Alþýðublaðið - 19.07.1963, Page 3
ISÝR
DAMASKUS, 18. júlí (NTB-Reut
er)AFP). Siai'ah el-Bitar, forsæt
isráðherra Sýrlands, skýrði frá því
í dag, að ((lraun til býltingar
gegn sijórn Sýrlands hefði verið
bæld niður. Hann kvað sökudólg
ana hafa verið handtekua en þeic
voru vinveittir Nasser.
Jafnframt tilkynnti Damaskus-
útvarpið, að bylting liefði verið
bæi'd niður. Ekki var skýrt nánar
frá byltingunni.
Að sögn AFP gerðu liðsforingj-
ar úr hernum byltingartilraunine.
Liðsforingjarnir höfðu orðið óró-
legir vegna þess að sýrlenzk
sendinefnd átti að halda tii’ Kairó
til þess að halda áfram viðræðum
um stofnun arabísks sambandslýð
veldis. Þar átti. að finna samkomu
Landamæra-
þræta til
lykta leidd
Washington, 18. júlí (NTB).
Kcnnedy Bandaríkjaforseti til-
kynnti á fimmtudagskvöld, að inn-
an skamms yrði hálfrar aldar landa
mæradeila Bandaríkjanna og Mexi
kó leidd til fykta. Gengið hefur
verið frá samningi milli utanrík
isráðuneyta beggja landanna og
fallast Bandaríkin á, að láta ,if
hen(di nokkurt lndssvæði til'
Mexikó.
lag þar sem tekið yrði jafnt tillit
til egypzkra sem sýrlenzkra hags-
muna.
Því er haldið fram, að liðsforingj
arnir hafi viljað mótmæla því, að
viðræðurnar yrðu teknar upp að
nýju.
Sagt var í Damaskus, að Atassi
forseti og Bitar forsætisráðherra
verði fyrir sýrlenzku sendinefnd-
inni. Bita hefur dvalizt í Bagdad
og rætt við íraska stjórnmálamenn
í því skyni að samræma v.'ðhorf
íraksmanna og Sýrlendinga í 7>ð
ræðunum við egypzku stjórnina.
Byltingartilraunin í dag er hin
þriðja sem gerð er í Sýrlandi síð
an í septemberl961 þegar Sýrland
; sagði sig úr Arabíska sambands-
lýðveldinu. Reynt hefur verið að
hamla gegn auknum áhrifum
Egypta og hörð barótta háð um
I völdin.
Valdabaráttan hefur verið eink-
j um háð af mönnum, sem eru hand-
gehgnir Zial el Hariri. Hann var
hinn „sterki maður“ Sýrlands eft
ir byltinguna, sem gerð var í
marz sl. Fyrir tíu dögum var hann
sviptur öllum störfum, en hers-
höfðinginn var landvarnaróðherra
Hann dvelst nú í París.
Að undanförnu hafa verið mikl
ar deilur með Nassersinnum og
Baath-flokknum, sem Bitar for-
sætisráðherra tilheyrir. Hariri nýt
ur mikilla vinsælda, og þessar vin
sældir reyndi Baath-flokkurinn að
mlnnka. Hershöfðinginn reyndi
einnig að minnka völd flokksins
og þess vegna var hann látinn
víkja.
í byltingunni í marz voru Kudsi
forseti og forsætisráðherr un
sviptir völdum og byltingar"áði
komið á fót. Atassa varð forseti
og Bitar, einn af stofnendum
Baath-flokksins, forsætisráðherra:
17. apríl sl. var undirritaður
samningur um stofnun sambands-
ríkis Egyptalands, Sýrland* og ír-
aks. í maíbyrjun sögðu margir.ráð-
herrar, sem fylgja Nasser a, mál-
um, af sér. Bitar sagði einnig af
sér, en þegar hverjum stjórnmála
manninum af öðrum mistókst
stjórnarmyndun, tók hann aftur
við' störfum forsætisráðherra
npkkrum vikum síðar. Margar frétt
i hafa borizt af valdabaráttu Nass
edsinna og Baath-flokksins undan-
farna mánuði.
ÞETTA er ein af ungfrún-
um, sem hafa borið vitni í
Profumo-málinu, þ. e. í rann
sókn í máli læknisins Step-
hen Ward, sem hefur verið
sakaður um að hafa skipu-
lagt símavændi. Þessi stúlka
heitir Ronna Ricardo, fyrr-
verandi dansmey í nætur-
klúbb I París.
Harðir bardagar í
Laos og Vietnam
AMSÆRI
MANNKYNINU
VIENTIANE, 18. júlí (NTB-
Reutcr). Pathet-Lao-hersveitir,
sem voru allsnarpir, stóðu í þrjá
um, og Vietminh-hermenn gerðu
árás á Kong Laes liershöfðingja á
Krukkusi'éttu í dag. Frá þessu var
skýrt í Vientianei Bardqgarmir,
sem voru allsnarpir, stóðu í þrjá
klukkutíma.
Tilkynning frá skrifstofu forsæt
isráðherrans segir, að árásirnai
hafi verið mjög krötugar og um
fangsmiklar. Nefnd voru nokkur
þorp, sem á hefur verið ráðizt,
og mynda þau 13 km. langa víglínu.
