19. júní - 01.05.1921, Side 2

19. júní - 01.05.1921, Side 2
82 19. JÚNÍ Á að lögskylda ógifta móður til að feðra barn sitt? í hinu nýja lagafrumvarpi um af- stöðu foreldra til óskilgetinna barna eru engin ákvæði er gjöri móðurinni þetta að skyldu. Oss er eigi kunnugt um hvort þetta hafi nokkru sinni verið lögboðið hér á landi, hyggjum að svo sé eigi. En hinsvegar munu klerkar í fyrri tíma, hafa, þá er þeir skírðu óskilgetin börn, gengið allríkt eftir að fá að vita faðernið. Var það án efa sprottið af embættisár- vekni þeirra, en eigi munu þeir hafa haft neinn lagalegan rétt til þess, enda eigi lialdið því til streitu ef móðurin vildi eigi gjöra faðernið uppskátt. Og aldrei mun neinni þvíngun hafa verið beilt. Á siðari áratugum mun þessi árvekni klerk- anna hafa dofnað og víst er um það að nú eru engin þau lög til, skráð né óskráð, er knýja móður til að segja til nafns barnsföður síns, óski hún að láta það liggja í þagnargildi, og sé fær um að standa straum af barn- inu, án þess að leita til þess hjálpar af almannafé, sveitarstyrks. En þegar hagur móðurinnar er þannig vaxin, eru í lögum fyrirmæli, er heimila við- komandi yfirvöldum að grafast fyrir um faðernið. Um það, hvort nú skuli tekið upp það nýmæli, að krefjast þess af liverri ógiptri móður að hún skýri frá því hver sé faðir að barni hennar, virð- ist ætla að verða nokkuð önnur skoð- un, en sú, er fram kemur í frumvarp- inu. í Lögréttu 9. febr. ritar frú Björg Blöndal um hjúskaparlöggjöfina og vill hún láta lögbjóða, að mæður skuli jafnan feðra óskilgetin börn sín. Ástæðan, sem frúin færir fyrir því er sú, að vöntun slíks ákvæðis geti leitt til þess, að ríkir barnsfeður kaupi lítilsigldar barnsmæður til að þegja um faðernið, og með því sé réttur barnsins fyrir borð borinn. Þessi ástæða hefir að vísu við nokk- ur rök að styðjast, en samt mundi þeim, sem svo væri innrættur, að hann vildi eigi kannast við barnið, eða af tilliti til annara: eiginkonu, unnustu eða ættingja, eigi þyrði að gangast við því, varla verða skota- skuld úr að kaupa einhvern karl- mann, álíka lítilsigldan móðurinni, til að gangast við faðerninu fyrir sig. Annað eins og það mun nú hafa verið brallað hér á voru landj. Pað er því augljóst, að þar sem viljinn væri nógur og getan til þess, frá föð- ursins hendi, og samþykki móður- innar fengist, mætti jafnan fara kring- am þetta atriði, þó í lög væri sett. Við þetta mundi ófeðruðum börnum ef til viil fækka, en í stað þeirra kæmu rangfeðruð. Um þetta sama efni ritar ungfrú Petrea G. Sveinsdóttir í Lögréttu og vill hún að hverri móður sé gert að skyldu að feðra barn sitt, að öðrum kosti missi hún alt tilkall til barns- ins og allan borgaralegan rétt. Minna má nú gagn gera! Það er varla hægt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér þetta refsiákvæði svart á livítu. En ungfrú Petrea hefir ein- göngu hag barnsins fyrir augum, og henni virðist starsýnast á það, er

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.