I leitirnar. Tíu fyrrverandi stjórn-
endur Þjóðvarnarflokksins hafa opinberlega for-
dæmt þá ráðabreytni Gils og Bergs að gerast
handbendi kommúnista. Flokksfélag þjóðvarn-
armanna I kjördæmi Gils hefur sagt skilið við
hann. Vistin hjá kommúnistum þykir dálítið ann-
að en nýja siðgæðið, sem þjóðvamarmenn vildu
og þráðu, meðan flokkur þeirra var og hét. Og
nú finnst gömlum þjóðvarnarmönnum táknrænt,
að Bergur skuli orðinn pólitískur fangi komm-
únlsta fyrir kosningar. Laun svikanna láta ekki
á sér standa.
Nýlega gerðist sá atburður, að kommúnisti
og fyrrverandi þjóðvarnarmaður hittust á föm-
um vegi og tóku tal saman. Þjóðvarnarmaðurinn
spurði kommúnistann, hvort ekki ætti að leggja
mikla áherzlu á það í kosningahríðinni, að
Bergur Sigurbjömsson skipaði baráttusæti Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík. Kommúnistanum
brá í brún, en sagði svo: Blessaður talaðu var-
lega — þetta má enginn heyra nefnt! Þá svar-
aði þjóðvarnarmaðurinn: Mér liggur þetta auð-
vitað I léttu rúmi, bví að ekki kýs ég ykkur.
Heilindin.
MINNING
GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR
ÞESSI ER ÞÁ árangurinn af samfylkingar-
ÞJOÐVARNARFLOKKURINN saknaði iðu-
lega heilinda í íslenzkum stjórnmálum, þegar
málsvarar hans sögðu gömlu flokkunum svoköll-
uðu til syndanna. Nú hafa Gils og Bergur reynt
heilindi kommúnista. Gils er sendur út um bæi
og sveitir eins og hlýðinn og þjálfaður rúss-
neskur geimfari, en Bergur situr í pólitískri
fangabúð og sést ekki eða heyrist. Þessi urðu
þá endalok Þjóðvamarflokksins, því að hann er
vitaskuld úr sögunni fyrir atbeina þeirra tví-
menninganna. Forlög hans urðu hin sömu og
Alfinns álfakóngs, sem féll í hendur óvin-
anna fyrir klaufaskap sinna eigin þegna.
Munurinn er hins vegar sá, að það var ekki
Þjóðvarnarflokkurinn, sem féll í hendur komm-
únista — heldur bara Gils Guðmundsson og
Bergur Sigurbjömsson. Hlutverk þeirra í kosn-
ingabaráttunni er sama ólánið og hennti Al-
finn.
HERJÓLFUR.
HVERFISSTJORAFUNDIR I KVOLD
Allir hverfisstjórar Alþýðuflokksinsí Reykjavík eiga að mæta á um-
dæmisskrifstofum sínum í kvöld, þriðjudag, kl. 8. Nauðsynlegt er að
hverfisstjórar mæti vel og stundvíslega.
SJÁLFBOÐALIÐAR. — A-listann í Reykjavík vantar mikinn fjölda
sjálfboðaliða á kjördag. Þeir sem vildu sinna slíkum störfum eru heðnir
að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, 19570 eða á umdæmis-
skrifstofurnar,
BÍLAR. — Þeir híleigendur, sem myndu vilja aka fyrir A-listann á
kjördag, eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724,
19570.
Guðrún Georgsdóttir andaðist í
sjúkrahúsi Hvítabandsins 21. apríl,
I og var útför hennar gerð fáum
j dögum síðar. Sú von hrást, að
! henni efldist þróttur með
nýjú vori og hækkantíi söl. Mein
heuaar reyndist banvænt.
■ Guðrún heitin var Snæfelling-
! ur að uppruna, fæddist í Ólafsvík
26. júlí 1908 og ólst upp þar
vestra, en foreldrar tiennar voru
Jónína Jónsdóttir og Georg Jón-
asson. Ung lagði svo Guðrún leið
sína hingað til Reykjavíkur i at-
vinnuleit ásamt systur sinm, og
hér var henni síðan ætlað að lifa
og starfa. Hún giftiit 11. janúar
1930 Þörarni Vilhjálmssyni. sem
þá var sjómaður á vegum land-
helgisgæzlunnar, en ntfur nú um
langt skeið verið verkamaður hjá
Slippfélaginu í Reykjavík. Bjuggu-
þau á ýmsum stöðum í bænum,
en lengst að Lokastig 28A, og all-
mörg síðustu árin að Hlíðargerði
16 í Sogamýri. Guðrún og Þórannn
eignuðust sjö börn, og eru þau
þessi: Guðmunda Þóranua, sem er
heima 1 föðurgarði; Þórður Guð-
jón, sjómaður í Reykja/ík: Guðný
Jónína, húsfreyja á Hellissandi; Jó-
hanna Margrét, húsfreyja í Svefr,-
eyjum á. Breiðafirði; Guðríi.a Val-
ný, húsfreyja í Reykjavík, Elín Val-
dís, húsfreyja í Reykjavfs, og Jón-
as, sjómaður til heimilis hjá föð-
ur sínum. Einnig ólu þau upp
dótturson sinn, Jón Þóri Gunnar.
