Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 8
ÍÉ Ixlz KS« :Hi: :::k rf [» !d|| III ÍK" 3» ÍKÍl PÍS :e* 11 úé U:| B 9s e:e P ■•■■■ ::::: :.e? :íe x:e :£ii GUNNAR Benediktsson er stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1961. Hann stundar nú nám við Kungliga Tekniska Högskolan í Stock- holmi. Námsgreinin nefnist eðlisverkfræði. SKÓLINN. Skólinn er talinn mjög góð- ur. í honum eru níu deildir, all ar deildir í tæknifögunum. „Teknis“, eins og skólinn er nefndur í daglegu tali, er flest- um kunnugur vegna eðlisfræð- innar, bygginga- véla- og raf- magnsverkfræðinnar, þar sem merkir vísindamenn kenna þessi fög. Fólk sækir skólann frá öllum löndum, aðallega þó þeim vanþróuðu. Hver náms- maður verður að borga um tutt ugu krónur sænskar í sjóð til styrktar stúdentum frá van- þróuðu löndunum. Hér er svo mikið um smáfyrirtæki, að erfitt verður að reka iðnaðinn á hagkvæman hátt, eins og iðn menningarlandi sæmir. Svíarn- ir samþykkja þó ekki að okk- ar land teljist til hinna van- þróuðu og þurfum við því að greiða styrkinn“. Skólagjöld eru engin, en á hverju misseri þarf að borga 60 krónur sænskar í stúdenta- ráðssjóð. Á Norðurlöndum er eðlisverk fræði einungls kennd sem sér grein í Noregi og Svíþjóð. í Kaupmannahöfn er hún sérstök undirdeild rafmagnsverkfræð- innar og má þá ljúka fyrri hluta prófi í verkfræði hér heima. Námið tekur fjögur ár í Stockholmi, en flestir ljúka því á um fimm árum. Tveir ís- lengingar hafa lokið því þar. Þeir vinna við allskonar rann sóknastörf hjá jarðhitadeild Rafveita ríkisins. „Gunnar, hvers vegna valdir þú þetta fag“? „Það er alltaf gaman að kom ast í eitthvað nýtt. Hér á landi vantar mjög menn í verkfræði- legar grundvallarrannsóknir“. SAMTÖK ÍSLENDINGA. Margir íslendingar eru í Stockholmi, bæði námsmenn og vinnandi fólk. Annanhvern fimmtudag er haldið blaða- kvöld á stúdentagarðinum Domus. Þar eru ýmisleg mál- efni tekin til meðferðar og dag blöðin lesin. Til sölu hefur ver- Gunnar Benediktsson ið bjór og hafa þessi kvöld ver ið mjög vinsæl. „AUtaf er haldið upp á fyrsta desember og sumardaginn fyrsta. Margt er gert til að efla félagsskapinn og ríkir mjög góður andi yfir íslendinganý- lendunni.“ FÉLAGSLÍFDE). „Félagslifið í skólanum er mjög fjölþætt og vel skipulagt Skipaðar eru nefndir stúdenta til að stjórna hinum ýmsu deildum. Hver maður finnur eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um alls slags íþróttaiðkanir. Kvikmyndasýningar, dansleikir og margt fleira er til skemmt- ana“. í skólanum háfa ýmsar skemmtanir heiti. Það er að allega át ög drykkjarveizlur. Equtt nefnast dansleikirnir. Osquar nefnist verkfræðinemi. Ef dama, sem ekki er í skól- anum, er í fylgd með honum, nefnist hún Ada. Osqulda kall- ast kvenverkfræðingarnir. „Þegar stúdent byrjar á „Teknis" er hann kallaður „nolla“, sem er sama orðið og núll í íslenzkunni. Á fyrsta degi í skólanum taka hinir eldri á móti núllunum. Nýnem ar eru bundnir í kaðia, á þá eru sett merki, sem eru mismun- andi á lit eftir deildum, og far- ið með byrjenduma til heim- kynnanna í skólanum. Núllurn- ar eru hrelldar á ýmsa vegu. Þær verða 'að standa skil á spurningum um hitt og þetta, svo sem hverjir eru helztu menn deildarinnar og svo fram vegis. Ef svörin eru ekki rétt, fær maðurinn, er gatar, „med- acin,“ sem er mjög bragðvond ur vökvi og sízt girnilegur." Á tímabilinu þar til að „Nolle-gasquen“ er haldin verða nýbyrjendumir í eðlis- fræðideildinni að ganga með appelsínugulan smekk, sem nafn viðeigandi manns er letrað á. Á síðustu