Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 2
| Kltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb) og Benedlkt Gröndal,—ASstoðarritstjóri i Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 »uv — 14 Má — 14 au3. Augiýsmgasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. TÍMARUGL EITTHVAÐ hefur stjórnarandstaðan ruglazt í ríminu varðandi endurnýjun olíustöðvarinnar í Hvalfirði. Tíminn og Þjóðviljinn telja, að olíustöð hljóti að vera örugg vísbending um, að þarna sé á uppsiglingu stöð fyrir kjarnorkukafbáta. Hitt er augljóst, að svo til það eina, sem kjarnorkukafbát- ar þurfa ekki, er olía. Þeir nota ekki olíur eins og önnur skip og þurfa ekki bækistöðvar þeirra vegna neins staðar nema í heimalöndum sínum. Þessu til viðbótar er afstaða Tímans orðin næsta einkennileg. Þegar Olíufélagið rekur olíu- stöð með afgreiðslubryggju og viðlegufærum í H'válfirði, telur Tíminn það alls ekki herstöð. Þeg ar reisa á aðra sams konar stöð, sem ef til vill verð- ur rekin af einhverjum öðrum en Olíufélaginu, ætlar Tíminn að verða óður og telur það stórhættu lega herstöð. 0 Framsóknarmenn samþykktu aðild íslands að i Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Framsókn- : armenn samþykktu komu varnarliðsins nokkrum árum síðar. Framsóknarmenn samþykktu loran- ! stöðina á Snæfellsnesi, og framsóknarmenn hafa talið sjálfsagt að reka olíustöð í Hvalfirði til að i græða á varnarliðinu. En nú ætla þeir af göflum að ganga. Þykir hugsandi flokksmönnum þetta ábyrg og samræmd stefna? ÞÓRSMÖRK ÞÓRSMÖRK var nefnd í fréttum eftir verzlun . armannahelgina síðustu, en með nokkuð öðru móti en áður. Nú gerði Æskulýðsráð út leiðangur til að skipuleggja skemmtanir unga fólksins í Mörk- , inni og tókst sú viðleitni vel. Var mun betri blær á hátíðinni en undanfarin ár. Hér er rétt að íarið. Þýðingarlaust er að reyna að bæta hegðan eða skemmtanir æskufólks með boði eða banni. Lítið stoðar að hneykslast í blöð- um og útvarpi. Hins vegar ber jákvætt starf árangur. Fyrst er viðurkennt, að unga fólkið þurfi útrás fyrir lífs gleði og orku og eigi rétt á dægrastyttingu um helgi. Síðan er reynt að beina skemmtuninni í holl -an farveg og bar það góðan árangur. Starf í þessum anda skilnings og vinsemdar mun bera góðan árangur, ef því er fram haldið. WMWWWVWWWWWtMIWMMWWWWWWWtWMMWVWMIWWWWWWWMMWWWMWiWM Um þessar mundir er verið að vinna að malbikun Vatns- nesvegarins í Keflavík. Það eru Íslenzkii' Aðalveitktakar1, sem, sjá um verkið. Vatnsnesvegur- inn mun vcra fimmta gatan, sem mal'bikuð er í Keflavík. LAXVEIÐAR ERU MIKIÐ stundaðar hér á sumrum Það þykir eitt fínasta sportið og allir „heldri kallar“ tal'a um veiðar og stunda veiðar, og stundum fiska þeir og stundum fiska þeir ekki neitt. En þeir hanga við árnar, spígspora fram og aftur, tala um pólitik og atvinnumáV kiupgjaldsskrúfur, vinnusvik og alls konar vandræði, fá sér „grogg“‘ — og fara heim. En þeir hafa hvílst frá bankaheim sóknum, spani viðskiptalífsins argaþrasi við vinnulýð og margs- konar braski — og það er út af fyrir sig alveg ágætt. NÚ BIRTI ÉG BRÉF frá manni, sem þykir gaman að lax og silungs veiðum — og hann skammar lax- veiðimenn, en sjálfur hef ég ekk ert vit