Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS Hún sagðist vera hræðilega önnum kafin, hún ætti að sækja nokkrar röntgenmyndir, — en hún gaf sér samt tíma til að spjalla við mig. Rósa, ertu búin að sjá auglýsinguna, sagði hún og. benti í áttina til augnlækn- ingadeildarinnar. Það er önmir eins frammi á aðalgang- inum. Eg var einmitt að dást að þessu. Þetta virðist æla að verða mikið ball. Þykir þér ekki leið- inlegt, að þú getur ekki farið? Ég sagðist ekki hafa tekið eft ir auglýsingunni og mig langaði alls ekkert til þess að fara. En ég skal koma með þér og sjár hvað á að gerast. Við fórum og litum á auglýs- inguna. Hún var ekki slóðaleg. Angela tautaði eitthvað, sem ég skildi ekki. — Þetta er stórglæsi legt, sagði ég, — og ef ég væri' ekki nemi á fyrsta ári, mundi ég hafa gleypt við boðinu. Mér þyk- ir ekkert skemmtilegra en að dansa, en ég hef enga löngun til að brjóta fleiri óskrifuð lög hér á þessu sjúkrahúsi. Ég hef gert meira en nóg af slíku. Og hvað kcmur mér það við, hverri Jake Warring hefur boðið með sér. |Ég hef yfirleitt engan áhuga á manninum! Hún svaraði ekki svo að ég sneri mér við. Þá komst ég að ■ raun um, að hún var þama ekki lengur. Ég leit líka kringum mig og gáði að henni, — hún stóð nokkuð frá, blóðrjóð í framan og talaði við deildarhjúkrunar- konu með alvarlegum svip. En þó.tt Angela hafi kannski verið rjóð varð ég þó ennþó blómlegri, þegar ég sá, hver stóð beint fyr- ir aftan mig og Ias auglýsinguna. Þar sem ég gat ekki látið sem ég sæi hann eklci, — stóð ég eins og negld niður. — Góðan dag, herra Warring, —- og svo óskaði ég þess, að upp eldi móður minnar sæti ekki svona í mér. Venjuleg kurteisi eins og barin er inn í böm, hæf- ir ekki á sjúkrahúsi. Hér hitti ung, kurteis kona ekki karl- menn, sem hún kannaðist við, heldur var hér um að að ræða vesælan nema á fyrsta ári, sem vogaði sér að ávarpa einn hátt- settasta manninn á sjúkrahúsinu. Og eftir svip yfirlæknisins að dæma hafði hann ekki gleymt því, að við vorum á St. Martins. — Góðan dag, systir Standing. Hann hélt áfram að lesa auglýs- inguna. Ég hikaði. Hann hlaut að hafa heyrt, það, sem ég. hafði ætlað Angelu að heyra. Ég velti því fyr ir mér, hvort ég ætti að biðja hana afsökunar, en ákvað að láta það vera, það gerði aðeins illt verra. Ég hélt í þess stað inn á deildina á ofsa hraða eins og Bennings sjálf væri á hælunum á mér. Og það var hún reyndar það, sem eftir var dagsins. En að- finnslur hennar fóru inn um ann að eyrað og út um hitt. Ég hafði um allt annað að hugsa þann daginn en aðfinnslur hennar. Ro- berts gladdi mig. Hann -var orð- inn hressari og skrafhreifnari. — 14 Ég var ekki upp á marga fiska, systir Standing, en herra Warr- ing er búinn að tala vlð mig einu sinni enn, að því er mér skilst. Hann segir, að ég ætti ekki að kenna mér nokkurs meins fram- ar. Og vitið þér, systir. — Ég finn, að hann hefur rétt fyrir sér. Ég er einhvem veginn styrk ari, þótt ég sé annars grútmátt- laus, — eins og sagt er. Ég var rétt að ljúka við að ganga frá í þvottaherberginu, þeg ar Bennings kom í eftirlitsferð. — Systir Standing. Kopparnir eru ennþá óhreinir. Gjörið þér svo vel og hreinsið þá strax. Hún strauk listann á skápn- um. Það kom ekkert ryk á fing- urinn, en hún hélt því fram, að það væru