Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIIJLA ANDREWS
klukkutímafrí einhvern tima
seinna, systir. ,
Ég var svo glöð yfir að vera
beðin að vinna yfirvinnu, að ég
hefði með glöðum huga gefið eft
ir allan frítímann minn. Þegar sér
staklega mikið var um að vera
á deildinni, bað yfirhjúkrunar-
konan hinar stundum að taka
yfirvinnu, en fram til þessa
hafði hún aldrei snúið sér að
mér. Ég sagðist mundu koma
aftur klukkan fjögur með mestu
ánaegju.
Þegar ég kom aftur var yfir-
lijúkrunarkonan á ganginum á
tali við Jake. Kún tók ekki eftir
mér fyrr en hann sagði: — Yfir
lijúkrunarkona, — ég held, að
systir Standing vilji tala við yð
ur.
Hún sneri sér að mér og brosti.
— Eruð þér búnar að verzla.
Fínt. Viljið þér gjöra svo vel og
taka að yður númer níu? Það eru
ennþá talsvert margir þar inni,
en ég held, að þér komizt yfir
þetta. Og eins' og ég sagði í
morgun, — ef þér léndið í ein-
hverjum vandræðum, skuluð þér
bara leita til mín.
— Já, systir, takk, systir. Ég
leit snöggvast á Jake, en eins
og venjulega horfði hann yfir
kappann minn. Þegar ég sneri
mér frá þeim sagði hann eitt-
hvað við yfirhjúkrunarkonuna.
Ég .sneri mér við og sá að þau
brqstu bæði.
Stofa númer 9 var ekki bara
þéttsetin, — þar var bókstaflega
yfirfullt af .fólki. Hjúkrunarkon
an þar virtist vera því fegin, að
ég kæmi.
— Hérna, Standing, ságði hún
og rétti mér stóran kortabunka.
— Gangi yður vel. Það hefur ver
ið nóg að gera í dag. Get ég far
ið og fengið mér te núna"?
— Já, er nokkuð sérstakt tii-
felii hérna?
— Ef svo væri, væri hvorug
okkar hérna. Nei, — venjuleg
tilfelli — allt saman, — gangi
þér vel!
Ég blaðaði í gegnum kortin,
sem ég hélt á. Svo leit ég á menn
ina, sem sátu þarna og biðu þol-
inmóðir eftir því, að röðin kæmi
að þeim. Margir sátu í hjólastól-
um við vaskinn, þrír sátu á hörð-
um stólum við umbúðaborðið. Að
stoðarlæknirinn smeri baki að
mér og skrifaði eitthvað í bók-
ina á borðinu.
Ég gekk til hans. — Góðan
daginn, læknir. Ég vonaðist til,
að ég væri ekki alltof reynslu-
laus í röddinni.
Hann leit yfir öxl sér. — Hvað
er nú gott við þennan dag? Svo
brostí hann allt í einu.
— Jæja, jæja, jæja, sagði
Bill Martin brosandi. — Svo það
eruð þér, systir Standing.
Ég kinkaði kolli og leit á stutta
sloppinn hans. — Hvenær feng
uð þér þennan?
— Þei, tautaði hann. — Látið
það ekki fara lengra. — Hann er
svo nýr, að á honum er hvorki
blettur né hrukka. í morgun,
manneskja. Við skulum taka til
starfa. Hver er næstur?
Ég las nafnið á kortinu, sem
var efst í bunkanum.
Bill Martin hagaði sér eins og
reyndum lækni sómdi. Brotið í
buxunum hans var eins og hnífs
egg, það mátti spegla sig í skó. -
um hans. Þetta var í fyrsta sinn,
sem ég var viðstödd umbreyt-
ingu, sem varð, þegar læknastúd
ent verður læknir.
Hann skoðaði sjúklinginn, svo
hrópaði hann til mín. — Rönt-
gen, systir, næsti. — Green
hrópaði ég.
Og þannig héldum við áfram.
Ég las upp nöfn sjúklinganna,
kom með fótskemla og hjóla-
stóla. Bill rannsakaði, gaf fyrir-
skipanir um meðhöndlun, skrif-
aði lyfseðla,
— Systir hrópaði einn sjúkling-
anna til mín. Gæti ég fengið vatns
sopa? Ég er svo þyrstur.