Fyrir tveim dögum sakaði Pathet
Lao-hreyfingin afturhaldssinm og
hlutleysissinna um að hafa gert
skotárás á þrjú þorp á Krukku-
sléttu marga daga í röð.
Því er haldið fram, að mikið
mannfall hafi orðið í liði Pathet
Lao í bardögum þessum. Einnig
var því haldið fram, að lierflokkar
úr Vietminh-hreyfingunni frá ná
grannaríkinu Norður-Vietnam, þar
sem kommúnistar háða, hefðu tek
ið þátt í bardögunum.
Síðari fréttir frá stjórnarher-
sveitunum herma, að áhlaupi Pat-
het Lao hafi verið hrundið eftir
harða bardaga, sem stóðu í þrjár
klukkustundir. Með árásinni
reyndu hermenn Pathet Lao að ná
nokkrum hernaðarlega mikilvæg
um stöðum á sitt vald.
í marga mánuði hafa stjórn-
málahreyfingar í Laos átt í bar-
dögum.
Frá Saigon er tilkynnt, að þrír
bandarískir liðsforingjar hafi fall
ið í bardögum við skæruhermenn
kommúnista í Vietnam, 115 km.
fyrir norðan Saigon, Alls liafa 24
Bandaríkjamenn fallið þarna und
í an farið.
Moskva, 18. júlí (NTB).
Þríveldafundinnm i Moskvu um
kjarnorkubann var haldið áfram I
dag. Fundurinn stóð aðeins í hálf-
an annan klukkutima og hófst auk
þess allmiklu seinna en vera átti. j
Harriman, fulltrúi Bandaríkjanna !
og Ilailsham, lávarður fuUtrúi (
Breta, áttu fund með sér í dag.
V'
New York, 18. júlí
(NTB - Reuter)
Blaðið „New York Herald Tri”
bune” hélt þvi fram í dag, að
stefna kínverska alþýðulýðveldis-
ins væri svo villimannsleg og
hræðileg, að aldrei áður hefði átt
sér stað eins stórfellt samsæri
gegn mannkyninu.
Blaðið sagði, að Kínverjar vildu
hrinda Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum út í kjarnorkustyrjöld,
sem leggja mundi mikinn hluta
heimsins í auðn. Nú sé orðið auð-
vcldar að skilja reiði Kínverja út
í tillögu Rússa um friðsamlega
sambúð við Bandaríkin, þar eð
hún mundi breyta fyrirætlunum
Kínverja.
En það er einmitt þess vegna
sem Rússar verða að halda áfram
að framfylgja þessari stefnu og
það er af þessari ástæðu, sem
friðsamlegu sambúð. Fyrsti próf-
steinninn á þessa stefnu verður
undirritun samnings um bann við
tilraunum með kjarnorkuvopn.
Bandarikin hafa fallizt á hina segir blaðið.
Landamæri
opnuðáný
RÓM, 18. júlí (NTB-Reuter).
Rúm'ega ein milljón byggingar
verkamanna á Ítalíu lögðu niður
vinnu í dag. ÖIÍ verkalýðsfé’.ög
styðja kröfur þe'rra, án tillits til
st jórnm álaskoðana.
í Frakklandi gerðu flugvallar-
starfsmenn verkfall í dag og lam
aðist öll flugumferð í landinu.
Paris, 18. júlí
(NTB - AFP)
YFIRVÖLDIN í Marokkó opnuðu
landamæri Marokkó og Alsír í dag.
Lögreglan sleppti nokkrum vinstri
sinnuðum stjórnmálamönnum,
sem hafa verið yfirheyrðir, úr
haldi.
Ritsímasamband og símasam-
band var hins vegar ekki opnað í
dag. Yfirvöldin lokuðu landamær-
unum í gær eftir að uppvíst liafði
orðið um samsæri gegn ríkinu.
Formælendur stjórnarinnar
vilja ekki láta uppskátt um hvers
konar samsæri hér hafi verið um
að ræða. Vinstriblaðið „A1 Tahir”
hermdi í dag, að 185 menn úr
framkvæmdastjórn þjóðarflokks-
ins væru í fangelsi. Þar af eru 21
þingmaður, sem handteknir voru
eftir fund í Casablanca. Á fund-
inum var samþykkt að draga til
baka framboð flokksins í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum 20.
júl.
Stjórnarflokkurinn er stærsti
andkommúnistíski vinstri flokkur-
inn í Marokkó. Hann nýtur eink-
um fylgis meðal Araba í Casablan-
ca, Tangier og víðar. Foringi hans
er Mehdi Ben Barka, fyrrv. pró-
fessor í stærðfræði.
í þingkosningunum 17. maí sl.
fékk flokkúrinn 28 þingsæti, kon-
ungssinnaflokkurinn 69 og hinn
íhaldssami Istiqlal-flokkur 41 —
Þjóðþingið kemur saman í haust.
Ben Barka dvelst um þessar
mundir í Kaíró. í dag var þvi hald-
ið fram af hálfu fylgismanna Has-
sans konungs, að flokkurinn vildi
i koma á einræði í landinu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. júlí 1963 3