Alþýðublaðið - 30.05.1963, Síða 13

Alþýðublaðið - 30.05.1963, Síða 13
SJÓMANNAHEIMILIÐ í ÞÓRSHÖFN. Viffbygglngm 'með kvistunum) var byggð 1923. Gamla húsið, sem þeir keyptu 1920, stóð ]>ar sem stærra húsið er. Á götuhæð heimilisins eru kjötbúð, viðtækjasala og kvenfataverzlun. ÞANN 13. maí sl. voru 40 ár iið- in síðan Sjómannaheimilið i Þórs- höfn var vígt. í tilefni þessara tímamóta fór ég á fund formanns nefndar Sjómannaheimilisins, hr. Sófus Sívertsen og bað hann um að segja mér í stuttu mali sögu Sjó mannaheimilisinr., og varð hann fúslega við beiðni minni. Frumdrög að stofnun heimilis- ins voru þau, að árið 1920 var send ur maður frá Danska Sjómannatrú boðinu hingað til þess að kanna möguleika á að byggja sjómanna- heimili hér í bæ. Svo vel vildi til að samferða honum hingaö var danskur maður, Valdemar Liitzcn, sem var. búsettur hér, og hafði löngum haft áhuga fvrir að byggt yrði sjómannaheimili í Færeyj- um og þegar eftir komuna, boð- uðu þessir menn til fundar um þetta mál og var samþykkt að liefja fjársöfnun um allt landið og einnig í Danmörku til undirbún- ings þessa máls. Alls söfnuðust 32.500 krónur .— 20.000.00 kr. hér og 12.500.00 kr. í Danmörku. Var svo keypt hús, sem stóð þar, sem núverandi Sjó- mannaheimili stendur. Þetta hús kostaði 25.00.00 kr., svo var áætl- að að byggja viðauka við þetta liús og var svo gert. Þetta nýja hús og hin gömlu voru notuð allt til ársins 1951, en þá voru gömlu húsin rifin niður og hafizt handa um byggingu á stærra húsi við eldra húsið. og þannig lítur það út í dag eins og á myndinni. Víkjum sögunni aftur til árs- ins 1921, en þá var hornsteinninn lagður að fyrsta sjómannaheimili í Færeyjum Undir steininn var lagt skjal í málmliylki með eftirfar- andi áletrun: „í tí Harrans ári 1921. hin 9. oktobir á meöan Christian konungur hin X uppá tíggunda ár ráddi fyri Danmarkar rilei, varð hetta Sjómannsheimið grunda, bygt fyri gávur givnar av fóiki í Fproyum og Danmark. Keimið standi Gudi til æru, landi og ioíki at gagni“. Það gekk á ýmsu meðan bygg- ingarframkvæmdir stóðu yfir, en þann 13. maí 1923 fór vígslan íram og heimilið tekið í notkun. Kostnaður við þetta hús varð kr. 118.000.00 og eins og áður var sagt, var að mestu byggt fyrir fé, sem safnað hafði verið með sam- skotum í Færeyjum og Danmörku, en þó þurfti að taka lán að upp- hæð kr. 51.500.00 og skulda 33.500. 00 kr. Um þessar mundir voru kreppu tímar hér í Færeyjum, sem aö.ðu það m. a. í för með sé'.' að fólk ferðaðist minna, vegna mi.nk- andi fjárhags, sem kom svo niður á rekstri Sjómannaheimilisins, sem þá var rekið með 'mikium halla. Þess má geta, að það kr>st- aði 2 krónur fyrír nætnrgistingu og 3 krónur fyrir fæði vfir dag- inn. Þrátt fyrir það, að heimi ið var rekið með halla, varð starfsem inni haldið áfram, með hjálp frá ýmsum. M. a. sendi Dansk Inden- lands Spmandsmission árlega 500 krónur til að létta undir víð starf semi heimilisins. Árið 1924 skuldaði heimilið m a. kr. 2400.00 fyrir rafmagn, en fékk leyfi til að greiða skuidma á mörgum árum. Já, það skiptust á skin og skúrir í rekstrinum. í stríðinu og eftir stríðið hreytt ust tímarnir til liins betra, næg atvinna var þá í Færeyjum, sem svo hafði í för með sér, að róikið ferðaðist meira, og brátt kom í ljós, að húsið reyndist of lítið. Árið 1948 var síðan samþykkt að hefja undirbúning til aukningar hýsrýmis fyrir starfsemina, en gömlu húsin reyndust svo úr sér gengin, að ekki var hugsandi að lagfæra þau frekar. í janúar 1951 var svo hafizt handa. Gömlu húsin rifin niður og grunnur fyrir nýja Sjómannaheimilið grafinn cg árið 1953 liófust byggingafram- kvæmdir. Þann 12. ágúst 1956 var þessi stóra bygging vígð og tekin í notk un, nú varð kostnaðurinn alls 678 þús. krónur og enn þurfti að taka lán og nú að