Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 13
SIGURÐUR PÁLSSON: nnleikurinn og arbræðslan LEITIN að sannleikanum er all | gömul íþrótt meðal manna og löngum borið nokkum árangur, þó í litlu hafi verið á stundum. Á hverjum tíma hafa menn heyjað sér nokkurn þann sann- leika, er fyrri kynslóðum var hulinn. Þó er það svo, að enn í dag staldra menn við á göngu sinni og spyrja: —- Hvað er sannleikur? Eitt er það blað á íslandi, sem framar öðrum blöðum virðist hafa fundið hinn langþráöa sannleika og þarf einskis að spyrja framar um það fyrirbæri. Þetta blað heitir: Ný vikutíð- indi. Þegar ég rita þessar línur liggur fyrir framan mig 28. tbl. þriðja árgangs fyrmefnds blaðs frá 12. þessa mánaðar. Aftan við blaðhausinn gefur að líta ramma með eftirfarandi hjálparbeiðni: „Styrkið hlutlaust og óháð. blað, sem þorir að segja ó- mengaðan sannleikann. Aug- lýsið í Nýjum vikutíðindum. Kaupið Ný vikutíðindi”. 'T Vissulega ber að fagna þvi, áð svo ágætir menn skuli finnást með þjóð vorri, á þessum síð- ustu og verstu tímum, þorandi að segja sannleikann ómengað- an og meira að segja skjalfeéta hann fyrir augum almennings: Nú er það siður góðra blaða- manna, að gefa ekki upp nöfn heimildarmanna stórfrótta, ef mikið þykir í húfi, enda nran ég ekki fara fram á að fá að' vita hver komið hefur flugu þessári í munn ritstjórans. líinsvegar vil ég leyfa mér að álíta það mikla synd, ef við Borgfirðing- ar verður leyndir nafni jafnntik ils ágætismanns og sá hlýtur að vera er borið hefur fram jafn stórmannlegar kröfur fyrir o!ck- ar hönd, kröfur um 10 þús. nála síldarverksmið j u. ★ HVER ER MAÐURINN? ÞAÐ er að vonum all forvitni- legt að gæta að hvað stendur í því blaði, sem ekki aðeins hef- | ur á valdi sínu að segja sann- leikann heldur ÞORIR að segja hann. Þvert yfir forsíðu teygir sig eftirfarandi fyrirsögn: „SÍLDVEIÐIMENN VANTAR VERKSM. SKIP” Síðan kemur svohljóðandi und- irfyrirsögn: „Hægt að nýta það árið um kring. Á að sóa 100 millj. kr. í síldarverksmiðju í Borgarfirði eystra? Síðan hefst greinin. — Ekki hef- ur lengi verið lesið, er fyrir manni verður feitletruð klásúla, er hljóðar svo: „Það hafa jafnvel komið fram j kröfur um að reisa verksmiðju í Borgarfirði eystra, sem gæti af- j kastað 10 þúsund málum á sól- i arhring, en hún myndi kosta um 100 millj. kr. auk kostnaðar við s bryggjur og önnur hafnarmann- | virki, svo sem löndunartæki”. Síðan fer blaðið vanþóknunar- I orðum um slíkar hugmyndir. Þessar kröfur hafa ekki kom- ið héðan að heiman, því miður, dg sannleikurinn er sá, að við höfum ekki fyrirfundið þá valda- menn í þjóðfélaginu, er verið hafi kröfuharðir sér til óbóta fyrir hönd Borgfirðinga, hvorki fyrr né síðar. Væri okkur því mikil þökk að því, að fá að vita nafn jafn ágætis aðilja í þeirri von, að sá, er slíkar kröfur ber fram fyrir okkar hönd, hvað snertir síldariðnað, væri e. t. v. fáanlegur til að segja orð, er okkur mætti að gagni koma í öðr- um efnum. ★ SANNLEIKURINN SANNPRÓFAÐUR HVER er svo hinn ómengaði sannleikur Nýrra vikutíðinda um síldarbræðslu hér á Borgarfirði? Hér er verið að reisa síldar- bræðslu, satt er það. Hinsvegar á bræðsla þessi ekki að afkasta 10 þús. málum á sól- arhring heldur 500. Ég skal skrifa það með bókstöfum líka — fimm liundruð málum á sólar- hring. Hér hefur blaðið, sem ÞORIR að segja hinn ómengaða sann- leika skrökvað 20 falt. Geri aðrir betur í nafni sann- leikans Þessi verksmiðja mun kosta um 5 milljónir — fimm milljón- ir, ekki 100 milljónir eins og hjá Nýjum vikutíðindum. Það er nefnilega lítið gagn að því að skrökva einu sinni 20 falt í nafni sannleikans. Það verður að gera það tvisvar. Og ég, sem alltaf hef haldið, að Vellygni-Bjarni liafi dáið bam- laus! Því miður er frásögn blaðs- ins um bryggjurnar hérna líka heilaspuni. Það gengur of illa að herja út aura til að gera við skemmdir á ÞETTA er frú Profumo. Myndin var tekin fyrr í þessum mánuSi er frúin hélt ræSu við opnun sumardvalarheimilis fyrir vangefin börn í Iíent. Þetta var í fyrsta skipti, sem frúin kom