Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 2
•jtuear: uMb J. ABtporssor (fib,1 os uenedlKt tironaai.—AOstoOamt»tjcr> QwwnB UuCmundssoii Fréttastjórl: Slgvaldt Hjélmarsson. - Simar t* vuu 14 jOJ - 14 003. Auglýslngasiml: 14 906 — ASsetur: AlþýSuhúsi’o Ten smirja AlþýðublaOs-. ns, Hverfisgötu 8-10 - Askriftargjald kr. 65.00 aaeiuMk * <u.uaiilu kx 4 00 eint. Ctgefandi' AibýSuflokkurltia BYGGINGAFÉLÖG í SKÝRSLU norska húsbankast j órans Johans Hoffmans er bent á marga galla, sem eru á núver- andi lánafyrirkomulagi til íbúðabygginga hér á landi. Bendir hann meðal annars á, að hæpið sé að láta menn sækja um lán fyrir hverja einstaka íbúð, þegar margar eru í sama húsi. Telur hann, að veita eigi lán út á húsið í heild, helzt áður en byrjað er á byggingunni. Telur hann, að fjárhagsáætlun fyr- ir framkvæmdina ætti að fylgja lánsumsókn og yf- irvöldin þannig að geta haft áhrif á byggingar hætti: í þessu sambandi ræðir Hoffman um bygg- ingafélög. Hefur hann komið auga á, að samvinnu- byggingafélög hafa á síðari árum farið inn á hæpn ar brautir og ekki allskostar gegnt því hlutverki, sem þeim er ætlað. Menn geta 'gengið í þessi félög og fengið hlunnindi þeirra, en síðan byggt sína eig- in íbúð út af fyrir sig, oft með kjallara eða risi til að leigja. Hins vegar ættu félögin að byggja sjálf hentugar íbúðir í stórum stíl. Hoffman telur, að byggingafélög verkamanna séu skynsamlegast skipulögð af þeim byggingafélög um, sem nú starfa á íslandi. Þau hafa einmitt starf að sjálf að byggingum og reist heilar blokkir af hentugum íbúðum, eins ódýrum og unnt er. Þann- ig hafa þessi félög eflt þá byggingastarfsemi, sem nauðsynlegust er. Vafalaust er nauðsynlegt að endursikoða skipu lag byggingafélaga hér á landi, og mætti, eins og Hoffman bendir á, mikið læra af reynslu manna á hinum Norðurlöndunum í þeim efnum. KJARNORKUBANN FREGNIR frá Moskvu benda í vaxandi mæli til þess, að vænta megi samkomulags um bann við tilraunum með kjarnorkusprengingar. Mundi það verða veigamesti árangur, sem náðst hefur í sam- komulagsátt milli stórveldanna, síðan kalda stríð- ið hófst. Bæði Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin gera sér Ijóst, hvílík hætta mundi samfara því, ef marg- ar fleiri þjóðir kæmu sér uþp kjarnorkuvopnum. Bann við tilraunum mundi stuðla mjög að því, að kjarnorkuþjóðum f jölgaði ekki. Tvenns konar bann kemur til greina. Annað er takmarkað við sprengingar í háloftum, neðanjarð- ar og neðansjávar, og munu íslendingar sérstak- lega fagna því, að sprengingar neðansjávar verða bannaðar. Hitt er algert bann við hvers konar til- raunum, og væri mun meira vit í því. o ALliUR TILKOSTNAÐUR er ofsalega hár hér á lanði. Nú kost- ar fæSi fyrir hjón um sólarhringr- inn í gististöðmn allt að 400 krón- um, eða 4000 krónur í tíu daga. Þetta er ofsalegt verð, en hvað skal segja. AUt er orðið svo kostn- aðarsamt, að fólk getur varla átt- að sig á því. Ég hef talað við menn, sem segjast ekki kunna orðið að verðleggja störf sem þeir vihna í ígripum. Þeir hanga enn í sama gjaldi og þeir kröfðust fyrir þrem ur árum. KONA SAGÐI MÉR, að hún hefði komið í matvöruverzlun og séð kálhaus ef haus skyldi kalla. Hann kostaði 18 krónur. „Hvað var hann stór?