Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 7
 HIN SlOAN Mansöngur8nnf sem warð að dægurlagi í ATTA löngr ár bar Bob Taylor Iieita ást í brjósti til stúlkunnar i „húsinu hinum mcgin við göt- ima“. Hún var ung, aðeins nokkr um árum eldri cn Bob og hét Lue ille Clucas. Bob sendi henni ótal ástabréf og fór ekki dult með að- dáun sína. Hann orti henni líka löng og rómantízk ljóð. Og klukku- stundum saman sat hann við glugg ann á heimili sínu í Brokke Aven- ue, Uppermill, Lancashire til þess að sjá, hvort stúlkunni í „húsinu 18 ARA PILTUR í Nevada í Bandaríkjunum, Thomas Lee Be- an, hefur vcrið sekur fundinn um villimannlegt morð á 24 ára gam- alli skíðakonu Sonju McCaskie. Sonja McCaskie er víðkunn innan Bandaríkjanna vegna afreka sinna á sviði skiðaíþróttarinnar og hefur ineðal annars tekið þátt í Olympíu leikjum. Thomas Lee Bean myrti og lim- Iesti fórnarlamb sitt á hrylIUegasta hátt með hnífi. Hann virtist sljór og hræddur, þegar dauðadómurinn var lesinn yfir honum. Verður hann að líkindum tekinn af Hfi i gas- klefanum innan skamms. hinum megin við götuna" brygði ekki fyrir. En vesalings Bob Taylor var ó- hamingjusamur elskhugi. Ast hans bar engan verulegan árangur fyrr en núna nýlega, — og þá annan ár angur en Bob hafði búizt við í september næstkomandi verður nefnilega gefið út á plötu eitt af ástarljóðum Bobs til Lucille sinn- ar. Upptakan hefur þegar farið fram og tekizt vel, l'agið nefnist „The space in my heart for you“, og er sungiö af The Rebels. Þegar frétt þessi flaug, hringdi eitt Lundúnablaðanna í Lucille og spurði hana, hvað hún vildi segja um þetta. „Æ ég er að verða brjáí- uð út af allri þessari endemis vit- leysu, sag'ði hún og var hin önug asta. Mig langar ekkert að heyra þetta lag. Og ég vil ekki heyra meira um þennan mann (þ. e. Bob)“. Æviminningar Adenauers ADENAUER kanzlari, sem nú er 87 ára, er byrjaður að skrifa drög að æviminningum sínum, sem ekki er að efa að verða gagnmerkar og fróðlegar. Kanzlarinn hefur engar dagbækur til að styðjast við, þar sem hann hefur ekki mátt vera að þv£ að rita þær á annasamri ævi. Hins vegar á Adenauer í fórum sín um ótal minnismiða með nöfnum þess fólks, sem hann hefur veitt á- heyrn og átt samræður við. — Mér nægir, segir dr. Adenau- er, að líta á seðlasafnið mitt og við hin ótal nöfn eru atvik tengd í huga mér, sem mér veitist létt að rifja upp. Af því einu að sjá nöfn manna man ég samtölin, sem ég átti við þá næstum orði til orðs. ENN UM CAROLINE í FJÖLMÖRGUM bandarískum dagblöðunum er byrjuð ný teikni- myndasería þar sem aðalpersónan er Caroline litla dóttir Kennedys forseta. Er hún í gamansömum dúr og fléttað inn í hana bröndur- um, sem snerta forsetafjölskyld- una. Skipastóll heimsins MESTU siglingaþjóðir heims nú miðað við skipastól eru þessar taldar í réttri röð: 1) Bandaríkin (2733 skip samtals 31 106 000 tonn (dw). 2) Bretland (2290 skip 26 246 000 tonn) 3) Noregur (1396 skip 18 686 000 tonn). 4) Líbería (806 skip 17 230 000 tonn) 5) Japan (1224 sldp 11 948 000 tonn) 6) Grikkland (779 skip 9751 000 tonn). 7) Ítalía (632 skip 6 742 000 tonn). 8) Vestur-Þýzkaland (883 skip 6 666 000 tonn). 9 Frakkland (634 skip 6 409 000 tonn). 