einhverjir blettir á mólningunni. Þér verðið að halda þessu hreinu. Svo fór hún að vaskinum.,.. Ef að þér láizð vaskaborðið vera svona blautt verða þvottaefnispakkarnir blaut ir að neðan . . . og hún tók upp einn — til þess að sýna fram á sannleiksgildi orða sinna, — en hún þurfti eklci að staðfesta orð sín með fleiri umvöndunarsetn- ingum, því að um leið og hún tók pakkann upp fór botninn úr honum og þvottaefnið fossaði nið ur. Ég stóð með stafla af kopp- um í fanginu. — Ó, mér þykir þetta mjög leitt, systir, sagði ég afsakandi . . . Ó, það hefur farið ofan á fæturna á yður. . . . Ég skal sækja klút og þurrka þetta upp . . . Ég horfði ekki á kopp- ana heldur á þvottaefnið á fót- unum á Bennings, svo að ég gætti mín ekki nógu vel. Koppahlaðinn hmndi niður í vaskinn. Vaskurin nvar fullur af heitu vatni, sem nú skvettist út á gólf og samlagaðist þvottaefn- inu á þann glæsileg?. íreyðandi hátt eins og sýnt var á auglýs- ingamyndinni utan á pakkanum og gólfið og fætumir á Benn- ings var í freyðibaði. Ég stóð grafkyrr, ég vissi ekki, hvort ég ætti að gráta eða hlægja. Benn- ings var æfareið, — en hún missti líka málið Hún stundi bara, — systir Standing. Ég hallaði mér upp að vaskin- um og skalf af hlátri. Svo náði ég mér í skrúbb og tusku og fór að þurrka upp af gólfinu. Ég var rétt að ljúka verkinu, þegar yfirhjúkrunarkonan gægðist inn um dyragættina. — Hér er sannarlega þrifa- legt, systir Standing, sagði hún með viðurkenningarbrosi. — Það gleður mig, að þér skuluð taka vinnuna föstum tökum, — en þér eigið ekki að þurfa að þvo gólfið. Ég sagði hinum stelpunum upp alla söguna við kvöldverðarborð- ið. Hugsið ykkur bara, að mér var bara hrósað. Þið vitið ekki, hvað það getur haft góð áhrif á mann að fá svolítið hrós. Þið skuluð bara sjá til í fram- t,íðinni. Þið skuluð ekki geta þekkt mig fyrir sömu manneskju. Nú ætla ég að byrja nýtt og betra líf. Ég ætla að hafa bæði augun og eyrun opin, ég ætla að ganga hægt og rólega og ekki segja neitt óviðurkvæmilet. Ég skal svei mér verða virðuleg í framkomu. Og þið skuluð fá að sjá, að Bennings sjálf hnékrýpur fyrir mér. — En þú átt ekki að vinna lengur hjá Bennings, hrópaði Angela. — Skráin' er einmitt komin upp á dyrnar hjá forstöðu konunni. Ég sá hann í dag. Það á að flytja þig frá Francis Ad- ams í vikulokin, Rósa. Ég vissi, að þær bjuggust við þvi, að ég yrði himin lifandi, svo að ég brosti út undir eyru. Stór kostlegt, sagði ég og barði í borð ið. Mig langar ekki til að fara frá sjúklingunum mínum, en ann ars er þetta bezta frétt, sem ég hef fengið í mörg ár. Hvert á ég að fara? Mér er svo sem alveg sama, — allt er himnaríki borið saman við Bennings. Ráðskonan á heimavistinni hrópaði til okkar og skipaði okk ur að liafa hægara um okkur. —. Lækkið dálítið röddina, systir Standing, — ef þér viljið ekki umfram allt, að allir taki þátt í samræðunum! — Nei, afsakið, systir, sagði ég. — Nýtt og betra líf — hvísl- aði Ángela. — Sagðirðu það ekki, Rósa? Róleg og virðuleg. Ágæt lýsing á þér, elskan! Bill Martin hringdi til mín um kvöldið. — Er það satt, að þú ætiir ekki að fara, spurði hann. — Þvi miður, já, svaraði ég. Ég er enginn brautryðjandi, ég hef ekki einu sinni minnstu löng un til þess að taka þátt í upp- reisn — og ég kýs friðsamt og ró legt