Alþýðublaðið - 28.05.1963, Side 5
Norskut blaðnmaður lýsir ástandinu á ís/andi:
EFTIRFARANDI grein birtist
í Norges Ilandels og Sjöfarís-
tidende sl. laugardag:
Reykjavík, 14. maí.
Eftir tæpar þrjár vikur, 9. júní,
eru alþingiskosningar á íslandi.
Kosningabaráttan , sem staðið
hefur í langan tíma, verður
stöðugt ákafari, orð blaðanna
eru hvöss og ásakanirnar harð
ar. Stjómarandstöðuflokkarn-
ir, Framsóknarflokkurinn og
Alþýðubandalagið (kommúnist-
ar og aðrir mjög vinstrisinnað-
ir), berjast vonlausri baráttu,
að því er virðist. Framsóknar-
flokkurinn, sem nýtur mests
stuðnings mcðal bænda, hefur
tekið upp mjög róttæka stefnu
og reynir þannig að vinna á á
kostnað kommúnista.
Hinar miklu framfarir ríkis
stjórnarinnar sl. þrjú ár hafa
að sjálfsögðu kostað mikið
strit, en aldrei hefur verið
meiri velmegun á íslandi en
upp á síðkastið. Þegar stjórn-
arandstaðan blæs upp smá-
atriði og reynir að snúa hag-
skýrslum sér í hag, brosa flest
ir. Það' er vafasamt, að norskir
stjórnmálamenn þyrðu að
ganga eins langt og hinir ís-
Ienzku. Báðir aðilar „brúka
nánast syndugan kjaft”, en mál-
efnaumræður koma síðar.
Viðreisnarstefna ríkisstjórn-
arii”- -.‘.r leitt til stór-
feií • íningar á sparifé,
læí . -itta — einkum hjá
hinr!'-. ’ ■•ra launuðu —
hær: inga, aukningar í-
búð.: . abygginga, mikillar
nýfj . rar í ið'naði, land-
búnr skveiðum. Miklu
einfr ' 'ilskrá með lægri
álögr * iidi 1. maí sl. Það
er ai' .....sta kosti jafnmikil-
vægí ' "stenzka krónan er
orðir ' að' lánstraustið
utanlc. hefur verið endur-
reist og viðskiptajöfnúðurinn
hefur stórbatnað.
Auk þess hefur veiðzt vel sl.
2—3 ár. Sjaldan eða aldrei hafa
íslendingar haft meiri peninga
har-da milli og getað keypt
betri vörur en nú. Innflutning-
ur lieíur verið gefinn frjáls
fyrir svo til allar vörutegundir.
Stjórnarandstaðan klifar stöð
ugt á því, að menn „geti ekki
lifað” á þeim launum, sem
þeir fá fyrir 8 stunda vinnu-
dag, og þessu vilja þeir út-
rýma. Hvernig, er hins vegar
óskiljanlegt, nema þá að þeir
hafi nýja bylgju verðbólgu og
ábyrgðarleysis á bak við eyrað.
Frá norsku sjónarmiði stand-
ast staðhæfingar stjórnarand-
stöðunnar ekki. Auðvitað
GÆTU íslendingar lifað á 8
tíma daglaunum. En íslend-
ingar gera bara enn meirl
kröfur til gæða lífsins en
Norðmenn og eru — og verða
því að vera — reiðubúnir til að
vinna lengri dag, 10—11 tíma
vinnudagur er mjög algengur.
Meðalárstekjur þriggja stærstu
atvinnuhópanna: sjómanna, iðn
lærðra og almennra verka-
manna, voru í fyrra 16.400
norskar krónur. Við þetta má
bæta, að skattur á íslandi eru
allverulega lægri en í Noregi,
en verðlagið’ hins vegar nokkru
hærra — eftir því hvort vald-
ar eru íslenzkar eða innfluttar
vörur.
Það' er mjög lýsandi, þegar
maður skýrir frá því, að dug
legur íslendingur á gjarna sína
eigin, rúmgóðu íbúð með' beztu
innréttingu og öllum nýtízku
hjálpartækjum handa húsmóð-
urinni, ásamt eigin bíl eftir
fimm ár. Þeir hamast og púla,
og konan og börnin hjálpa til,
og eftir nokkur ár EIGA þau
allt á sínu draumaheimili og af
því geta þeir verið og ERU
stoltir.
Nýjum verksmiðjum skýtiú
upp, glæsilegum byggingum
með rúmgóðum sölum. íslenzk
kaupsýslustétt skarar fram úr
með aölaðandi og frambæri-
legum skrifstofum. Búðir og
stórverzlanir eru að rifna utan
af vörum frá öllum hlutum
heims. Það er tekið á móti öll-
um, eins og þeir kæmu með út-
troðið veski og óendanlegan á-
huga á að kaupa.
Víst er hér velmegun!
Það liggur svo ljóst fyrir.
íslendingar vilja byggja ný-
t zku velferðarríki og gera það
ótrúlega vel. Það er varla til sá
ferðamaður, sem ekki hefur
sundlað af hinni hröðu þróun.
Hvar þetta endar veit enginn —
því að með vinnugleði íslend-
inga er hægt að ná hvaða tak-
marki sem er.
Ilin góðu kjör íslendinga eru
samt enn komin undir góðum
fiskafla og friði á vinnumark-
að'num. Til þess að tryggja
framtíð landsins er hugmynd-
in að koma á fót öruggari út-
flutnings-atvinnuvegi á sviði
efna- og málmframleiðslu með
rafmagni — það er ekki liægt
að reiða sig á að veiðiheppnín
sé með til dómsdags, sem marg-
ir ættu kannski að gera sér
ljóst í Noregi.