Þegar ég rétti lionum vatns-
glasið, tók ég eftir því, að hann
var náfölur. — Líður yður illa?
Viljið þér ekki heldur sitja hérna
frammi á ganginum? Það er ekki
eins heitt þar. Ég skal sjá um,
að þér fallið ekki út úr röðinni.
Hann sagðist ekki vulja vera
til óþæginda. —- Ég næ mér
strax, systir, mér varð bara svo
heitt. Hann drakk vatnið.
— Kærar þakkir.
Ég lét frá mér glasið og fór
aftur til hans. Hann leit alls
ekki skár út — hann var ösku-
grár í framan.
— Ég held, að þér ættuð að
koma fram fyrir, sagði ég.
Hann stóð upp. — Kannski er
það rétt hjá yður, systir. Ég . . .
allt í einu féll hann áfram á mig
. . . hann var svo þungur, að ég
fékk ekki að gert. Einhver nær-
staddur hrópaði: — Hérna . . .
læknir . . . í sama bili kom ein-
hver þjótandi inn og greip mann
inn úr fangi mér.
— Náið þér í hjólastól, systir,
sagði Jake rólega. — Ég skal
halda á honum, á meðan þér ná-
ið í stólinn.
Bill skaut stól í áttina til mín.
— Á ég að hjálpa yður, herra?
Haldið þér snöggvast við stól
inn, Martin. Sjúkiingurinn var
þungur, en Jake lyfti honum eins
og hann væri barn. Ég skaí aka
honum til yfirhjúkrunarkonunn-
ar, haldið þér bara áfram héma,
Martin.
Bill gekk að skrifborðinu. .—
hvað hét sjúklingurinn? Ég verð
að skrifa niður, það, sem gerðist.
— Ellis.
Bill fór að skrifa, en spurði
jafnframt. Hvað var húsbóndinn
að gera héma núna? Vildi hann
eitthvað sérstakt? Eða var hann
bara að gá að því, að allt gengi
vel?
— Ég hef ekki grun um það.
Er hann vanur að fara í eftirlits
ferðir?
— Þegar við eruð nýbakaðir.
Alla daga. Hann hefur verið hér
á vakki eins og áhyggiufull unga
móðir ailan daginn. Hann lagði
frá sér pennann — Hver er næst
ur?
Yfir hiúkrunarkonan kom inn.
— Viljið þér segja herra Martin,
að yfirlæknirinn hafi sent herra
Ellis heim í leigubíl. Takk, syst-
ir.
Hún sagðist ætla að fara að
fá sér te núna, en svstir Astor
væri frammi, ef ég þyrfti á hjálp
að halda.
— Te, tautaði Bill. Hvað er
nú bað? Hefur einhver tíma til að
borða á þessari deild? Það hélt
ég ekki. -
— Ekki þegar þér eruð aðstoð
arlæknir, sagði ég stuttaralega.
Má næsti koma?
Nokkrum sekúndum seinna
hrópaði hann til min. Er yfirlækn
irinn ennþá á deildinni? Ég vildi
gjarnan, að liann liti á þetta. Ég
held, að nokkrar sinar liafi slitn
að.
— Ég skal gá.
Jake stóð á tali við húsvörð-
inn. Hann sneri sér við, þegar
hann heyrði til mín. — Viljið
þér mér eitthvað, systir.
—- Já, herra Waring. Ég sagði
honum, hvað um væri að vera
og hann fylgdi mér inn til Bills.
Hann rannsakaði sjúklinginn og
ákvað, að hann skyldi lagður inn
til uppskurðar. Hann bað Bill
ennfremur að skýra skurðstofu-
hjúkrunarkonunni frá því, að
han nmundi sjálfur framkvæma
upskurðinn klukkan hálf sex.
Bill leit í kringum sig.
— Nú, herra?
— Já, ég skal taka við af
yður hérna. Hver er næstur, syst
ir?
Ég náði í næsta sjúkling og
Jake skoðaði hann. Bill fór að
þvo sér um hendurnar og um
leið og hann fór út hvíslaði hann
að mér: Hvað gengur að Jake,
gamla. Er hann vanur að leysa
ólaunaða aðstoðarlækna af
hólmi?
Ég yppti öxlum. Ég veit það
ekki. Ég hef aldrei unnið með hon
um áður.
— Bill Ieit í áttina til yfirlækn
isins, sem sneri baki að okkur.
