Alþýðublaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 16
Munnlegur málflutningur í Milwood-málinu: Fjórir sk'ipverjar fara utan í dag ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynninsr frá Hæsta- rétti: Eftir athugun á sakargögn- <im í sambandi við kæru á úrskurði. oakadótns Reykjavíkur uni hald á ' togaranum Mihvood frá Aberdeen, hefur Hæstiréttur í dag ákveðið, að frekari málsgögn skuli lögff fyr- ir dóminn og kærumáliff síffan flutt munnlega fyrir Hæstarétti samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 31. @r. laga nr. 57/1962. Mihvood-mcnn munu fara heim f dag, þ. e. fjórir þeirra, en 1. vél- stjóri George Moir verður hér eft- <r, og samkvæmt tilmælum John Wood eiganda togarans, verður Lann hér þar til Milwood verður Bleppt. Hinir fjórir áttu að fara «ieð flugvél í morgun til Glasgow. í símtali er Moir átti við Wood I gær, sagði sá síðamefndi, að ef 'eiginkona Moir vildi, þá gæti liún farið til Reykjavíkur með böm 'feeirra hjóna, og útgerðin myndi Rreiða allan kostnaðinn. Wood mun nú bíða eflir úrskurði Hæsta- tréttar um hald á togaranum. Milwood-mennirnir fimm hafa llú verið liér í 30 daga, og var þeím eðlilega farið að leiðast bið- 4n, Flestir þeirra eru kvæntir og eiga börn heima í Englandi. Hef- «r útgerðin lengi dregið að .svara þeim ákveðið, og yfirleitt hafa' Seir verið beðnir að bíða í 2—3 dága. Sjálfur hefur Wood ekki cætt við þá síðan hann fór héðan, ec-ekki-fyrr enr í'gær. Kunnir menn telja, að það sem Hæstiréttur úrskurði í máli þessu ’geti jafnvel leitt til breytinga á löggjöf, þar eð málið getur snert alþjóðarétt. Það að Hæstiréttur liefur ákveðið, að frekari gögn skuli lögð fyrir dóminn, og að mál- ið skuli verða flutt munnlega, bendir til þess, að dómurinn telur úrskurðinn mjög mikilsverðan. SMITH SKIPSTJÓRI: Andlega heilbrigður aff eigin dómi. Yfirlýsing Smith, skipstjóra í Aderdeen í KÓPAVOGI ALÞÝÐUFLOKKURINN efnir til almenns kjósendafnndar í Kópavogi í kvöld kl. 9. Verður fundurinn í félagsheimili Alþýffuflokks félags Kópavogs aff Auffbrekku 50. Ræffumenn verffa þessir: Ernil Jónsson, ráðlierra, Guffm. í. Guðmundsson, ráðlierra, Ragnar Guð- \ leifsson, kennari, Stefán Júlíusson, rithöfundur og Ólafur Ólafsson, yfirlæknir. Stuðningsmenn Alþýðuflokksins í Kópavogi eru hvattir til þess að fjölmenna. BREZKUR BISKUP KEMUR HINGAÐ VÆNTANLEGUR er til landsins annaff kvöld biskupinn af Fulham I Englandi. Hann er fulltrúi Breta hjá Alheimskirkjuráðinu í Sviss og feröast mikiff fyrir höud þess. Á íslandi mun hann dvelja í þrjá daga, og halda messu í Keflavík, og heimsækja presta. Til Skálholts fer hann í boffi herra biskupsins, Sigurbjörns Einarssonar. *--------------------- gær: TEKUR VIÐ EINUM NEMANDA í HÚSA- GERÐARLIST LISTAHÁSKÓLINN í Kaupmanna liöfn hefur fallizt á aff taka einn íslending árlega til náms í húsa- gerffarlist. Umsóknir um námsvist í skól- ann sendist menntamálaráðuneyt inu, Stjórnarráðshúsinu viff Lækj- artorg fyrir 20. júní n. k. Sérstök umsóknareyðuhlöff fást í ráðuneyt inu. „EG VAR EINS ANDLEGA MEILBRIGDUR OGHUNT HEEUR NOKKRU SINNI VERIÐ' Glasgow í gærkvöldi. JOHN SMITH, skipstjóri á Mil- Wood, gaf I dag út fyrstu yfir- týsingu sína út af töku skips síns wið ísljand, jaínfrairtV