Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 9
Þetta er í Kabúl Höfuðborg Afgang- istan, Kabúla, liggur í 1760 m. hæð yfir sjó í fögrum fjalladal. Um- hverfis hana breiða akr ar úr sér óg ávaxtalund ir. Þaðan er fögur sýn til fjallanna. Ibúatalan er áætluð 310 þúsund, þar er háskóli og opin- berar byggingar, þar eru umferðarljós og nýir bílar, en heilbrigð ishættir eru ekki góðir. Þar er engin vatns- veita og frárennsli er í rennum, er liggja til ár innar. Hún er sam- nefnd borginni, og er samtímis vatnsveita og frárennsli. Það eru engar járn- brautir í Afganisían, fram á síðustu tíma fóru allir flutningar fram með úlfaldalest- um og hestum. En nú er bíllinn smátt og smátt að koma í stað- inn fyrir áburðardýrin. Helztu samgönguleiðir liggja niður tií Pakist- an um skörðin Khyber og Khojak og norður til Sovétlýðveldanna um Balkh. stöðum í landinu. Eitt slíkt mann tal leiddi í ljós, að á svæðinu voru færri íbúar en gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er útilokað, að svipuðu máli gegni um land- ið í heild. íbúatalan, sem gefin er upp'opinberlega — 13 millj- ónir — er hrein getgáta. Þegar búið er að afla skjal- / AFGANISTAN SKORTIR ALLT NEMA VILJA TIL FRAMFARA EINN af atkvæðamestu sérfræð- ingum Norðurlanda um málefni þróunarlandanna, Svíinn Sixten Heppling, er nýkominn í heim- sókn til Svíþjóðar frá Afganistan, „landinu, sem skortir næstum allt nema sterkan vilja til fram- fara”, Hann fór þangað fyrir rúmu. ári til að vera „resident representative Sameinuðu þjóð- anna, en komst fljótlega að raun um, að hin víðtæka hjálparstarf- semi Sameinuðu þjóðanna í Af- ganistan krafðist þess beinlínis, að hann tækist einnig á hendur önnur verkéfni. Sixten Heppling hafði árum saman setið í stjórn hinnar sænsku hjálparstarfsemi við þró- unaríöndin, gefið út margar bæk- ur um efnið og haldið yfir þús- und fyrirlestra víðs vegar um Norðurlönd, þegar honum vai- falið starfið í Afganistan vorið 1962. í hlutfalli við íbúafjölda þiggur þetta land meiri aðstoð frá Sameinuðu þjóðunúm en flest lönd önnur. Aðeins sú hjálp, sem Sameinuðu þjóðirnar og níu sérstofnanir þeirra veita í sam- bandi við áætlunina um aukna tæknihjálp tekur til 100 sér- fræðinga hvaðanæva úr heimin- um og 125 Afgana. Verkefni Six- tens Hepplings er fólgið í því að samræma og hafa eftirlit með allri þessari margþættu hjálpar- starfsemi Hann er líka forstjóri þeirrar starfsemi, sem kostuð er af Eramkvæmdasjóði Samein- uðu þjóðanna (þar er um að ræða rannsóknir, fræðslustofnanir o. þ. u. L, og er ennfremur í nán- um tengslum við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. UPPLÝSINGASTJÓRI EN EKKI NÓG með þetta Hann er forstjóri upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg inni:— og svo er hann þar á ofan gestgjafi og verzlunareigandi. Gistihúsið er ætlað starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, nýkomn- um sérfræðingum og gestkom- andi embættismönnum Samein- uðu þjóðanna, og þar eru 20 rúm, segir Heppling. Þar e.r fulibúið eldhús og borðsalur — og þessa dagana er verið að ieggja síð- ustu hönd á sundlaug. Verzlun- in er líka ætluð starfsfólki Sam- einuðu þjóðanna. Þar eru seldar vörur, sem erfitt er að fá í Af- ganistan en teljast verða nauð- synlegar, eins og t. d. þurrmiólk, kjöt, niðursuðuvörur og þvotta- efni. — Hvað eru Sameinuðu þjóð- irnar að gera núna í Afganistan9 Hvaða vandamál er helzt við að stríða? — Meginvandamál Afganistan er það, að landsmenn vita alltof lítið um land sitt. Þá skortir mikilvægar upplýsingar um íbúa- fjöldann og hlutföli ýmissa hópa í landinu, um auðlindir landsins o. s. frv. Fyrsta verkefnið er því að bæta úr þessum þekkingar- skorti Sameinuðu þjóðirnar hafa gert manntalsskráningu á nokkrum festra upplýsinga um