Alþýðublaðið - 19.07.1963, Side 2
£23avjorsr: Giili J. ABXpörssor ('--t*' w» ocnedlkt Gröndal.—AOstoOarrltstjón
apdrgvto GuCmundsson - Fréttastjórl: Slgvaldl HJálmarsson. — Blmar
M900 14 iOJ — 14 903. Auglýslngasíml: 14 906 — AOsetur: AlþýBuhúslO.
Pren smií'ja A!>íOublaOstns, Hverflsgötu 8-10 — Askrtítargjald kr. 65.00
t acanufi. T liisaríilu kr. 4 00 eint. Utgefandl- AlbýSuflokturina
Rödd úr austri
j UM ÞETTA LEYTI SUMARS halda kommún-
istar í Austur-Þýzkalandi mikla áróðurshátíð í
Rostock, sem þeir nefna „Eystrasaltsviku”. Enda
þótt ísland sé allfjarri Eystrasalti, er því ætluð
þátttaka, og hafa hérlendir kommúnistar dyggi-
lega safnað liði til austurgöngu sumar eftir sumar.
Einn liður hátíðarinnar er jafnan „Verkamanna-
þing Eystrasaltslanda” og einnig þar hafa íslenzk-
ir kommúnistar mætt. Á slíku þingi 1961 flutti
Rudi Speckiens, háttsettur ráðamaður í SED,
austurþýzka kommúnistaxlokknum, ræðu, þar
sem ísland kom við sögu. Hann sagði meðal annars:
„Reynsla okkar af stéttabaráttunni, af hinum
aniklu verkföllum til dæmis í Danmörku og á ís-
landi, kennir okkur, að við sigrum ávallt, þegar
við stöndum sameinaðir og einbeittir. Með verka-
mannaþingum í Eystrasaltslöndum, einnig í Dan-
rmörku og á íslandi, höfum við konaizt langt í að
feyggja UPP samstöðu verkalýðsstéttarinnar og
verkalýðsfélaganna í baráttunni. Nú ríður á að
við herðum sóknina, a;ð við með yfirlýsingum og
mótmælaaðgerðum styðjum baráttuna fyrir friðar-
samningum við Þýzkaland, og að milljónirnar í
fylkingu verkalýðsstéttanna berjist á móti hinni
i litlu klíku hernaðarsinna og NATO-herforingja.”
I umræðum, sem fram fóru á eftir þessari ræðu,
tók til máls íslenzkur kommúnisti og lýsti mót-
mælagöngum til bandarísku bækistöðvarinnar í
Keflavík.
. Þessi ræða hins háttsetta, austurþýzka komm-
únistaforingja sýnir Ijóslega, að hann lííur á verk-
föll á íslandi sem lið í hinni alþjóðlegu baráttu
kommúnisía fyrir viðurkenningu Austur-Þýzka-
lands og gegn samtökum lýðræðisríkjanna. Hann
nefndi ekki einu orði, að vegna dýrtíðar hafi ís-
lenzku verkalýðsfélögin krafizt kauphækkunar til
að verja kjör fólksins, eins og kommúnistar segja
hér heima og fólkið í verkalýðsfélögum okkar hef-
ur fyrir satt. í augum Speckiens eru „hin miklu
verkföll” á íslandi aðeins þáttur í hinni alþjóðlegu
stéttabaráttu, liður í sókn kommúnismans.
Fulltrúar íslenzkra kommúnista virðast ekki hafa
séð ástæðu til að leiðrétta þennan skilning foringj-
ans.Þeir bættu gráu ofan á svart og lýstu mótmæla
göngum hernámsandstæðinga, manna eins og
Gils Guðmundssonar og Sigurvins Einarssonar,
sem enn einum lið í sókn kommúnismans!
! Það skyldi þó ekki vera, að undir niðri séu leið-
togar íslenzkra kommúnista sammála Speokiens?
Þeir skyldu þó ekki líta á verkföll, sem þeir oftast
stjórna sjálfir, sem lið í valdabaráttu hins alþjóð-
lega kommúnisma og annað ekki?