fram opinberlega eftir að maður hennar sagði embætti sínu lausu. Rúmlega 1000 manns hlýddu á ræðu frúarinnar, og fékk hún mjög góðar undirtektir. Á eftir sagði frúin, sem cr 44 ára gömul og var áður leikkona: „Þetta var mikil þolraun í fyrstu, en svo reyndist þetta verða einn ánægjulegasti dagurinn í lífi mínu. Ég er hærð yfir þeim móttökum, sem ég hlaut í dag“. Frú Profumo er einn af stofnendum landssamhands í Bretlandi er hefur málefni, sem varða vangefin börn á stefnuskrá sinni. þessari einu bryggju, sem hér er, til þess að sá hluti sannleikans fái staðist. ★ 95% HUGARFLUG 5% SANNLEIKUR EINS og fyrirsögn Nýrra viku- tíðinda ber með sér fjallar um- rædd grein að miklu leyti um þörf fyrir verksmiðjuskip. Um það atriði ætla ég ekki að fara að deila. Á hitt vil ég benda, að það sem framar öðru virðist hafa vakið ritstjórann til umhugsunar um verksmiðjuskip er sú hroða- lega fjármunasóun, er hann sér í 10 þús. mála verksmiðju hér á Borgarfirði. Með öðrum orðum: Aðalundirstaða kröfu hans um verksmiðjuskip, eins og hún kemur fram, er 95% hugarflug hans sjálfs. Það hlýtur að vera hægt að styðja hugmyndina um verksmiðjuskip gildari rökum. Þessi litla verksmiðja okkar hér á Borgarfirði er fyrst og fremst reist til að gera söltun síldar mögulega með nýtingu úr- gangssíldar og slatta og ætla ég ekki að fara að þrefa um hana við hugmyndafræðing Nýrra vikutíðinda.' Það er e. t. v. ekki skynsam- legt að byggja síldarbræðslur á Austfjörðum. Sennilega er gáfu- legra að gefa út skröksögur. Engu að síður er það skoðun mín, að íslenzk menning, og þó öllu fremur íslenzk sannleiksást, bíði engan hnekki þótt þeim fjár munum, sem nú fara til að halda Nýjum vikutíðindum gangandi, væri eftirleiðis varið til að bæta löndunaraðstöðu einhvers stað- ar fyrir norðan eða austan, t. d. hér á Borgarfirði. Slík aðstoð væri vel þegin. Eigendurnir græddu sjálfsagt lítið á skiptunum fjárhagslega, en ekki trúi ég öðru en að slíkt væri hollara fyrir sálina en að strita við að gefa út jafn lélegati skáldskap og þann, se n ég he£ rætt um liér að framan. SigurSur Ó. Pálsson. Listaverkin orgira Framli. úr opnu upp árið 1948. Fegrunarfélagið gekkst fyrir því. Umhverfið er um þessar mundir ekki mjög fagurt en innan tíðar má búast við, að það verði myndinni, sem sýnir fiskvinnu, til sóma. Enn ein styttk hefur verið sett upp sjómönnunum til heiðurs. Hún nefnist Sjómaðurinn og var afhjúpuð á lóð fiskvinnslustöðv arinnar Júpíters og Marz á Sjó- mannadeginum í ár. Styttan er gerð af Sigurjóni Ólafssyni. Styttur, sem settar verða á næstunni: Eítir Einar Jónsson: Útilegu- mennirnir. Eftir Ásmund Sveinsson: Vatnsberinn, Móðir jörð og mynd af Einari Benediktssyni. Eftir Sigurjón Ólafsson: Hest- urinn við Hlemmtorg. Eftir Ólöfu Pálsdóttur: Krjúp andi stúlka fyrir framan Kvenna skólann. Eftir Gunnfríði Jónsdóttur: Stúlkumynd við e-n skólann. Reykvíkingar gangi vel um stytturnar. Að vísu má oft sjá varalit á styttunni „Piltur og Stúlka”, en lítið er annars unn- ið af skemmdarverkum í sam- bandi við þær. Stytturnar eru aðallega úr eir. Allir myndhöggvarar vilja fá styttur gerðar úr því efni, þar sem það er endingarbezt. Nokkrar styttur eru úr stein- steypu og „Maður og kona“ eftir Sigurjón er úr grásteini. Reykjavíkurborg eyðir nokkr- um tugum þúsunda ár hvert til hirðingar á styttum. Almennir borgarar hafa krafizt þess í blöð um, að eirgrænan verði hreins- uð af styttunum. Það er á móti skapi listamannsins, þar sem eðlilegir skuggar koma fram á listaverkinu, þegar það er orðið hvanngrænt. Mikið atriði er fyrir hverja borg að eiga falleg og góð lista verk. Við vonum, að Reykvík- Þetta er Járnsmiðurinn eftir Ásmund. ingar meti rétt þennan dýrmæta fjársjóð og noti sumarbliðuna til að fara í gönguferðir um bæinn til að njóta þess, sem hann hef- ur upp á að bjóða. Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri er heimildarmaður grein- arinnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. ágúst 1963 flj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.