Ómegð þeirra hjóna var þann-
ig mikil og auðvitað oft hait í ári,
.sér í lagi á dögum atvinnuleysis-
|ins og kreppunnar, ei: Guðrún
og Þórarinn gerðust einctaklega
samhent í Iifsbaráttunni og dugn-
aður þeirra hlaut að teljast frá-
jbær. Ég kynntist þeim og heimili
þeirra á öndverðum stríðsárunum.
Þá var gott og gaman aö koma að
Lokastíg 28A, og ekki reyndist
minna um vert að heiiusækja þau
í Hlíðargerði 16. Nú er húsfreyjan
þar horfin sjónum, en eftjr iifir
; minning ísienzkrar atorkukonu,
sem alltaí bnuð erfiðleikura byrg-
:inn og aldtei missti kjarkinn.
I Guðrún Georgsdóttir var atgerv-
jiskona, fríð -ýnum, djatfleg 1 fasi
og framgöngu og mikili vinnufork-
’ur, meðan hún naut neilso. Illutu
allir að undrast umsyií hennar,
enda bar heimilið myndarskap hús-
freyjunnar órækt vitni. Guðrún
var um margt athyglisverð kona
og minnisstæð. Hún var ómyrk í
máli og kvað iðulega fast að orði
sagði hiklaust skoðun sina, hver
sem á heyrði eða hlut átti að máii.
og lét sér aldrei detta í hug að
una ofríki eða ranglæd. Víst þótti
hún stórlynd og kannski einþykk,
ef henni hljóp kapp í kiuti, en hún
var líka hreinskíptin og mikill
vinur vina sinna. Guðrún var glað-
lynd í skapi, forvitin um menn
og málefni og svo mælsk, að henni
j varð naumast orðs vant í frásögn
eða samræðu. Og sannariega var
hjartað heitt og höndin öriát, ef
hugga þurfti eða hjálpa cggja eða
styrkja. Ég veit ekki, hvort mátti
sín meira í fari hennar, atgervið
eða hjartalagið, en mér fannst mik-
ið til um hvort tveggja. Guðrún var
í stuttu máli sagt ágæt kona.
Nú virtist frægur sigur unninn,
börnin uppkomin, lífsbaráttan orð-
in sæmilega auðveld og góð fram-
tíð í vændum. En Guðrúnu var
ekki ætlað að njóta þessa. Allt í
•••*+■*—einu kenndi liún meins. og bala-
vonin brást. Astvinir hennar og
kunningjar gerðu ser í hugarlund
að úr myndi rætast, þegar nýtt
sumar kæmi til sögunnar en slík
óskhyggja reyndist fányt. Þrek
Guðrúnar og Iífsgleði dvínaði
smám saman, unz henni veittist
líkn dauðans. Þar með er lokið
enn einni hetjusögu í.-rlenzkra al-
þýðukvenna. Guðrún Georgsdóttir
var svipmikill fulltrúi þeirra,
Þungur harmur er kveðinn að
manni hennar og börnum, og hóp-
ur ættingja og vina drúpir höíði
á kveðjustund, en samt finnst mér
táknrænt, að ævi þessarar eftir-
minnilegu konu skyldi ljúka á
þennan hátt. Guðrún neitm var
þannig skapi farin og sliku þreki
gædd, að henni hæfði mun betur
að brotna en bogna.
Helgi Sæmundsson
Kveðja
írá ást-
vmum
Hér þá lífsins lciðir skilja,
lítum við um gengin spor.
Eiginkona og elskuð móðir,
okkur flutti sól og vor*
Hetja sönn í stóru starfi
stóðstu rík af mildi og ást.
Hugljúf gafst til heilia öðrum
hjartans auð, sem hvergi brást.
Eiginkona ástrík varstu,
ætíð sönn í gleði og' þraut.
Samleið okkar sólskinsdagur,
sókn á bjaríri gæfubraut.
Móðurhönd og hjartað heita
hópinn stóra leiddi sinn
fram til þroska, í fóniura öllum
fegurst sýndir kærleik þinn.
Ömmubörnin elsku þinni
aldrei munu gleyma hér.
Ótal fagrar unaðsstundir
áttum við í faðmi þér.
Ástvinirnir allir þökkum
allt hið liðna á kveðjustund.
Trúin vennir viðkvæm lijörtu,
vonin björt um endurfund.
28. maí 1963
ALÞÝÐUBLAÐIÐ