Alþýðublaðið - 23.08.1963, Síða 9
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. ágúst 1963 9
'ARALZ, HAGFRÆÐINGUR:
byggð á erindi, sem greinar-
num Tetri. í erindinu var einn-
im þjóðhags- og framkvæmda-
ir árin 1963 — 1966. Þar éð
;ð gefin út, er sleppt þeim hluta
starfar. Þess eru einnig ótal dæmi
í náttúrunni, að fjölmargar ein-
ingar vinni saman á samræmdan
hátt, án þess að það sé gert eftir
áætlun, er • gefi hverri einingu
bein fyrirmæli um það, hvað hún
skuli gera. Á Vesturlöndum er
það markaðurinn og sú verðmynd-
un, sem á honum skeður, sem
skapar samband á milli eininga
hagkerfisins og samræmir starf-
semi þeirra. Verðmyndunin end-
urspeglar hins vegar efnahagsleg-
ar staðreyndir, sem þannig móta
þær ákvarðanir, sem hver eining
tekur. Framleiðandinn ákveður,
hvaða vörur hann framleiðir og
hversu mikið af þeim hann fram-
leiðir með tilliti til verðsins á
markaðnum. Á sama hátt ákveð-
ur hann, hvaða hráefni hann not-
ar. Neytandinn velur úr þeim vör-
um, sem á boðstólum eru, með
tillit til verðs þeirra og gæða, og
Jónas H. Haralz
með vali sinu hefur hann áhrif á
gerðir framleiðandans. Markaður-
inn og verðmyndunin koma því í
stað áætlana líkt og þeirra, sem
tíðkast í Austur-Evrópu.
Þrátt fyrir hið sjálfstæða hlut-
verk eininganna skortir þá ekki
yfirstjórn í hagkerfi Vesturlanda,
allra jsízt eins og það hagkerfi er
nú á dögum. Reynslan hefur sýnt,
að ákveðin yfirstjórn efnahags-
mála er óumflýjanleg, ef hag-
kerfið'á að vinna vel og ná þeim
markmiðum í velmegun og fram-
þróun, sem hvert þjóðfélag hlýtur
að setja sér. En þessi stjórn þarf
ekki að vera þess eðlis, að hún
segi hverri einingu hagkerfisins
fyrir verkum. Hún getur verið al-
menns eðlis, miðast við að skapa
réttan þrýsting í kerfinu og þar
með heilbrigð starfsskilyrði fyrir
einingarnar, án þess að hafa af-
skipti af gerðum þeirra í ein-
stökum atriðum. Þessi yfirstjóm
fer fyrst og fremst fram með mót-
un almennrar stefnu í efnahags-
málum og með stjórn peninga- og
fjármála. Það er í tengslum við
þessa yfirstjóm efnahagsmála,
sem gerð þjóðhags- og fram-
kvæmdaáætlana hefur verið upp
tekin á Vesturlöndum. Slikar á-
ætlanir hafa í mörgum löndum
reynzt hentug tæki til almennrar
stiórnar efnahagsmála í viðbót við
þau önnur tæki, sem fyrir eru.
í nútíma hagkerfi Vesturlanda
hefur ríkisvaldið tekið að sér að
sjá um, að stefnt sé að nokkram
meginmarkmiðum í efnahagsmál-
um. Þessi markmið eru, að fullri
atvinnu sé haldið, að þolanlegt
jafnvægi sé í efnahagslífinu, og
þióðarframleiðslan aukist með
eðlilegum hætti. Það ‘var reynzla
kreppuáranna eftir 1930, sem
gerði það að þjóðfélagslegri nauð-
syn, að efnahagsmálum væri
stjórnað þannig, að stefnt væri að
fullri atvinnu. í Bandaríkjunum
var árið 1946 sett löggjöf, The
Employment Act, sem lagði ríkis-
valdinu þessa skyldu á herðar. í
öðrum vestrænum löndum hefur
þessi skylda yfirleitt ekki verið
ákveðin með löggjöf, en hún er
eigi að síður jafnraunveruleg og
í Bandaríkjunum. Reynsla styrj-
aldaráranna og fyrstu áranna eftir
styrjöldina færði mönnum síðan
heim sanninn um það, hversu
þýðingarmikið það væri, að réttu
jafnvægi væri haldið í efnahags-
lífinu, þannig, að ekki kæmi til
langvarandi verðbólgu og greiðslu
halla gagnvart öðrum löndum. —
Þegar endurreisninni eftir styrj-
öldina var lokið, varð mönnum
loksins ljóst, hversu mikilvægt
það væri, að hin þróuðu hagkerfi
Vesturlanda héldu áfram að vaxa
með hæfilegum hraða, og vöxtur
þjóðarframleiðslunnar varð að
nýju, viðurkenndu markmiði í
efnahagsmálum, Þessi viðurkenn-
ing hefur komið hvað skýrast fram
i ályktun, sem aðildarriki Efna-
hags* og framfarastofnunarinnar
(OECD) samþykktu að tilhlutan
Bandaríkjastjórnar fyrir hálfu
öðru ári síðan, þar sem þessi ríki
setja sér það markmið að auka
þjóðarframleiðslu sína um a. m.
k. 50% á árunum 1961—1970, en
það svarar til um 4% vaxtar á ári
hverju að meðaltali.