því, sem brezku blöðin birtu í fyrsta sinn allan texta orðsendingar Home lá- varðar, utanríkisráðherra Brcta, Úil utanríkisráðherra íslands út af Mlálillll. Yfirlýsing Smiths var handrit- uð og gefin út áður en fréttin af ákvörðun Hæstaréttar íslands um Milwood-málið barst til Bret lands. Yfirlýsing Smiths cr svo- liljóðandi: „Það er tími til kominn, að a.I- menningur fái að vita ’ainar raun verulegu staðreyndir í Milwood- málinu. Við vorum að vaið’im á- samt liinum Aberdeen-togiuunum út af suð-austurströnd ísland.s, þeg ar varðskipið Óðinn stanzaði við hliðina á mér og byrjaði oð láta bát síga, með það fyrir augum að koma um borð í skip mitt. Ég hafði alls ekki í huga að leyfa að komið væri um borð i skip mitt, þar eð ég var fyrir ut an fiskveiðilandhelgi íslands. > Sex mínútum eftir að ég hafði siglt áf stað, og stýrði beina slefnú, rakst varðskipið á skip mitt, eg olli tálsverðum skemmdurn. Ef um nokkurn árekstur var áff ræða, þá var þaff Óðins sók, sein I þannig stofnaði Iífi liinnar brezku áhafnar í hættu. Ég sigldi í 14 stuudir og Óðinn var stöóugt í grenud viff mig. Þá bað Palliser mig um ið koma til móts við sig eins fljótt og mógulegt væri, en það hefði ver- ið miklu betra fyrir mig, ef Pall- iser hefði verið kyrrt í Reykjavik. Ég hélt til stefnumótsins og tók Juniper með mér í leiðinni. Hunt, skipherra, kom um borð í Milwood til aff rannsaka tjón- ið og fá frásögn mína af öllum at- burðinum. Ef mér hefði eitt augna blik dottið í hug, aff Hunt hetffi í huga aff gera skip mitt ósigling arhæft og fá það í hendur íslenzk- nm stjórnarvöldum, hefði ég ekki hleypt honum um borð. En Hunt kom um borð ásamt manni, sem liann kynnti sem kenn ara og þar eð þessi maður var ekki í neinum einkennisbúningi, Ihafði ég enga möguleika til að ganga úr skugga um hver staða hans væri. Síðar komst ég að raun um að liann var vélstjóri. Þegar þessir menn voru .búritr að rífa aðal-aflvél skipsins í smid ur, var áhöfn minni skipað að fara frá borði yfir í Palliser. Ég gaf engar sérstakar fyrirskipanir um að áhöfn mín skyldi yfirgefa skipið. Síðar tilkynnti einn af hásetum minum, sem eftir voru um borð, George Stephen, að hróflað. liefði verið við vélum skips míns^og að skipið væri nú ósiglingarhæfl. Við Stephen fórum niður í vélarrúm og komumst að raun um, að vé!- arnar voru óvirkar. Ég bað þá Hunt skipherra iim að senda skipshöfn mína til; haka til aff atliuga livort ég gætj kom ið skipi mínu af stað aftur. 'Ifann neitaffi aff gera þaff og sagði, að liann hefffi gert vélar mínarióvirk Framhald á 12. síðué Frá Menntamálaraóuueytinu. Enn ósamið við flugmenn ENN hefur ekkert gengiff saman meff flugjnönnum og flugfijlögunum, en verkfall það, sem þeir hafa hoffað, kemfir tVI fnamkvæmda 4. júní. Forystumenn flugmanna og framkvæmdastj. flugfélag anna hafa veriff á fundi mcff flugmálaráöherra, en engar fréttir hafa borizt af þeim fundi. Heyrzt hefur, aff báðir aðil, ar haldi fast viff sinn keip, og erfitt að spá nokkru um hvernig fer. Blaðiff ræddi í gær viff Sigurð Ilaukdal, íör manu flugmannafélagsins. , Hann kvaðst ekkert geta sagt um máliff, en staðfesti, aff háðir affilar héldu fast við Sltt. x-A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.