— Þetta verð ég að athuga betur,
— dálítið dularfullt! Jæja, —
þakka þér fyrir hjálpina Rósa.
Við sjáumst seinna.
Ég kinkaði kolli til samþykk-
ist. Mér fannst ekkert einkenni-
legt við hegðun Jakes. Yfirhjúkr
unarkonan gerði oft það sama
fyrir okkur. Ég hugsaði bara, að
þau sýndu bæði undirsátum sín-
um sömu tillitssemi.
Bill hvarf og ró færðist aftur
yfir stofuna, en þótt starfið væri
nákvæmlega það sama og ég
hafði unnið vjð allan daginn, þá
var ég núna taugaóstyrk. Ég
missti öll kortin í gólfið og
gleymdi nöfnum þriggja sjúkl-
inga og loks tvisvar rangar skýrsl
ur.
í annað skiptið sagði hann vin
gjarnlega. — Ég er búinn að út
fylla þessa skýrslu systir. Það
væri kannski skynsamlegra af
yður, systir, að líta á skýrslurnar
áður en þér réttið mér þær!
Ég roðnaði eins og fifl og stam
aði. — Afsakið, herra.
Seinast um morguninn hafði ég
óskað þess, að ég fengi að vinna
með þessum manni. En nú, þeg
ar kraftaverkið gerðist óskaði ég
þess eins, að hann færi. Og það
leið ekki á löngu þar til hann
lauk við- að skoða síðasta sjúkl-
inginn. Þegar allir voru farnir,
sagði hann bara „góða nótt, syst
ir“ og hélt svo inn til yfirhjúkr-
unarkonunnar.' Ég var viss um,
að það var aðeins. til þess að
segja henni, hvað ég væri óhæf
til hjúkrunarstarfsins.
Meðan ég var að ganga frá varð
mér hugsað til þess, að líklega
yrði þetta síðasta sinn, sem ég
innti þennan starfa af höndum.
Þegar ég var búin, kom Astor
og náði í mig.
.Yfirhjúkrunarkonan vill tala við
þig, Standing.
Hjarta mitt var blýþungt af
sorg og kvíða óg ég þurfi ekki .
að spyrja Astor í þetta skipti,
livað ég hafði til saka unnið. —
Ég vissi alltof vel upp á mig >
skömmina.
— Systir Standing. Ég ræddi
við kennslukonuna í dag, byrjaði
yfirhjúkrunarkonan. Þetta er sem
sé endirinn, hugsaði ég. Ég ■
vissi, hvaða álit kennslukonan
hafði á mér. Ég fékk að heyra
það í hverjum fyrirlestri, — ut-
an við mig, kærulaus og óstund
vís. En yfirhjúkrunarkonan hélt
rólega áfram. — Og liún sagði
mér, að þér teiknuðu ágætlega í
glósubækurnar yðar. Getið þér
teiknað, systir Standing?
— Teiknað, systir, spurði ég
furðulostin.
Hún brosti. — Já, teikna —
eða mála, — getið þér það?
— Já, systir, svolítið.
Hún brosti ennþá breiðara. — .
Haldið þér, að þér gætuð teikn-
að heljastóran Andrés Önd fyr-
ir mig, syslir Standing?
Önnur okkar hlýtur að vera
orðin vitskert, hugsaði ég. And-
rés Önd, sýstir, endurtók ég.
— Já, stóran Andrés Önd með
minnst hálfa tylft frænda, — og .
svo niörgæsir, ef þér viljið gjöra
svo vel, — fjöldan allan af mör-
gæsum. Ég hef hugsað mér að
skreyta með mörgæsum hring-
inn í kring í forsalnum. Viljið
þér gera þetta fyrir mig? Ég
skal útvega yður pappa, pappír
og liti. >
— Já, ég held það.
— Ágætt, sagði hún og brostf.£H
— Við erum vön að skreyta for-
salinri vegna þess, að venjan eF01
að hafa þar mikla barnaskemmt
un á aðfangadagskvöld. Öll börn
in, sem hafa legið hérna ein-
hvern hluta ársins eru boðin og
þau mega taka með sér yngri
og eldri systkini sín. Það eru
GRANNARNIR
— Við verðum að lækka í þeim. Annars getur fólk haldið,
að þetta séu þið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. júlí 1963 J5