Alþýðublaðið - 14.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.09.1963, Blaðsíða 4
f (Z\ 'LFI h < :/c/ ÁSGh f SKRÍf AR- \3 1 G 11*11 «V 1101 g FLESTIR einstaklingar munu eflaust gera sér ljóst gildi þess að eiga nokkurn varasjóð, sem gripa megi til, ef tekjur bregð- ast um stundarsakir eða ó- vænt óhöpp ber að höndum. Allir forráðamenn fyrirtaekja vita, hversu mikiivægt er, að' rekstur fyrirtækisins sé sem jafnastur, þótt sveiflur kunni að verða á söiu eða kaupum, -en í því skyni er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða nokkruin varasjóði til þess að jafna met- in. Þeir vita líka, að bankar og aðrar lánastofnanir eru ó- fúsar að veita fyrirtækjum lán til langs tíma, nema þau hafi yfir að ráða nokkrum vara- sjóði er veiti aukið öryggi fyr- ir því, að þau geti staðið £ skilum. En þrátt fyrir þessi augljósu sannindi virðast Is- lendingar undanfarna áratugi ekki hafa gert sér svo Ijóst sem skyldi, hvert gildi þáð hef- ur fyrir þjóðarbúið í heild, að eiga nokkurn varasjóð í við- skiptum sínum við önnur lönd. Áratuginn fyrir heimsstyrjöld-r ina síðari áttu íslendingar yf- irleitt ekki varasjóð í erlend- um gjaldeyri. Á styrjaidarár- unum safnaðist þjóðinni hins vegar gildur gjaldeyrissjóður. En honum var ráðstafáð á skömmum tíma eftir styrjöld- ina, og í meira en áratug átti þjóðin síðan ekki neinn gjald- eyrisvarasjóð, að heitið gæti. Þetta oUi þvá, að þegar gjald- eyristekjur brugðust, varð að grípa til gjaldeyrisskömmtunr ar .eða óhagkvæmrar og dýrrar skuldasöfnunar erlendis. Gjald eyrisskömmtunin varð til margs konar trafala í utanrík- isviðskiptunum og olíi margs konar óhagræði í atvinnn- rekstri þjóðarinnar. Skortur gjaldeyrisvarasjóðs og gjald- eyrishömlurnar rýrðu állt Iandsins erlendis og traustið á fjárhag þess og skertu þannig skUyrði til öfiunar hagkvæms lánsfjár. Hjá öllu þessu: liefði verið unnt að komast, ef gjald- eyrisvarasjöður hefði verið fyr4 ir hendi til þess að jafna sveifl urnar, sem urðu og alltaf má búast við. En það var eins og forráðamenn þjóðarinnar og þjóðin sjálf skildi ekki nauð- syn þess og gildi að eiga slík- an varasjóð. Á undanförnum árum hefur nýrri stefnu verið fylgt í þess* um efnum og kappkostað að koma upp gjaldeyrisvarasjóði og efla hann. Elnstaklingar eignast auðvitað ekki fé nema með þvi að eyða ekki öllum tekjum sínum. Fyrirtæki eign- ast ekki varasjóð nema með því að leggja nokkuð til hliðar af því, sem það aflar með starfrækslu sinni. Þjóð getur ekki heldur eignazt varasjóð i erlendum gjaldeyri nema með því að nota ekki allar gjald eyristekjur sínar. Þar eð gjaldeyristekjurnar eru hluti af heiidartekjum ' þjóðarinnar, jafngildir þetta því, að þjóðin noti ekki allar tekjur sínar, þ. e. neiti sér uin einhverja « neyzlu eða einhverjar fram- kvæmdir, sem ella hefðu verið mögulegar, en leggi hluta af tekjum sínum fyrir sem er- lendan gjaldeyrisvarasjóð í staðinn. Myndim gjaldeyris- varasjóðs jafngildir því minnk- un neyzlu eða minni fram- kvæmdum en ella hefðu átt sér stað. Hvort tveggja er ekki unnt að gera í senn, að nota allar þjóðartekjurnar, sum- part til neyzlu og sumpart til framkvæmda, og eignast líka sjóð í erlendum gjaldeyri. A undanförnum 4 árum hefur þjóðin eignazt um 1200 milij. kr. gjaldeyrisvarasjóð. Neyzla þjóðarinuar eða framkvæmdir hennar hafa á þessu tímabili orðið þessu mun minni en ella