10) Holland (555 skip 5 759 000 tonn). 11) Panama (485 skip 5 759 000 tonn). 12. Svíþjóð (558 skip 5 697 000 tonn). Slósf v/ð kengúru ÞRJÁTÍU ára gamall bóndi frá Mansfield nálægt Melboume £ Ástralm, Lance Oliver að nafni, háði nýverið harðan bardaga við kengúru. Bardaginn átti sér stað skammt frá búgarði Olivers, 200 kilómetra frá borginni Melbourne, og ástæð- an tíl hans var sú að hundur OIi- vers hafði áreitt hjörð af kengúr- um. Gamalt karldýr 2,38 m. á hæð og 86,2 kg. á þyngd réðist á Oli- ,ver, sem sat á hestbaki, hratt hon- um af hestinum og gaf honum svo vel útilátin högg með sinum sterku afturfótum að föt hans rifn uðu i tætlur. Oliver, sem er 1.75 á hæð og veg ur 73 kíló tók skepnuna nú glímu tökum og reyndi að koma henni undir, hvað gekk ekki sem bezt. Loks ultu þó bardagaaðiiarnir nið- ur í lækjarfarveg einn, þar sem Oliver tókst að gripa steinlinull- ung og slá lionum svo kirfilega í höfuð skeppnunnar að hún átti ekki lengri lífdaga auðið. Illyrtum refsoð LOUIS WINIARSKI, 46 ára gam all maður í Mount Glemens í Michingan i Bandaríkjunum, hef- ur verið dæmdur til þeirrar ein- kennilegu refsingar að þvo munn sinn opinberlega með sterku sápu vatni. Francis Castellocci lagði refs- | ingu þessa á Winiarski af því að jhann hafði gert sig sekan um að vera kjaftfor við konur og börn. HIN SlÐAN SPILADI POKER VIÐ IVANOV SYLVIA SUCHENEK 22 ára gömul tékknesk fyrirsæta er nýjasta vitnið gegn dr. Ward, hórumangaranum brezka. Stúlka þessi kom til Lundúna frá Rómarborg í maímánuði og komst skjótt í kynni við dr. Ward eftir krókaleiðum. Fyrir tilstilli dr. Wards kynntist ungfrú Suchenek sovézka sendiráðsstarfsmanninum Evgjenij Ivanov, sem átti vingott við Christine Keeler á sama tíma og hún stóð í sambandi við Profumo hermálaráðherra. - Ungfrú Suchenek hefur skýrt frá því, að henni hafi bcrizt til eyrna ávæningur af því, að Ivanov sé ekki lengur á lífi. „Ég er mjög hrygg yfir því, að Ivanov skuli vera látinn, sagði ungfrú Suchenek. Við vorum góðir vinir og spiluðum oft sam- an póker“. Þriðjudagur 23. júlí 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 830 Fréttir. —- 8.35 Tónl. — 10.00 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veð- urfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. Tónlistarefni). 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Vcðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Eileen Farrell syngur „Wesendonck-söngva" eftir- Wagner, við undirleik Fílharmoníusveitar New York borgar undir stjórn Leonards Berstein. 20.20 Frá Japan; II. erindi: Haldið frá Tókió til Kobe (Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur). 20.45 Tónleikar: Tríó í a-moll fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu eftir Artur Rubinstein. (Jascha Heifetz og Gregor Piatigorsky leika). 21.10 „Alþýðuheimilið", bókarkafli eftir Guðrúnu Jacobsen (Brynj- ólfur Jóhannesson leikari). 21.30 Ný íslenzk tónlist: Píanósónata eftir Leif Þórarinsson; —- frumflutt (Rögnvaldur Sigurjónsson leikur). 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Gerður Guðmundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. júlí 1963 'f QIGAJElUGÝdJA E&P ih'ij Ú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.