Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 7
fa ft' HIN SfÐAN r D ER LÁTINN - og vinsrnir syrgja hann LEIÐINDAMÁLI or nú lokið. Brezki læknirinn, dr. Stephen Ward, aðalmaðurinn í svonefndu „Profumo“ eða ‘,,KeeIer“ máli er nú látinn. Hann batt enda á líf sitt með því að taka inn of stór- an skammt af svefnlyfjum. Hann lézt á sjúkrahúsinu St. Stephens Hospital í Fulham í Englandi föstudaginn annan ágúst eftir að læknar höfðu gert árangurslausar tilraunir til að bjarga lífi hans. Bróðir hans, Peter, sat á rúm- stokki hins ógæfusama læknis og listamanns, er hann gaf frá sér síðustu andvörpin. Dómarnir um menn breytast oft að þeim látnum. Svo var og einn ig um dr. Ward. Enginn hefur haldið því fram að dr. Ward hafi í rauninni verið vondur maður en almenningsálitið og blöðin í Bret landi álitu hann siðspilltan. Við andlát hans hefur þetta breytzt og menn fella almennt ekki þann dóm yfir hinum látna, að hann hafi verið siðspilltur heldur „full frjálslyndur." Dr. Ward fannst rænulaus í í- búð Mr. Noel Howard Jones mið- vikudaginn 31. júlí eftir að hafa tekið inn stóran skammt af svefn- lyfjum. í íbúð þessa vinar síns skildi hann eftir bréf, þar sem hann gerir grein fyrir ásetningi sínum um sjálfsmorð og réttlæt- ir það. Þar segir svo meðal ann- ars: „Mér þykir fyrir því að þurfa að grípa til þessa óyndisúrræðis. En ég neyðist til þess vegna þess að ég held þetta ekki lengur út — að standa fyrir rétti dag eftir dag og mæta forvitnum augum á götunum. Það er ekki ótti, sem rekur mig út í þetta heldur á- kvörðunin um að þeir skuli ekki ná sér niðri á mér. Ég vil ann- ast hið síðastnefnda sjálfur. Það stendur mér næst‘.‘ Julie Gulliver hét sú af vin- konum dr. Wards, er síðust manna hafði eitthvað saman við hann að sælda. Hún var í félagsskap hans kvöldið áður en hann tók inn svefnlyfin. Júlía sagði, þegar hún frétti lát dr. Wards: „Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi strax, að hann myndi deyja." Frá lögfræáingi Christine Keel- er kom þessi yfirlýsing við lát Wards: „Ungfrú Christine Keeler, sem um þessar mundir er undir handarjaðri lækna er mjög miður sín vegna hins sviplega fráfalls dr. Stephen Ward. Dr. Ward hafði átt mikið saman við hana að sælda og bún bar í brjósti til hans heit- ar tilfinningar. Vegna dauða dr. Ward hefur ungfrú Keeler hætt við að leika aðalhlutverkið í kvik mynd þeirri, sem áformað var að gera um ævi hennar". Það var vinkona Christine Keel- er, Paula Hamilton-Marshall, sem flutti Keeler andlátsfregn dr. Wards. „Christine varð mjög bilt við, sagði ungfrú Hamilton-Mar- shall. Ég óttast eftirköstin af því”. Astor lávarður sagði að Ward látnum: „Þeir sem voru svo lán- samir að leita liðsinnis dr. Wards munu minnast hans með óbland- inni þakklátssemi. Minningin um það, hve hann var ávallt fljótur og fús til að hjálpa, mun varð- veitast og ekki gleymast". Að því er bezt mun vitað lét dr. Ward ekki eftir sig neina erfð askrá. Málverk hans og myndir, sem munu véra mjög mikils virði, voru því seld fyrir nokkrum dög- um á upþboði og fengust fyrir þau miklar fjárupphæðir. FARKOSTUR KENNEDYS KENNEDY forseti hefur nú ný- lega aukið farkost sinn um tvær nýjar þyrilvængjur. Ráeður forset inn þá yfir 10 þyrilvængjum, Boeing 707 þotu og þremnr öðr- um af líkri gerð. Auk þess hefur hann umráð yfír rammbyggðri sprengjuflugvél, sem notast skal ef til styrjaldar kemur, lysti- snekkjum tveimur og fullkomnum járnbrautarvagni. Segið þið svo, að Kennedy sé I vandræðum að brcgða sér á milli bæja. Aldrei sofnað SPÆNSKUR maður — Valen- tine Medina að nafni — heldur því fram að sér hafi aldrei komið dúr á auga allt sitt langa lif en hann er nú 63 ára gamall. Kveðst hann nú leita sér áð atvinnu, sem næt urvörður, þar eð hann muni bezt til þess starfs fallinn. Ærður maður ÞAÐ bar til tíðinda í dýragarð- inum í Vín í Austurríki, að maður nokkur varð skyndilega vit stola, barði niður gesti og gerði tilraun til að opna Ijónabúr dýra- garðsins og hleypa villidýrunum út. Bjargaði hann sér á hröðum | flótta undan lögreglunni og hafð- i ist ekki upp á honum. Fólk safnast sainan úti fyrir St. Stephenssjúkrahúsinu og les an látsfregn dr. Wards. LEIKFLOKKUR Helga Skúlasonar úr Reykjavík hefur að undanförnu ferðast um Norðurland og sýnt þar við góða aðsókn og mikla hrifningu sjónleikinn „Hlauptu af þér hornin“. — Myndin, sem hér birtist er úr leikför þeirra félaga og sýnir þau Helgu Bachmann og Erling Gíslason í hlutverkum sínum. Laugardagur 17. ágúst 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —» 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 13.30 Úr umferðinni. 14.40 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustut dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég.heyra: Helgi Hafliðason velur séi’ hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir — 19.30 Fréttir. 20.00 Skemmtiþáttur með ungu fólki (Andrés Indriðason og MarkuS Örn Antonsson hafa umsjón með höndum). 20.50 Kátir þýzkir músikantar leika marsa, valsa, skottísa og polka. 21.15 Leikrit: „Anderson", útvarpsleikrit eftir sanmefndri sögu Einars H. Kvarans. — Ævar R. Kvaran færði í leikritsforini og er jafnframt leikstjóri. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög — 24.00 Dagskrárlok. HIN SlÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. ágúst 1963 f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.