núlludögunum verða nýnemar að vinna af hendi ein hverja þraut. „Ég varð ásamt öðrum að ganga á skíðum eftir endi- langri Kungsgötunni, sem er ein aðalgata Stokkhólms, um sex-Ieytið, þegar umferðin er sem mest. Ég var klæddur í skiðagalla og með sólgleraugu sem lítil þörf var á að nota, þar sem ausandi rigning var úti. Göngu þessari var líkt við Vasa-gönguna frægu. Við átt- um að spyrja lögregluþjónana, sem við mættum, hvar Vasa- skrúðgarðurinn væri. Á leið- inni var stöðvað við matargæzl una* hjá konserthúsinu og þar fengum við drykk og kex.“ Þegar allar núllurnar voru búnar að leysa sína þrekraun var haldin samkoma, þar sem þær þurfa að skýra Osquar unum frá afrekum sínum. Nokkrum dögum seinna var öll um núllum stungið í slátrunar vélina og út steig Osquar. Fyrsta desember er „nafn- dagur“ Osquars. Á þessum degi. er söngkeppni haldin milli deilda skólans. Til hennar koma allir námuverkfræðingar og keppa um „jumbosætið“, sem er það Iægsta. Prófessorar eru í dómnefnd. „Þrettánda desember, þegar búið er að drekka Lúcía-kaffið, hlaupa allir prófessorarnir um Sing-SIng háskólabygginguna og syngja jólunum til heiðurs". Þá er gefið út húmórblaðið ,3Iandaren“. Sölumenn búa sig á kostulegan máta, ógna heið- virðum borgurum með byssu og spyrja: „Kaupið þér Blandar- en?“. ,Núna hefur Gunnar frætt. okk ur um helztu siðvenjur skólans. Þær gefa til kynna, að félags- lífið er mikið í skólanum, og kennarar taka mjög þátt í því með nemendum. STOKKHÓLMUR OG UM- HVERFI. „Umhverfið er ljúft og fag- urt. Það er umlukið skógura, engjum, vötnum og fjölbreyti- legum gróðri. Veturnir eru kaldari en hér og snjóar oft. Svíarnir eru mjög duglegir að moka snjó af gangstéttunum og kemur hann því eigi að sök.“ Stokkhólmur er mjög faUeg borg, þar sem hún stendur við ósa Lagarins. Sérkennilegt fyrir borgina er gamli bærinn, skerjagarðurinn og gömlu hús- in á Skansen. „Mesti „sjarmi" borgarinn- ar er fólginn í þröngum göt- rnn gamla bæjarins, sem eru umluktar háum húsum, svo. að varla sést í himininn. Hver gata er helguð sérstakri iðngrein. Á Skansinum má finna gömul að flutt sænsk sveitahverfi. Á snmrin vinna konur í húsuntím og matreiða á gamaldags máta, búa til osta, steikja heilar steik ur og fleira“. HVERNIG ERU SVÍAR? „Svíarnir virðast vera mjög stífir, áður en farið er að kynn ast þeim. Við fyrstu kynni virð ast þeir vera lokaðir en það breytist fljótlega. Manni finnst þeir vera mjög nákvæmir og næstum því smásmugutegir. Þegar titlar eru annars vegar eru þeir mjög viðkvæmir“ „Maður talar allt öðruvisi við fólkið á götumun en heima fyrir. Ef þeir eru ávarpaðir úti fyrir án tilefnis verða þeir mjög hissa. Svíi, sem þarf að spyrja náungann um eitthvað, biður hann mikillar velvirðing ar á að hafa ónáðað hann“. „Hugsunarháttur Svíanna er mjög efniskenndur. Þeir eru á- nægðir með lífið ef þeir hafa íbúð, bíl og sjónvarp. Æðsta tak markið virðist vera að geta brugðið sér til Mallorka. Þeir leggja peningagildi á allt mögulegt og eru miklu meira „ameríkaníseraðir“ en við. Fólk ið er í sjálfu sér mjög íhalds samt. Áhugi á stjórnmálum er enginn“. , ,F jölsky Idutíf ið í Svíaríki fer að miklú leyti fram fyrir framan sjónvarpið og fer minnkandi. Hraðinn á öllu í dag iega lífinu er líklega aðalvald ur þess, að áhugamál unga fólksins tengjast svo mjög bíl- um ©g skemmtunum. Sænsku syndina verður maður lítt var við í daglegu lífi“. „Ágætt er að vera íslending- ur í Svíþjóð. Fólkið er nokk- . Ftamhald á 12. siðu. S 31. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.