líf. Hann hló. — Nú jæja, — frændi gamli skilur. Það er bara synd að þú missir af ballinu, ___ en ekkl er öll nótt úti enn. Við sjáumst á deildinni bráðum. Rósa. — En ég verð þar víst ekki lengi enn. Ég á að fara á mót- tökudeildina um helgina, svar- aði ég. Hann blistraði. — Er það! Þetta kalla ég fréttir! — Hvers vegna? Er eitthvað einkennilegt við það, að nemi á fyrsta ári sé sendur á bá deild? — Ó, taktu mig ekki of alvar lega, svaraði hann hlæjandi. — Jæja, við sjáumst þá þar. Það skal verða lff í tuskun- um! — Hvers vegna? — Vegna þess, að móttöku- deildin er skemmtilegur staður, sagði hann aðeins og lagði tól- ið á. 6. KAFLI. Ég hóf störf á móttökudeild- inni eins og ráð hafði verið fyr- ir gert ég sökkti mér strax svo niður í starfið þar. að ég gleymdi brátt ballinu, Bill og Bennings. Ég gleymdi öllu nema því eina, sem ég vildi þó gjaman leiða hug ann frá, — Jake Warring. En hann var sífellt með annan fót- inn á móttökudeildinni, því að hann rannsakaði hvem einasta sjúkling, sem átti að leggjast á skurðarborðið. Yfirlæknirinn á lyflækningadeildinni, lierra Spence, rannsakaði alla sjúkl- inga, sem áttu að fara á hans deildir, svo að þessir tveir stór- Iaxar vora þarna á vakki dag- inn út og inn. Yfirh júkranarkonan á deild- inni var í fríi, þegar ég kom, en deildarhjúkranarkonan, systir Davis gegndi hennar störfum. Systir .Davis var grannvaxin, lag leg stúlka. Engin af mínum ár- gangi þekkti hana, svo að hún var algjörlega óþekkt stærð. Systir Davis heilsaði mér vin- gjarnlega, þegar ég kom, svo varð henni litið á hvítt beltið mitt og hrópaði: — Ó, nei, —. þetta getur ekki verið satt. Við höfum þó ekki fengið einhverja, sem er nýbúin með forskólann? — Ég lcem af Francis Adams, systir, sagði ég lcurteislega. — Ég vissi, að við mundum fá einhverja þaðan, en var alveg viss um, að hún mundi að minnsta kosti vera á öðra ári,- — sagöi hún vonleysislega. — En það er ekki yðar sök, systir Standing. Ég vona bara, að þér bjargið yð ur hérna, — við höfum ekki mik inn tíma til að sinna kennslu, — þess vegna kjósum við held- ur að fá reyndar hjúkrunarkon- ur. Þér verðið bara að gera yð ar bezta og reyna að komast inn í starfið eins fljótt og þér get- ið, — en við skulum gera okk- ar bezta til að hjálpa yður. Samt er ég hrædd um, að yfirhjúkr- unarkonan verði ekki hrifin, þeg ar hún kemur aftur . . . Já, já, sagði hún og brosti aftur vin- gjamlega til min. Ég er viss um, að yður gengur vel. — Ég vona það, systir. Þakka yður fyrir, systir. ég vona líka innilega, að mér gangi vel, en ég var ekki beinlínis bjartsýn, þegar ég hugsaði til framtiðar- innar. Ég komst ekki í betra skap eft ir því, sem á daginn leið. Ég byrj áði á mánudegi. Móttökusalurinn var þéttskipaður allan daginn. Allt þetta fólk skelfdi mig, en systir Astor, sem var nerpi á ..þriðja ári — og aðstoðaðiomig þennan dag — lét sér fátt um finnast. Þetta er fremur rólegur mánudagur, tautaði hún. En kannski það komi líka fleiri. þeg ar líður á daginn. Mér finnst skemmtilegast, þegar mikið er að gera! Ég sagði, að mér þætti líka gaman að hafa mikið að gera, — Eg fann ekki meiri hrísgrjón, svo að við verðum að notast við hrísmjöl. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. iúlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.