Áður fyrr var það skoðun
margra, að ekki væri hægt að ná
þeim markmiðum, sem nú ef
stefnt að í hagkerfum Vestur-
landa, án þess að ákvörðunarvald
hinna einstöku efnahagslegu ein-
inga væri stórlega skert eða af-
numið. tað var með öðrum orðum
talið, að nauðsynlegt væri að
koma á áætlunarbúskap af því
tagi, sem tíkast í. Austur-Evrópu
til þess að þessi markmið gætu
núðst. Reynsla undanfarinna 20
ára hefur hins vegar ljóslega sýnt
að þessi skoðun er ekki á rökum
reist. Það hefur sýnt sig, að hægt
er að ná þessum markmiðum með
því að halda frjálsum markaði og
verðmyndun, og þar með ákvörð-
unarvaldi hinna einstöku eininga
hagkerfisins, ef samhliða fer ör-
ugg og ákveðin almenn stjórn
efnahagsmála, og þá fyrst óg
fremst peninga- og fjármála. Sá
árangur, sem náðst hefur á grund
velli þessa hagkerfis á Vestur-
löndum síðan styrjöldinni lauk er
sízt lakari en í Austur-Evrópu, ef
tillit er tekið til mismunandi þró-
unarstigs þessara þjóðfélaga.
í stuttu máli má því s'egja, að í
Austur-Evrópu séu áætlanir fyrst
og fremst tæki, sem eigi að gegna
því hlutverki, sem frjáls markað-
ur og verðmyndun gegna í hag-
kerfi Vesturlanda. Á hinn bóginn
séu áætlanir á Vesturlöndum
hjálpartæki við almenna stjórn
efnahagsmála, sem stuðli að því að
þau meginmarkmið náist, sem
þeirri stjórn eru sett, full atvinna,
jafnvægi og hagvöxtur, án þess að
skert sé ákvörðunarvald hinna ein
stöku eininga hagkerfisins. Það er
mín skoðun, að áætlanagerð af því
tagi, sem tíðkast í Austur-Evrópu,
sé í raun og veru frumstætt og
ófullkomið tæki til þess að vinna
það verk, sem henni er ætlað. —
Áætlanir af þessu tagi geta leyst
hlutverk sitt sæmilega af hendi í
þjóðfélagi, sem er komið tiltölu-
lega skammt á veg í iðnþróun, og
þar sem framleiðsla fjárfestingar-
vöru og hergagna er þungamiðja
efnahagslífsins. Mér virðist reyn-
sla Austur-Evrópuþjóðanna hins
vegar ekki benda til þess, að þetta
tæki sé hentugt til þess að leysa
hlutverk sitt af hendi í þjóðfé-
lagi, sem lengra er komið áleið-
is, og þar sem óskir neytandans
skipta æ meira máli. Frjáls mark-
aður og frjáls verðmyndun virðast
mér miklu fullkomnara og ná-
kvæmara tæki. Margt virðist einn-
ig benda til þess, að Austur-Ev-
rópuþjóðirnar sjálfar muni í æ
rikara mæli breyta hagkerfi sínu
í þá átt, að hverri einingu hag-
kerfisins sé veitt meira sjálfstæði
og samræmið á milli eininganna
sé skapað fyrir áhrif markaðs og
verðmyndunar. Jafnframt myndi
áætlanagerð í Austur-Evrópu
smátt og smátt glata því sérstaka
eðli, sem hún nú hefur, og fær-
ast nær því að vera það, sem á-
ætlunargerð nú er á Vesturlönd-
um, hjálpartæki við almenna
stjórn efnahagsmála.
leiðslu fyrirfram ákveðið án til-
lits til óska hans. Bæði framleið-
endur og neytendur eru því háð-
ir strangri stjórn, og áætlanir eru
hið þýðingarmesta þeirra tækja,
sem sú stjórn notar 'til þess að
koma fyrirætlunum sínum í fram
kvæmd.
