Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 11
STYRKTARFELAG VANGEFINNA VERD KR. 100.00 VlflNNINGAR SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR 1. Chevrolet-bifreið árgerð 1964. 300.000,00 2. Flugfar fyrir 2 til New York og heim. 36.000,00 3. Flugfar fyrir 2 til Kaupmanna- hafnar og heim 16.000,00 4. Far með Gullfossi fyrir 2 til Kaupmannahafnar og heim. 14.000,00 5. Þvottavél. 20.000,00 6. ísskápur. 15.000,00 7. Hrærivél. 7.000,00 8. Borðstofuhúsgögn. 15.000,00 9. Dagstofuhúsgögn 15.000,00 10. Vörur eftir eigin vali. 12.000,00 É VerSmæti samals kr. 450.000,00 DREGIÐ 23. desember 1963. Miðarnir eru tölusettir og einkenndir með umdæmisstöfum bifreiða Iandsmanna, og hafa bif- reiðaeigendur forkaupsrétt að miðum er bera núriier bifreiða þeirra TIL LOKA SEPTEM- BERMÁNAÐAR N.K. Happdrættið hefir umboðsmenn í öllum lögsagnarumdæmum landsins. Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg 18 annast sölu miðanna í Reykja- vík, og geta bifreiðaeigendur í Reyk javík keypt miða sína þar, eða hringt í síma 15941, ef þeir óska að fá miða sína heimsenda. BÍLAEIGENDUR! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Kaupið miða og styðjið þannig gott málefni. HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINA Skólavörðustíg 18. — Sími 15941. Alltðf jafnhrifin af landi forfeóranna ÞETTA er þriðja ferð mín til ís- lands og ég er alveg jafnhrifin nú og ég hef alltaf verið þegar ég heimsæki land forfeðra minna. Þadnig fórust vestur-íslenzkri konu, Louise Guðfinnu Jóns- dóttur Gíslason, orð í viðtali við Alþýðublaðið, er hún var hér á ferð í sumar ásamt systur sinni Guðnýju Pálínu Sigurðsson. Louise er fædd í Vestur- heimi, 10. okt. 1884, en talar ís- lenzku ágæta vel og hefur milc- inn áhuga á öllum íslenzkum mál efnum. Henni fórust enn fremur þann- ig orð: — Foreidrar mínir eru báðir fæddir í Þingeyjarsýslu. Móðir mín, Petrina Guðnadóttir Jóns-. sonar, var fædd að Arnarvatni og fluttist til Kanada, þegar hún var tíu ára. Faðir minn, Jón Þor- láksson Jónssonar, var fæddur að Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði. Þau giftust í Norður-Da- cota 1881. Þar ólumst við syst- kynin upp, átta talsins. — Á unga aldri byrjaði ég að spila í kirkju í byggðinni minni og lagði þá stund á hljómlistar- nám, aðallega píanóleik. Síðar eða 1910 hóf ég hjúkrunarnám í Saint Paule í Minnisota og út- skrifaðist þaðan 1913. Eftir það vann ég við hjúkrun á ýmsum sjúkrahúsum. Árið 1916 giftist ég Þorsteini J. Gíslasyni, ættuðum frá Flatatungu í Skagafirði. Hann var fæddur 12. nóv. 1875. Heimili okkar var í Bro\vn í — Fyrstu ferð mína til íslands Morden byggð. Þar stundaði fór ég með manni mínum þjóð- hann verzlun og landbúnað. — hátíðarárið 1930. Næsta ferðin Hann andaðist 19. júlí 1955, en var 1957. Ég læt skáldið Grím ég bý nú í þorpinu Morden í Thomsen svara fyrir mig: „Innst Manitoba ásamt systur minpi í þínum eigin barmi, eins í gleði Pálínu, sem nú er með í þess- og eins í harmi, ymur íslands ari ferð. lag”. — Hvað dregur þig aftur og Systir hennar, Guðný Pálína aftur til íslands? Sigurðsson, er ekkja, Tryggva LOUISE PÁLÍNA Sigurðssonar bróður Guðrúnar Oddsdóttur frá Sandi. Sonur hennar, Páll Sigurðsson, kom til íslands 1952, með það fyrir aug- um að nema betur íslenzka tungu. Var hann hér eitt ár á- samt konu sinni, kanadískri hjúkrunarkonu, og vann fyrir sér með því að kenna ensku, m. a. á Hólum í Hjaltadal. Hann er nú kennari í Morden. Frá Ferðafé- lagi íslands Ferðafélag íslands ráðgerir 3 sumarleyfisferðir í ágúst. 7. ágúst er 12 daga ferð um Miðlandsöræfin. 10. ág. er 9 daga ferð norður um land í Herðubreiðarlindir og Öskju. 22. ág. er 4 daga ferð til Veiðivatna. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu félagsins í Túngötu 5, sími 19533 og 11798. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. júlí 1963 JJL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.