upphæð 310 þús. kr. það, sem vantaði, fékkst á annan hátt. Þetta nýja sjómannaheimili hef ur svefnpláss fyrir um 30 gesti, og nú í dag er þetta orðið altt of lítið, oft er ekki unnt að anna eftirspurninni efttr gistingu, og þá er notað herbergi, sem annars er lesstofa fyrir dvalargesti, til að hýsa gestina, sem annars yrði að neita um pláss. Nú hefur nefnd Sjómannaheim- ilisins sent umsókn til hæjarráðs Þórshafnar um aukna lóð til að stækká bygginguna. Á heimilinu starfa nú um 30 manns og síðan 1945 hefur Peter Johannesen úr Lorvík og kona hans veitt lieimilinu forstöðu. Á vagum Sljómannaheimilisins eru reknar sjómannastofur í Reykja- vík, á Grænlandi og í Grimsby. Að lokum sagði Sófus Sivertsen, að Sjómannaheimilið og Sjómanna trúboðið væri svo nátengt hvort öðru. að ekki væri hægt a'5 minn ast á annað þessara án bess að tala um hitt samtímis, því Sjómanna- heimiliö væri miðdepillinn í S.ió- mannatrúboðinu og því vildi hann enda með þessum orðum úr Efes- usbréfinu, 2. kafla, 10. versi, sem er „vinnuprógram" Sjóma'inatrú- boðsins: „Því að vér erum smið hans, skapaðir fyrir samfélagið við Jesúm Krist, til góðra verka, sem Guð liefur áður fyrirbúið, til þess Frh. á 14. sfðu. SAMKEPPNI UM KVIKMYMDAHANDRIT Edda-Film efnir til samkeppni um kvikmyndahandrit um íslenzkt efni, að kvikmynd af venjulegri lengd. Efnisval er frjálst. Handrit skulu send formanni Edda-Film, Guð- laugi Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra, fyrir 1. nóvember 1963. Þriggja manna nefnd dæmir. Ein verðlaun kr. 25 þúsund, verða veitt, teljist nokkurt handrit verðlaunavert. Edda-Film hefur forgangsrétt að notkun þess handrits, er verðlaun hlýtur, svo og að öðrum handritum, sem ber- ast. Stjórn Edda-Film. Tjðldleyfi á Þingvöllum Áiaveðið befur verið að veita ekki tjaldleyfi í Þjóðgarð.num á Þingvölluxn fyrr en 15. júní n.k. Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur óskast til sumarafleysinga í eldhús Vífilsstaða- hælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 15611 og 50332. Reykjavík, 29. maí 1963 Skrifstofa ríkisspítalanna. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund föstudaginn 31. anaí kl. 8,30 í Al- •þýðuhúsinu. Margir ræðumenn. Stjómin. Flensborgarskól anum slitið FLENSBORGARSKÓLA var slitið 21. þ. m. Skólastjórinn, Ól- afur Þ. Kristjánsson, flutti skóla- slitaræðu og gerði grein fyrir skólastarfseminni í vetur. Nem- endur voru 475 í 18 bekkjardeild- um. Fastir kennarar voru 16 auk skólastjóra, en stundakennarar voru 14. Kennslutilhögun var svip- uð og verið hefur. Kennsla í vél- tækni féll niður, því að heppilegt húsnæði var ekki fyrir hendi.' í þess stað var tekin upp kennsla í málmsmíði, sem kennd var í handavinnustofu skólans í vetur. Félagslíf /ar mikið í skólanum. 58 nemendur gengu undir gagn- fræðapróf, en einn þeirra á ólok- ið prófi. Auk þess tók einn nem- andi utan skóla gagnfræðapróf í bóklegum greinum. Tveir nem- endur í A-bekk (bóknámsdeild) hlutu ágætiseinkunn: Guðrún Sig- urjónsdóttir, 9,16 og Gelr HaU- steinsson, 9,11. Eru þetta hæstu einkunnir í gagnfræðaprófi í skól- ar.um, síðan hann varð fjögurra vetra skóli. Hæstu einkunn í B- bekk (verknámsdeild) hlaut Jón Marinósson, 8,16, en næst hæstu einkunn þar Eyrún Poulsen, 8,07. Landspróf þreyta nú 26 nem-i endur. Unglingaprófi luku 159 nem- endur. Tveir nemendur hlutu á- gætis einkunn, en þrír í bókleg- um greinum. Hæsta einkunn hlaut Pétur Ragnarsson, 9,28 (9.34 í bók legum greinum). Alls voru 34 nem- endur fyrir ofan 7,50 í bóklegum greinum í unglingaprófinu. Stefán Júlíusson yfirkennari lætur nú af störfum við skólann og gerist forstjóri fyrir Kvik- myndasafni ríkisins.. Þakkaði skóia Frh. á 14. síðu. 3ÝÐUBLAÐIÐ — 30. maí 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.