Hagkerfi Vesturlanda eru ann-
ars eðlis en þetta. Þeim er ekki
reynt að stjórna í einstökum at-
riðum frá einum stað. Hver ein-
ing þeirra hefur mikið sjálfstæði
til þess að taka efnahagslegar
ákvarðanir. Forstjóri fyrirtækis
ákveður það sjálfur með tilliti til
ríkjandi ástands og framtíðar-
horfa á markaðnum, hvaða vörur
hann skuli framleiða og hversu
mikið af hverri þeirra. Hann á-
kveður sjálfur hvaða hráefni
hann notar, og hvaða verð hann
setur á vörur sínar. Hann á-
kveður í hvaða framkvæmdir hann
ræðst, og hvernig hann aflar fjár
til þeirra framkvæmda, Við þær
ákvarðanir tekur hann tillit til
framtíðarhorfa á markaðnum og
til ástands og horfa í peningamál-
um. Svipuðu máli gegnir um neyt-
andann. Hann ákveður sjálfur,
hvaða vörur hann kaupir. Hann
velur úr, eftir því sem hann tel-
ur sér hagkvæmast. Einingum
hagkerfisins er ekki gefin fyrir-
mæli um; hvað þær skuli gera, og
áætlanir af því tagi, sem tíðkast
í löndum Austur-Evrópu, eiga því
ekki hlutverki að gegna í hag-
kerfi Vesturlanda.
Frá því - menn fóru fyrst að
hugsa skipulega um hagmál, hefur
það vakið þeim furðu, hvemig
hagkerfi eins og það, sem við
höfum búið við á Vesturlöndum
undanfamar aldir, gæti starfað.
Adam Smith sagði, að það væri
eins og ósýnileg hönd leiðbeindi
hinum mörgu einingum kerfisins
þannig, að þær ynnu saman, og
úr kerfinu yrði samvirk heild en
ekki glundroði. Hann skýrði sjálf-
ur manna bezt, hvernig á þessu
stæði, hvar hin ósýnilega hönd
í raun og veru væri. Fullan
skilning á þessu hefur þó síðan
oft á tíðum brostið að meira eða
jminna leyti. Það er þá í sjálfu
I sér ekkert dularfullt við það, —•'
ihvernig hagkerfi Vesturlanda
• ■•■•■»■»«»■»•■■■••■•■»■■■■■•••■•■»«■»»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»•■■■■■■■■■■■■■■■•■•■•■■■■•»■»■»■■■■•••■•••■■•■.•••■■•>■■■•>■•■'••■.............................................................. !■■■■■•■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■•■•■■■■•■■»■■•■■■■■■■<
'»■■•■•••■■■ •■■■•■<■•■■■■■■■•«■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■»■■■■■■■»■■■■■■■■»■•■■■»■■■■»■■■■»■•■■■»■■•i»a«au»•■■•■■■■ ■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■•■■■<
•••■»••■•■■■•■■•■■'■■»■••■■■■■■■•■••■■■■■■■•■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■•■■■•■■•*■■■»■•■■••■»■■■■■■■■■•■»■•■*■■■■»■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< <■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■•■■■■■■■■■■'•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■••■■■■•■■■•i- >•*•■■■■■>■■■■■■■■■■•■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! >■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Barþjónar stoína
með sér samtök
29. maí sl. vom stofnuð sam-
tök íslenzkra barþjóna. Viðstadd-
ur stofnun samtakanna var forseii
alþjóðasamtaka barþjóna, lir.
Kurt Sörensen, sém var félags-
legui- ráðunautur við stofnun
þeirra. Sörensen kom hingað í
boði fyrirtæk’Sins Konráðs Ax-
eh^nnar & Co. Sjamtökin, hafa
engin afskipti af kjaramálum með
1‘ima sinna og tekur ekki afstöðu
til stjórnmála.
Takmark samtakanna er m.a.:
að efla og bæta starf og menntun
barþjóna m.a. með því að taka
virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi
barþjóna og hefur í þeim efnum
sótt um upptöku í alþjóðasamtök-
I Að sjá um að allir drykkir séu
eingöngu framreiddir samkvæmt
' alþjóðlegum viðurkenndum upp-
sgriftum, bæði að því er varðar
blöndUn og blöndunarefni og
vinna jafnframt að því að nýjar
blöndur hljóti viðurkenningu.
Að hafa vinsamlegt óháð sam-
starf við alla þá aðila, sem áhuga
hafa á málefnum samtakanna.
Stjórn samtakanna skipa: Símon
Sigurjónsson formaður Daniel
Stefánsson varaformaður, Þór-
arinn Flygering ritari, Róbert
Kristjánsson gjaldkeri, Jón Þór
Ólafsson með stjórnandi. í vara
stjórn er Stefán Þorvaldsson.
Endurskoðendur eru Christian
Ewald Torp og Jón Jóhannesson.