Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 5
* Á £| i und hafa nú 1 Á fundi Eæjarsij'1- ir Hafnar- fjarðar í gær, var genr.ið frá á- lagningu útsvara fyrir árið X9C3, og var samþykkt eftifarandi íil- laga: Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs fvrir árið 1963 breytist þannig: „í gjaldalið á- ætlunarinnar komi nýr liður, sem verði 16. liður: Óráöstafaður vekju afgangur (ráðstafist af bæjar- stjórn síðar á árinu) 2 millj. 150 þús. kr. Jafnframt breytist tekju- hlið áætlunarinnar, 9. liður, staf- liður A. í kr. 23 millj. og 904 þús.“ Fyrir liggja upplýsingar um, að útsvörin muni geta orðið — auk 800 kr. frádragsins — 10% lægri heldur en lögákveðinn útsvarsstigi segi til um, og jafnframt muni unnt, að fella niður öll útsvör und- ir kr. 1000. Áður hafa lægstu útsvör í Hafn arfirði verið 500 kr., en nú verður i samkvæmt þessari samþykkt, ; ckki greidd lægri útsvör en 1000 1 kr. Hinn óráðstafaði tekjuafgang- ur mun verða notaður m.a. til þess að koma í veg fyrir, að verk legar framkvæmdir þurfi að drag ast saman, þrátt fyrir hækkun kaupgjalds, og jafnframt til að mæta þeim hækkunum, sem vænt anlega verða á launum bæjar-' starfsfólks í Hafnarfirði í kjölfar ! kjaradóms. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu, en hún var samþykkt með 7 atkv. gegn tveim. Á þessum fundi var einnig kjörin nfulltrúi í Brunabótafélag íslands, og kjör inn var Emil Jónsson ráðherra og til vara Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri. synt í kaupstööum Þann 13. þ.m. var þátttaka í Nor rænu Sundkeppninni í kaupstöðum orðin þessi: Keflavík 400 Hafnarfjörður 1060 Reykjavík 8200, Akranes 620, ísa fjörður 580, Saíuðárkrókur 320, Siglufjörður 500, Ólafsfjörður 200 Akureyri 900, Húsavík 300, Seyð- isfjörður 210, Neskaupstaður 320 Vestmannaeyjar 640. Alls í sundstöðum kaupstaðanna 14250 þátttakendur. Árið 1954 syntu um 26600 í kaupstöðum, svo að góðar horfur eru, að í ár verði farið fram úr þeirri tölu. Verra er að veita yfirlit um framkvæmd keppninnar úti í sýsl unum, en eftir því sem næst verður komist munu rúmlega 6 þús. hafa synt 200 m. og er það rúmur helm ingur þess fjölda, sem synti 1954 þegar þátttakan var mest. í sýslum syntu þá um 11.500 Vegna þess, hve sundlaugarekst ur er víða erfiður í litlum kaup- túnum og til sveita, og sundstaðir opnir skemmri tíma en í kaupstöð um þá veltur einmitt nú yfir há- sumarið miklu að fólkið utan kaup staðanna grípi þau tækifæri sem gefast til að skreppa í laugar. Um þetta leyti mun hafa tekizt að ná helmingi þess fjölda sem veit ir íslandi 50% aukningu frá grund vallartölunni 28084 Frá framkvæmdanefndinni Myndin sýnir Hallgrímskirkju á næstu tveim árum. í Reykjavík. Þverstrikið sýnir turnhæð þá, sem áformað er að byggjíj, Hallgrím: fullbygg m UNDANFARIÐ hefur verið unnið af kappi við Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Unnið er eftir ný- gerðri framkvæmdaáætlun Teikni- stofu Húsameistara ríkisins og Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen. Samkvæmt þeirri áætlun verður neðsti hluti allrar turn- Olíufélagið h.f. fær nýjan olíubát: Stálvík