“ spurði ég. „Hann var svona álíka stór og hnefi á tveggja ára gömlu barni”, sagði h;n. — Já, dýrt er drottins orðið, en grænmeti er alltaf dýrt fyrst þegar það kemur síðla sumars. Annað bréf fékk ég um þetta og það fer hér á eftir? NEYTANDI RITAR: „Ég er sjúklingur og þarf að lifa á sér- stöku fæði og ein er sú fæðuteg- und, sem ég held mikið upp á og eru það tómatarnir. Nú kosta þeir í smásölu 45 kr. kílóið. Þeir inni- iiniiinnifM -Jr Allt hækkar í verði. Matur á gistihúsum. Nýtt grænmeti í búðum. it Margir orðnir algerlega áttaviltir. • ii ii. .iiini iiiiimiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiniiiii»inii»i»»»»i»iniii»i»iiiiiiiiii«iiiin***>,‘,M,',,,,,,,,**,‘'**,«,,i>>ii»iiiiiiiiM í sumarteyfið Tjöld Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Suðuáhöld (Gas) ★ VERÐANDI H.F. halda A-B-C-vitamín og því mjög holl fæða. Appelsínur kosta nú 30 kr. sama magn og innihalda líkt af A- B- C-vitamíni, ekki minna, en auk þess D-vitamín að auki. Þegar ég fer í búðina og kaupi 2 kg. af tómötum get ég keypt 3 kg. af appelsinum fyrir sömu krónutölu og fengið ekki • lakari vitamínfæðu. NÚ SPYR ÉG í mesta sakleysi: Er verðið á þessari hollu og góðu fæðu, tómötunum ekki alltof liátt? Er framleiðslukostnaðurinn virki lega svona mikill? Er þessi vara háð verðlagseftirliti? Sé nú það, hefur þá verðlagseftirlitið gert skyldu sina? Hvað segja neytenda samtökin um þetta verðlag? ÉG KOM TIL KAUPMANNS fyrir nokkru. Sýndi hann mér 12 til 14 st. tómata, sem við grand- skoðuðum, nýkomnir í búðina. Voru aðeins einn eða tveir þeirra I. fl. var-a, hinir flestir III fl. vara, og kg. kostaði kr. 45,00. Það var orðtak vestra: Er þetta hægt Matthias? Ég held að flestir munu svara með neii. Hér er verðið spennt isvo hátt að furðu gegnir. Hér eftir meðan þetta okurv. er á tómötum, mun ég hætta að borða þá, en nota appelsínur í sama til- gangi og tómatana áður. Ég skal jafnframt upplýsa að ég hef alla tíð keypt íslenzka framleiðslu, en reynt að hafna þeirri erlendu, enda þótt einhver verðmunur væri. EN ÞEGAR VERÐH) er spennt svona hátt, þá brestur stirengur f boga þjóðrækni minnar. Ég vil með línum þessum vekja athygli á okurverði tómatanna, vitamín innihaldi þeirra, benda lesendum blaðsins á að appelsínurnar geta bætt upp vitamínin og meira en það, þegar hinir rándýru tómatar eru lagðir til hliðar, en auk þess miklu ódýrari vitamíngjafi. Þetta er leiðinleg saga, en alltaf er- bczt að segja hverja sögu eins og hún gengur". SKIPAllTGeRÖ RIKISINS Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 24. þ. m. Vörumót- taka til Hornafjarðar í dag. Plýlagnlr, kísil- hreinsun og viðgerðir Sími 18S22. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutníngsskrifstofa Óðlnsgötu 4. Sfml 11041. 1 1. til 8. september 1963 KAUPSTEFNAN í LEIPZIG Heimsfræg neyzluvörusýning. 6500 firmu frá 50 löndum sýna í 30 meginflokkum. Aðalmarkaður viðskipta austurs og vesturs. Stofnandi og meðlimur Sambands Alþjóðlegra Kaupstefna. Upplýsingar og kaupstefnuskírteini: KAUPSTEFNAN, REYKJAVÍK, Lækjargötu 6 A ög Pósthússtræti 13. Skírteini má einnig fá á landamærum Þýzka Alþýðuiýðveldisins. £ 23. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.