HANNES Á
NÆSTUM ALLIR, sem hafa tek
ið til máls um kjaramál opinberra
starfsmanna, hafa, látið ánægrju
sína í ljós. Fáir hafa bent á það
að allt stefnir að því að breikka
bifið milli stéttanna. Það er mál út
af fyrir sig. Ég fékk bréf i gær um
þessi mál og fer það hér á eftir. í
sambandi við það, sem bréfritari
segir um tryggingarnar, skal ég
benda á, að telja má víst, að strax
þegar alþingi kemur saman í haust
verði lagt fram þar frumvarp um
hækkun all'ra bóta og muni hækk-
unin verða greidd frá 1. júní s.l.
Hækkun bóta verður að samþykkj-
ast á alþingi--Aðrar athugasemd
ir þarf ég ekki að gera við bréfið.
„ÞRJÁTÍU ÁRA misrétti leið-
rétt,“ sagði fjármálaráðherra í
blaði eftir að kjaradómur hafði
ákveðið laun opinberra starfs-
manna og blöðin okkar eru flest
ánægð með kauphækkanirnar og
„leiðréttingarnar" Gott er þegar
flestir eru ánægðir. En margir eru
þeir þó, sem ekki eru ánægðir eftir
dóminn og er ég einn af þeim.
Ekki tekur dómur þessi til minni
tekna, en gæti þó verkað þannig
að hann takj eitthvað frá mér
og mínum líkum og mörgum öðr-
um.
ÞEGAR NÚVERANDI ríkis-
stjórn tók við, ætlaði hún að
halda vísitölunni í skefjum og
hefur gert margar virðingarverðar
tilraunir í þá átt, en stjómarand-
staðan hefur janfan torveldað það.
En þannig hafa verið viðbrögð
stjórnarandstæðinga undanfarna
áratugi. Enginn þeirra getur stað-
ið álengdar og sagt: Sýkn er eg.
Dýrtíðardraugurinn hefur magn-
azt og nú virðist liann, eftir kjara-
dóminn hafa fengið kjarnafæðu Nú
fá opinberir starfsmenn launabæt-
ur, flest verkalýðsfélög hafa og
fengið l¥z% hækkun og önnur,
munu í tilferð. En hverjir fá þá
ekki launabætur og frá liverj-
um er tekið þegar skrúfan held-
ur áfram? Gera menn sér almennt
grein fyrir því?
NOKKUR ÞÚSUND MANNA
hér á þessu landi njóta elli- eða
örorkulauna og ýmsra styrkja,
þeirra hlutur minnkar jafnt og
þétt eftir því sem aðrir fá meira.
Hér eru tugir, ef ekki hundruð
milljóna króna, sem gefnar hafa
verið í góðfeerðarskyni, margir
þeirra hafa liaft göfugt lilutverk
að vinna, t.d. styrkt þá, sem erf-
iða eiga afkomu, unga menn til
náms o.m.fl. Ekki vex gildi þess-
ara sjóða eftir því sem dýrtíðar-
púkinn fitnar. Hvað svo með
spariféð? Hverjir eiga sparifé það,
sem bankar og sparisjóðar geyma?
Eru það hinir ríku menn, sem það
fé eiga?
ÉG IIYGG að spariféð, sem okk-
ur er sagt af vitrum landsfeðrum
að nauðsynlegt sé að vaxi með
ári hverju, og mun það rétt vera,
sé að miklu leyti eign þeirra, sem
hafa verið ráðdeildarsamir á
langri ævi, eign bama, sjóða,
ýmsrá opinberra stofnana, sem
aftur hafa þarft verk að vinna.
Sem sagt, ég meina að spariféð sé
síður eign þeirra stórrfku, sem
svo nota það sem lán frá pen-
ingastofnunum til alls konar at-
vinnurekstrar og verzlunarstarf-
semi. Þeir, sem ríkir eru munu
festa fé sitt í fasteignum og öðru
því, sem dýrtíðardraugurinn klipp
••£- Kauphækkanimar og áhrif þsirra.