smíðar 170 tonna stálfiskiskip Olíufélaginu h.f. var í gær af-! hentur nýr bátur, Lágafell, sem er smíðaður í Stál'vík h.f. í Garðahreppi, og er annar bátur sömu tegundar og stærðar, sein þetta nýja fyrirtæki hefur byggt Innan skamms verður Iagður kjölur að nýju stálfiskiskipi í Stál vík, 170 tonna skip fyrir Hraðfrysti húsið Jökla í Keflavík, en það verður jafnframt stærsta stálfiski, skip, sem byggt hefur verið á ís- landi. Reykjavík verður heimahöfn Lágafells, en hlutverk þess verður fyrst og fremst, að afgreiða gas- olíu til viðskiptavina Olíufélags- ins, sem stunda síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi á sumrinu. Ennfremur getur báturinn afgreitt smurningsolíu og neyzluvatn til skipanna, þegar þess þarf með. , Fyírrji hluta verfíðarinnar er ! gert ráð fyrir, að báturinn verði staðsettur fyrir Norðurlandi, en að hann muni síðar fara til Seyð- isfjarðar Olíufélagið vill með þessu auka þá þjónustu, sem það veitir með Bláfelli og Haskell. Síld I veiðiskipin losna við með þessu, að sigla til hafnar til að taka olíu. Lágafell er búið öllum nauðsyn Framh. á 11. síðu. byggingarinnar reistur á næstu tveim árum, en gólfflötur þeirrar byggingar er um 610 fermetrar eða þrefalt meiri en í kapellu kirkj unnar sem verið hefur í notkun undanfarin 15 ár. Við framhaldsbyggingu sjálfs kirkjuskipsins kemur að því, að kapellan raskist og verður ónot- hæf til guðsþjónustu halds. Er því ákveðið, að fullgera í hinni vænt- anlegu turnbyggingu nýtt húsnæði fyrir Hallgrímssöfnuð, sem leyst getur kapelluna af hólmi, þegar þar að kemur. Auk þess verður þarna innréttað félagsheimili fyrir söfnuðinn og skrifstofur fyrir söfnuðinn og sóknarprestana. Húsameistari ríkisins og verk- fræðingur kirkjunnar hafa gert heildaráætlun um byggingu kirkj- unnar í áföngum næstu 11 árin, þannig, að hún geti orðið fullgerð á 300. ártíð séra Hallgríms Péturs sonar árið 1974. i Ýmsir möguleikar eru nú kann- aðir á því að tryggja árlega nægi- legt fjárframlag til framkvæmd- anna til þess að hægt verði að vinna eftir hinni nýgerðu áætl- un að því að Hallgrímskirkja verði fullsmíðuð 1974 Hallgrímskirkju í Reykjavík hafa borizt margar góðar gjafir undanfarið. Kvenfélag Hallgríms- kirkju gaf 150.000 krónur í tilefnl af 20 ára starfsemi féíagsins. 0’ nefnd kona gaf 10.000 krónur 1 minningargjöf um 100 ára afmæll foreldra sinna. Oddný Ólafsdóttír, I Hverfisgötu 92B, Reykjavík, galf kirkjunni 10.000 krónur til minn > ingar um foreldra hennar, Önma Guðbrandsdóttur og Ólaf Jónsson, Þá hefur gjaldkera kirkjunnar ný- verið borizt sem gjafir og áheii 11.828 krónur frá 40 gefendum. Hallgrímskirkju liefur á þessu árl verið úthlutað af borgarfé úi* Kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkui* 450.000 krónum. Ósamið hjá trésmiðum Samningafundur Trésmiffa félags Reykjavíkur og at- vinnurekenda var haldinn í fyrrakvöld, mánudagsévöld. Fundurinn hófst kl. 21.30 og stóð til kl. 2.30 um nóttina. Samkomulag náðist ekki. Annar samningafundur hef ur verið boðaður í kvöid kl. 20.30 ALÞÝÐUBIAÐIÐ — 17. júlí 1963 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.