Hvað vinnufriðinn áhrærir
hafa menn aðeins góða reynsíu.
Það þarf mikla ráð'snilli af
hálfu stjómarinnar og vinnu-
þegar verða að læra þýðingu
liófseminnar á uppbyggingar-
tímum.
Stjórnarandstaöan hótar harð
vítugum aðgerð’um — en flest-
ir gera ráð fyrir, að stjórn Ól-
afs Thors (Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins) verði
endurkjörin og að þjóðin hafi
lært af þróun síðustu ára. Við'-
töl við fólk í öllum starfsgreíu-
mn virðast benda til endur-
kjörs — þó að ýmsum finnist
þeir hafa þurft að spenna beít-
ið nokkuð þétt.
*
ALMANNATRYGGINGAR
Framhald af 1. síðu.
en stóraukast í tíð núverandi rík-
isstjórnar.
Hér fer á eftir skrá um heltzu
tryggingar eins og upphæðir
þeirra verða árið 1963:
Kr.
Fjölsk.b. fyrir hvert barn 3.077.15
Ellilífeyrir ógiftra 18.235.68
Ellilífeyrir hjóna 32.824.22
Barnalífeyrir á hvert barn 8.521.34
Mæðralaun v. 1 barns 1.668.93
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
Mæðralaun v. 2 barna 8.521.34
Mæöial. v. 3 barna eða fl. 17.042 68
Ekkjur, sem við lát maka hafa
börn innan 16 ára á framfæri, fá kvv 1704,27 í 3 mánuði og kr.
1273,2 í 9 mánuði eða samtals kr.
11.50’! ro.
EV1. úlffeyrir, mismunandi eftir
aldri, ( ti 66 ára ekkja við lát maka
fær ki 17:141,53.
Fæö ’arstyrkur kr. 2.556,00.
Sérs : AÍega cr vert að vekja at-
hygli tveim mikilsverðum cnd-
'urbóí.. i á tryggingakerfinu, sem
geri’ vafa verið síðustu 2 ár.
y': sgarákvæði voru áður á
elliia v rn, þannig að dregið var
frá , • nuin, ef viðkomandi mað
ur í: tekiúr af vinnu. Þessi
skeVc hefur verið afnumín og
fá ní j'lir jafnt.
Vr ' .-.ssvæði voru áður tvö á
landi- og voru bætur allar 25%
lægri a 2. verðlagssvæði en 1. Nú
hefur þetta veríð afnumið og íólki
tryggðu: sami réttur hvar 6em er
á landinu.
Atþýðuflokkurinn hefur barizt
fyr'. ndurbótum á tryggingakerf
is- im til þessa dags og mun
haí, r.íram að standa vörð um það.
Re., nsJan sýnir, að hafi Alþýðu-
fl'.ik, irinn ekki aðstöðu til að
g.eíj? hagsmuna tryggingakerfis-
ins, vill það rýrna og minnka sök-
um áhugaleysis hinna flokkanna
á almannatryggingum.
Sýning í Tröð
KAFFIIIÚSIÐ Tröð heldur næstu
þrjár vjku^iar smá yfirlitssýu-
ingu á verkum Gunnlaugs Blön-
dals. Þetta er þriðja sýningin í
Tröð. Fyrsta sýningin var yfir-
litssýning á íslenzkri listiðju og
hin næsta á verkum Ásgríms Jóns
onar. Eigendur veitiugahússins
hafa í hyggju að halda áfram að
kynna íslenzkan listiðnað.
í sumar munu islenzkir þjóð-
dansar og söngvar verða kynntir
í Nausti og hefur eigandi Traðar
í byggju að koma þess konar
skemmtunum á í kaffihúsinu. —
Staðurinn er vel sóttur og í sum
ar verður farið með fjölda ferða-
mannahópa þangað.
Á sýningunni í Tröð eru níu
myndir eftir Gunnlaug. Elzla
myndin á henni er „Kona í Vín“,
sem er krítarteikning frá 1921.
Af olíumyndum er elzt „Kona frá
Súdan", sem er máluð 1924. —
Yngsta myndin nefnist „Model“
og er máluð skömmu fyrir and-
lát listamannsins.
Myndirnar sýna vel þróunar-
feril Gunnlaugs. Yfir eldri mynd-
unum er miklu meiri mýkt eri,
þeim yngri, sem eru málaðar í
sterkari dráttum og litum.
Gunnlaugur Blöndal er í hópíL
beztu listamanna íslands og bezti
konumálari okkar. Honum verður
bezt lýst með orðum Birgis Kjar-
ans: „Sumir telja að list eigi a?f
flytja boðskap. List Gunnlaug®
í hyggju að gefa út bók með verk
um Gunnlaugs og á_,,Model“ atf
verða forsíðumyndin.
Framtíðin krefst vélvæðingar.
Störf við véíabókhaldL
Samband ísl. samvinnufélaga hefir um árabil stefnt að síaukinni vélvæðingu í skrif-
stofustörfum. Ör þróun gerir oss naúðsynlegt að verja verulegum tíma og starfskröli'
um í að fylgjast með á þessu sviði. Þess vegna viljum vér ráða strax:
1. Starfsmann sem hefur alhliða þekkingu á skrifstofustörfum og er kunnugur inn-
flutnings- og útflutningsverzlun. Verkefni hans verða m. a. skipulagsstarf varóandi
nýja tækni í sjálfvirkri gagnaúrvinnslu (automatic Data Processing).
2. Starfsmann til almennra starfa í vélabókhaldsdeild vora.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri SÍS, Jón Arnþórsson, Sambandshúsinu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1963 gj