á slíkum veiðum, veiddi aðeins marhnúta þegar ég var strákur — og sleppti þeim aftur án þess að setja korktappa í kjaft inn á þeim eins og mér var sagt, að óþokkar í Vestmannaeyjum licfðu haft að sið. Og hérna cr biéfið: PÉTUR SKRIFAR: „Það er nokkuð langt síðan ég hefi sent þér línu, en nú er ég byrjaður aft- ur. í þetta sinn er það út af frá- sögn í Ríkisútvarpinu um silungs og laxveiði. Ég er nefnilega lax- veiðimaður og er því ekki sama hvernig sú veiði er stunduð. — Englendingar segja um laxinrí: „He is a gentleman and should be treated in a gentlemanly Way“. (Hann er heiðursmaður og ber því að skipta við hann á heiðarlegan hátt) Með þessu meina Englending ar, að ekki beri að beita fyrir lax öðru en gervibeitu. — Þeir nota t. d. aldrei lifandi beitu (maðk). UM ÍSLENDINGA, sem stunda laxveiðar á vel við þessi gamla vísa: Álftnesingurinn úti liggur og aldrei gefur. Drepur meira en Drottinn gefur dyggðasnauður maðkanefur. tlimillIlllllllllllltllllIIIIIIIIIIIIRUAIIt Flúið í laxveiðar undan argaþrasi. ^ Eru ísiendingar „maðkaneiir?" ic Skammir um iaxveiðimenn frá laxveiðimanni. £ Laxinn er „gentleman". nmiriK « ÞAÐ ER NEFNILEGA SVO, að telja má til undantekninga, ef ís- lendingar veiða á annað en lif- andi maðk. Ég athugaði nýlega, seint í ágúst, veiðibók í einni af beztu laxveiðiám landsins þar höfðu 23 menn stundað laxveiðar það sem af var veiðitímanum, og aðeins einn — segi og skrifa einn — hafði veitt á flugu, — allir aðrir á maðk. „ÞETTA ER EKKI SKÁLD- SKAPUR, Kolbeinn minn‘,‘ — Þetta er ekki sport. — Fyrst og fremst er það skelfilegt sóðaverk að þræða lifandi maðk á öngul, og svo er þetta vesalings dýr, sem er ekkert nema tilfinningin, kval ið með langvarandi píningu, því maðkurinn lifir á önglinum lengi eftir að hahn hefur verið þræddur þar uppá eftir öllum kúnstar- innar reglum. HVAÐ SEGIR formaður Dýra- vendunarfélags íslands um að beita lifandi maðk? Viltu spyrja hann um það Hannes minn? Segja má, að dýraverndunarfélagið ætti kannske líka að beita sér fyrir banni á öllum laxveiðum, en svo langt geng ég ekki. Ég álít „heið- arlegt“ að bjóða laxinum flugu. Hann magagleypir ekki fluguna eins og maðkinn, heldur festist hún í skoltinum og veldur honum áreiðanlega minni kvölum erí maðkabeilan, sem liann maga- gleypir. Mér leiðast þessir „maðka nefil’“ og mundi vera á mó|t þeim, ef ég -'æri lax“. Handhafar forsetavalds FORSÆTISRÁÐUNEYTH) hefur gefið út svohljóðándi auðlýsingu um meðferð forsetavalds í fjar- veru forseta í 'ands: AUGLÝSING um meðferð forsctavalds í fjarn veru forseta íslands. Forseti íslands, herra Ásgeir geir Ásgeirsson, fór í dag í einka- erindum til útlanda og mun verða fjarverandi um hríð, í fjarveru hans fara forsætisráð- herra, forseti sameinaðs Alþingia og forseti Hæstaréttar með vald forseta íslands, samkvæmt 8. gr, st j órnarskrárinnar. í forsætisráðuneytinu 17. ágúst 1963. '] Ólafur Thors (sign.) Knútur Hallsson (sigii.) Alúðarþakkir færi ég hér með öllum þeim fjölda, sem auðsýndu mér sérstaka vináttu og lieiður með höfðinglegum gjöfum, blómum og heillaóskaskeytum á áttræðis afmæli mínu. — Llifið öll heil. Jóh. Jósefsson. 2 V. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.