^ Breikkað bil milli stétta.
Hyenær hækka tryggingarnar?
Springur dýrtíðarpúkinn?
ir ekki af, heldur eykur gildi
þeirra meira en krónan minnkar
M.ö.o. eftir því sem aðrir fá bætt
kjör sín, er öll sparisjóðseign rýrð
að sama skapi. Þannig launar þá
þjóðfélagið ráðdeildarmönnunum.
Það er tilfærsla á eignum frá
þeim, sem sízt rnega missa til
hinna, sem miklu færari eru um
að bjarga sér og sínum.
ÞAÐ ER HÖRMULEGT til
þess að vita, að t.d. sú löggjöf, sem
ég tel merkasta í eðli sínu, trygg-
ingarlöggjöfin, skuli nú vera rýrð
og gerð minna verkandi en áður.
Það er líka illt til þess að vita, að
þær tilraunir, sem núverandi rík
isstjórn hefur gert til þess að
tryggja þegnum þjóðfélagsins
meira öryggi á ýmsa vegu, aukið
álit útlendinga á gjaldmiðli okkar
skapað hér á landi meira atvinnu-
örj'ggi en nokkurn tímann hefur
áður þekkzt á íslandi, skuli nú
vera í bráðri hættu vegna fyrirsjá
anlegrar aukinnar dýrtíðar og
minnkandi verðgildið krónunnar.
RÍKISSTJÓRNIN hefur marg-
lýst því yfir, að hún vilji rétta
hlut þeirra, sem minnst hafa á
milli handa, en þegar einhver sem
lítið fær, fær aukin laun, þá er það
segin saga að allir eða flestir, sem
meiri laun taka, vilja þá fá lílca
meira og þá oft hlutfallslega meira
en hinir lægst launuðu fengu. Nú
halda menn ef til vill að liér sé
verið að deila á að opinberir
starfsmenn hafi fengið launahækk
un, síður en svo, en mér finnst,
og það finnst mörgum, sem ég hef
rætt við, að þeir liinir hæst laun-
uðu og eins sumir flokkar þar
fyrir neðan hafi fengið óhóflega
hækkun. Það er nokkuð stór bóp-
ur, sem hefur fengið eða fær nær
20 þús. kr. laun á mánuði. Þa3
finnst mér ofrausn. Og ég verð að
segja það, að mér finnst kjaradóm-
urinn hafa verið nokkuð flott f
sínum ákvörðunum, og ekki skoð
-að hvað á eftir kemur.
ÞAÐ ER SJÁLFSAGT að greiða
þeim betur, sem hafa langt skóla-
nám að baki sér og gegna ábyrgðar
miklum stöðum í þjóðfélaginu, en
að virða þekkingu þeirra og skóla-
menntun þrisvar til f jórum sinnum
meir en hinna, sem ekki hafa set-
ið langtímum saman á skólabekk
eða komizt hátt í stöður hjá rík-
inu, jafnvel þótt eigi sé um lang-
skólagengna menn að ræða, það
finnst mér fyrir neðan allar hell-
ur. Það er að hegna þcim beinlín-
is, sem vinna verk, sem yfirleitt
| fáir sækjast eftir nú til dags, en
þó nauðsynlegt að séu unnin, alveg
eins og hin verkin, sem þinir lang
skólagengnu menn vinna.
ÉG VEIT að komandi mánuðir
munu verða kröfumánuðir hinna
ýms.u stétta þjóðfélagsins. Bæjar-
starfsmenn munu eðlilega vilja
sitja við sama borð og ríkisstarfs-
mennirnir við hliðstæð störf. Það
verður álitleg fúlga, sem bæirnir
verða að greiða í hækkuðum laun
um á næstunm. 19 til 20 þús. kr.
mánaðarlaunin eru miðuð við 8
i stunda vinnudag, en þau munu
j Framh. af II. síðu
HeilcEverzlun j
PÉTURS PÉTURSSONAR
Hafnarstræti 4. — Símar 190-62 og 112-19.
£ 19. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