Alþýðublaðið - 28.05.1963, Side 11

Alþýðublaðið - 28.05.1963, Side 11
YFIRLÝSING FRÁ FRJÁLSÍÞRÖTTADEILD ÍR í TILEFNI af fréttatilkynningu Frjálsíþróttadeildar KR um fyrir- hugaða keppni KR gegn úrvali úr öllum öðrum íþróttaféiögum lands ins, sem birtist í blöðum og útvarpi á uppstigningardag, leyfir stjóm Frjálsíþróttadeildar ÍR sér að taka fram eftirfarandi: 1. Frjálsíþróttadeild ÍR er mótfallin keppni í þessu formi. 2. Þegar um keppni tveggja aðila er að ræða, finnst stjóm Frjálsíþróttadeildar ÍR nauðsyn- legt að keppnisaðilar ræði fyrir- komulag slíkrar keppni, þó svo að hægt væri að komast að samkomu lagi um einhverskonar stigakeppni, annaðhvort milli eins félaga og úr- vals úr öðrum, eða keppni tveggja félaga, telur stjó’-p Fri'álsíþrótta- deildar ÍR, að dagamir 12. —13. júní séu mjög óheppilegir. Frjáls- HWMWWMWWWIWWWW 3 heimsmet Á MÓTI í Bandaríkj. um helgina voru sett þr jú heims met í frjálsíþróttum. Stern berg stökk 5,05 m. á stöng. Gamla metið átti Pennel, — 5,04 m. Plummer hljóp 440 yds á 44,9 sek. og loks setti boðhlaupssveit heimsmet í 2ja mílna boðhlaupi, hljóp á 7.18,9 mín. íþróttamót út á landi fara yfirleitt ekki fram fyrir 17. júni og því er Útilokað að velja lið nú, ef miða Skal við afrek á þessu ári, en telja verður vafasamt að velja menn í keppnislið, ef valið er eftir afreka skrá ársins á undan. 3. Frjálsíþróttadeild ÍR hef- ur nú sem hingað til áhuga á stigakeppni milli KR og ÍR í frjáls- um íþróttum, enda hafa forystu- menn félaganna rætt um siíka keppni í vor. Með þökk fyrir birtinguna. Frjálsíþróttadeild ÍR VALUR VANN KR 3:0 FIMMTI leikur íslandsmótsins I knattspyrnu fór fram á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldí og átt- ust við Valur og Kív. — Valur vann með þremur mörkum gegn engu. í hálfleik var staðan 1:0 Fram Framh. af 10 síðu í leikbyrjun eða svo, fengu Keflvíkingar aukaspyrnu ú víta- teigslínu Fram, spyrnan var var- in en rétt á eftir tókst þeim skyndi- lega að skapa sér vígstöðu á ný' og skora, en markið var dæmt, sett úr rangstöðu. Eins var það á síð- ustu sekúndum leiksins, að Fram átti skyndilega fast skot að marki en meðan boltinn var á leiðinni flautaði dómarinn af, en snöttur- inn hafnaði viðstöðu’aust í netinu Var þetta eiginiega einasta glæsi- lega skot Fram í leikuum, en pað fór forgörðum vegna tímaþreng- ingar: Haukur Óskarsson. dæmdi leik- inn af kostgæfni. — E.B. Davíð sigraöi GuÖmund í GÆRKVÖLDI fór fram 1500 m. skíðisund íslandsmótsins. ÚrsUt( urðu þau, að Davíð Valgarðsson, ÍBK varð íslandsmeistari, synfci á 19:50,3 mín., sem er glæsiiegt drengjamet og næstbezti tími Is- lendings frá upphafi. Annar varð Guðmundur Gíslason, ÍR á 20:13, 0 mín. Þá fór einnig fram úrslitsleik- ur Sundkn:<ttleik,smóts íslands. Ármann sigraði KR með 7:1 og varð íslandsmeistari. SKIPAUTG€RB RIKISIN M. s. Esja austur um land í hringferð 4. júní. Vörumóttaka í dag til Fáskrúðs fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð ar, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. Áðalskoðun bifreiða í Gullbringusýslu sunnan Hafnarfjarðar Aðalskoðun bifréiða í Gullbringusýslu sunnan Hafnar- fjarðar fer fram sem hér segir: Gerðahreppur: Þriðjudaginn 28. mai Miðvikudaginn 29. maí Skoðunin fer fram við barnaskólann í Gerðum. Miðneshreppur. Fimmtudaginn 30. maí Föstudaginn 31. maí Skoðunin fer fram við barnaskólann í Sandgerði. Njarðvíkurhreppur og Hafnarhreppur: Þriðjudaginn 4. júní Miðvikudaginn 5. júní Fimmtudaginn 6. júní Skoðunin fer fram við samkomuhús Njarðvíkurhr. (Krossinum). Vatnslej’sustrandarhreppur: , Föstudaginn 7. júní við frystihúsið. Grindavíkurhreppur: Mánudaginn 10. júní Þriðjudaginn 11. júní Skoðunin fer fram við barnaskólann í Grindavík. Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl. 9' —12 og 13 — 16.30. Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skilríki fyr- ir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á áður auglýst- um tíma varða ábyrgð skv. umferðarlögum nr. 26 1958 og verður bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fær$ v hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega. aDsi ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1963 H Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminnt- ir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Skoðun bifreiða annars staðar í umræminu verður aug- lýst síðar. Lögreglustjórinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 24/5 1963. BJÖRN SVEINBJÖRNSSON. settur. Auglýsrngasíminn eT 149 06 B>deild Skeifunnar selur í dag og á morgun, lítið gölluð eldhús- borð og stóla með miklum afslætti. B - deild Skeifunnar Kjörgarði. Sími 16975. Athygli er vakin á því að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar. Þeir sem hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum skulu víð skoðun sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.