aðstæð- urnar í landinu, ætlar Sixten Heppling að setja skólamálin efst á lista hjá sér. Menntun í öllum greinum og á öllum svið- um, ekki sízt iðnmenntun. Talið er, að 90 af hundraði allra lands- manna yfir 10 ára aldur séu ó- læsir. Mikill skortur er á skóla- húsum, en þó fyrst og fremst á kennurum. Við leggjum nú alla áherzlu a menntun og þjálfun kennara. Framkvæmdasjóðurinn veitti ný- lega fé ti) kennaraskóla, sem á að mennta kennai’a í gagnfræða- skólum, en á þeim er tilfinnan- legur skortur. Hin aukna tækni- aðstoð hefur samvinnu við Barna hjálpina um menntun barnakenn ara og kennara, sem þjálfa barna kennara. Því næst mun Sixten Heppling leggja áherzlu á samgöngumál- in. Eins og stendur vantar að miklu leyti vegi og fjarskipta- samband í landinu. Þegar úr því hefur verið bætt, verður fyrir alvöru hægt að einbeita kröft- unum og fjármunum að þrcun landbúnaðar og atvinnulífs yfir- leitt. Án samgönguleiða og fjar- skiptamöguleika yrði næsta lítið um athafnir á þeim vettvangi. — í rauninni mætti endalaust benda á ný verkefni, sem verð- skulda fjárhagsaðstoð, segir Heppling. Landið skortir nálega* alla hluti, næstum allt nema , sterkan vilja til framfara. Það hefur verið mín jákvæðasta og eftirminnilegasta reynsla á þessu ári að kynnast stálvilja fólksins til að bæta lífskjör sín. Þessi vilji er ekki einungis fyrir hendi hjá takmörkuðum hópi manna í æðstu embærtum, heldur líka hjá almúganum. GERTÆK ByLTING í AFGANISTAN á sér nú stað gertæk bylting, segir Heppling ennfremur. Hún nær inn á ÖJI svið mannlífsins. Afganistan hef- ur jafnan verið landbúnaðarland — sauðfjárræktin þar er fræg fyrir hinar ágætu karakúl-gærur — en nú er líka að rísa þar iðn- aður. Til sementsframleiðslu hefur Afganistan hráefni, sem gerir hina fullkomnu vöru sam- keppnishæfa á heimsmarkaðn- um, en framleiðslan fullnægir aðeins innanlandsþörfum enn sem komið er. Þá er þar einnig klæðalðnaður, og ein af klæða- verksmiðjunum í Afganistan er líklega sú nýtízkulegasta sinnar tegundar í gervallri Asíu. Enn- fr-emur er farið að nýta hina miklu og óvenjulega góðu á- vaxta-uppskeru til iðnaðar. Enn er ekki vitað með vissu, hvað leynist í jarðvegi Afgan- istan. Með rússnekri aðstoð hefur fundizt mikið magn af nátt úrugasi í jörðinni. Nu er verið að leita að olíu. Margir eru sann-. færðir um, að þessar auðlindir séu fyrir hendi og menn vonast líka til að finna dýra málma í fjöllunum, segii- Sixten Hepp- ling að lokum. ........................................................................................................................................................................................................................................................ >■>•»■••»■•■»«•• BBBBllii ■■■■■■■■■*■■•■■■■■■■■■■*■■■■*■■■■■■•■•■■■■■*■■■■■■•*■»■••■•■•■■■■■ •■■•■■■•■■■■■■■■■■■■•■•■■■•■■■■■■■■■I '■*■•■•■■■■•■■*■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■*■■•■■■■■■■■*■•■••■»•»••*»•■■■***■■■■»*•»*»••»•»•**■«*■■•*••••*■■■■■■■*■•■■•■■•■■■■■»•■■■«■•■•»►*■»►■••■•>• •‘•‘B** »••■•■ • ■ ■■•»■■•■■*■•**■•*■•*■■■*•■■■■■■•■■■•■»*■■■■■•*•■■•*■*•■■■■*■*■■■■■■■■■■•****■•*•*■*■••■•■*•■■■»•■■.■■■•■■•■•■■■■••■■•■•■■■■•■•■■*■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■••■•■■■■■*■■■*■*■■■■■■■■*■*■•■■■•■■**•■•■■»»••***■**•■•••••■*•■•*■■■»•■■■*■■■*■■•*■■•■*•■■■•*■■■•■•••■■■»»••■••■• ta.Bi ■••■■•■■■■■■■*■■■■■•■■■■■■<• ....................................................................................................................................................................................................................................................................................................... ALÞYÐUBLAÐIÐ — 31. júlí 1963 Cj) *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.