hcfði verið kleift. En hér er um sameign þjóðarinnar að ræða. Þjóðarhúið getur nú staðizt á- föll í utanríkisviðskiptum sín- um, án þess að grípa þnrfi til skyndilegrar gjaldeyris- skömmtunar. geng'shrevt.Ing- ar eða annarra slíkra ráðstaf- ana, sem óhjákvæmilegar værn, ef slíkur varasjóður væri ekki fyrir hendi, en varðvelta ætti efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Gjaldeyrisvara- sjóðurinn er nú orðinn svipað- ur áð stærð, miðað Við utan- ríkisverziunina, og aðrar þjóð- ir telja lágmark þess, er þurfi tii að tryggja snurðulaus milli ríkjavlðskipti. Það hefur aúð- vitað kostað nokkra fórn að eignast þennan varasjóð. En hann veitir svo mikið öryggi og svo mikiivæga tryggtngu gegn óhagræði af svelflum og skakkaföilum og éflir svo mjög álit landsins og lánstraust er- lendis, að ekkert álitamál er, að þessar fórnir hafa verið réttlætanlegar og sjálfsagðar. Þegar gjaldeyrisvarasjóður er orðinn jafnstór og gjaldeyris varasjóður íslands er nú, þarf hann ekki lengur að vaxa ört, heldur aðeins smátt og smátt eftir því, sem þjóðartekjur og utanríkisviðskipti vaxa. í þjóð- hagsáætluninni fyrir árin 1963—1966, er einnig gert ráð fyrir, að gjaldeyrisvarasjóður- inn vaxi hægt, eða um 100 mUlj. kr. á ári að meðaltali. Þetta þýðir, að svo til allar tekjur þjóðarinnar geta nú gengið til neyzlu eða fram- kvæmda. En eriend lánsfjár- notkun getur aukizt einmitt vegna þess, að öfiugur gjald- eyrisvarasjóður er nú fyrir hcndi, og neyzla og fram- kvæmdir geta því orðið nokkru meiri en ðllum þjóðartekjun- um nemur. Hins vegar má aukning neyzlu og framkvæmda umfram aukningu þjóðartekna ekki verða of mikil. Hún má ekki verða meiri en sem nem- nr aukinni notkun erlendra framkvæmdalána tU langs tima. Verði hún meiri, koma áhrifin brátt í ljós í minnk- andi gjaldeyrisforða. Þá er kominn timi til að stinga við fótum og dragá nokkuð úr aukningu neyzlu og fram- kvæmda. Þess sjást greinUeg merki, að aukning neyzlu og fram- kvæmda hér á landl hafi á þessu ári orðið of mikil. — Gjaldeyrisforðinn náði hámarki í lok maí, en hefur síðan far- ið minnkandi. Hér er að nokk- ru leyti um eðlilega árstíða- Framh. á 15. Siílu Jónas Jónsson frá Hriflu: /ILÞÝÐUBLAÐIÐ hefur hafið •»náls á úrræðum í sambandi við ,<rílæpaöld, sem nú gengur yfir —Stór-Reykjavík. Borg er að mynd- ast mllli Gróttu, Elliðaánna og Hafnarfjarðar. Mikil borg á ís- iikenzkan mælikvarða. Þar búa 95 '■.Jþúsund menn, flest gott fólk og ,'ithafnasamt, en lögreglan segir, -að glæpir í borginni vaxi með unneiri hraða, en fóikstjian. Þetta cr athyglisvert. Svo að segja daglega lierma .fclöðin frá glæpaverkum í hænum. ■f’jófar keppa við ræningja um auðgunarglæpi. Sumir Ibrjóta ,glugga á húsum og taka þar út ídýrmæta hluti. Aðrir stinga upp 'kása og laumast inn, í hús að næt- ■virþeli til féfanga. Fyrir nokkru liöfðu tveir ungir menn gert 86 innbrot í Reykjavík á einu ári og /iskotnazt í verðmætum 100 þús- >ind króna virði. Stundum ráðast ^itórbófar á fólk á götum úti, berja 'það niður og.hirða allt fémætt úr Vösum þess. Eitt síðasta afrekið 'cr úr sögu kynmála. Drukkinn of- 'lneldismaður réðist á konu og ÍKirði hana -til óbóta eftir einnar ■áiætur kynni á hóteli í bænum. \ Einna hörmulegastur er atburð- nur, sem gerðist í skemmligarði ®eykjavíkur um liásumarnótí. ÍFimm unglingspiltar lokkuðu jafn j öldru sína inn í hinn fagra ; skemmtigarð bæjarins. Þeir höfðu ; skipulagt að njóta kynkynna við j unglinginn með meiri grimmd j lieldur en ljón og tígrisdýr beita í . sinni lífsbaráttu. Piltarnir voru fimm. Stúlkan var ejn. Þeir munu hafa treyst á, að skemmtigarður- inn væri á þessum tínia sólar- hrings mannlaus, og lögðu hönd á stúlkuna eftir fyrirfram gerðri áætlun. Einn hélt fyrir munn hennar til að deyfa neyðaróp. Hinir flettu hana klæðum og héldu með föstum tökum höndum hennar og fótum. í örvæntingu sinni tókst stúlkunni að fingur- bíta piltinn ,sem átti að kæfa hljóð, sem hafði þrátt fyrir allt borizt gegnum náttmyrkrið til manna, ser/i voru af tilviljun í skemmtigarðinum við að safna ormum vegna veiðiferðar. Neýð- arópið varð henni til bjargar. Á- rásármennirnir flúðu, en fundust næsta dag, játuðu sekt sína, og að lokinni einfaldri yfirheyrslu, vorú þeir sendir heim til vanda- manna, sem höfðu misst marks í uppeldisaðgerðum sínum. Það var alger tilviljun, að nokk- ur maður var þessa nótt í skemmti garðinuin. Piltarnir hafa vafa- laust gert ráð fyrir, að þeir gætu leikið glæpaverk sitt í friði, og engin frétt mundi berast um af- brot þeirra. Fyrir borgara í bænum, er hið margþætta siðléysi fimmmenning- anna meir en lítið athyglisvert. Þeir eru á æskualdri. Kynmál- efni áttu ekki að vera á þeirra dagskrá. Allir sæmilegir karl- menn í siðuðum löndum sýná kon- um háttvísi. Virðing karlmanna fyrir kvengöfgi ér glæsilegur þátt- ur í menningu nútímamanna. Hér var öllum þáttum laga, menningar og siðgæðis skotið til hliðar. Dýrs- eðlið eitt, villt og hömlulaust, var þessa stund allsráðandi á fögrum stáð í hjarta Reykjávíkur: En þjóðfélagið er mistækt. — Þegar lagsmaður sveitakonunnar veitti henni höfuðhögg eftir ar í mannfélaginu. En það ríki, sem sendir slíka pilta að afstöðnu slíku glæpaverki, beint heim tii ættingja, sem hefur mistekizt upp- eldið áþreyfanlega, sem raun ber vitni um, má búast við, að ung- -mennin fái í heimahúsum þær uppeldisbætur, sem þau skortir. Þar hefur mannræktin sýnilega verið lítt stunduð á æskuárum þeirra. Hér standa margir að ó- fullkomnu uppeldisverki. Fjöl- skyldur og heimili. Næst koma valdastofnanir ríkisins, skólamir, menntamálaróðuneytið, . kirkjan, lögreglan og dómsmálastjórnin. Þessir aðilar hafa engan lækni og ekkert hjúkrunarlið til að sinna þessum siðferðissjúklingum. Hér er treyst á Guð og gaddinn, eins og í hallærissveit. En vitaskuld hafa þessir sjúklingar ekki síður þörf fyrir sitt sjúkrahús, en þeir sem verða fyrir líkamsárásum drukkinna ruddamenna. Leikmenn verða stundum að ieggja orð í belg, þegar valdamenn þjóðfélags- ins sinna ekki eðlilegum kröfum þegnanna á vandatímum. Ég tek dæmi um gagnleg áhrif borgar- | anna á hliðstæð mál hér í bæn- ! um. Fyrir tæpum 40 árum var : fangahúsið við Skólavörðustíg ó- '.hæft til íbúðar fyrir mannlegar verur. Birta var lítil og daunillt í fangaklefunum. Þar voru timbur- gólf óþétt mjög. Forarpollar und- Framh. á 14, síðu skemmtikynningu í gistihúsi, kom i mannfélagið strax til hjáipar. Læknar og hjúkrunarkonur veittu hinni sjúku konu nauðsynlegar aðgerðir og von um fullan bata, eri piltarnir fimm fengu að loknu giæpaverki sínu enga viðhlítandi umönnun. Verknaður þeirra bend- ir á, að þeir geti fyrr' en varir verið orðnir hættulegir glæpa- menn. Afbrot þeirra er mikið, sarrit mundi mega gerbreyta þess- ura ungmennum, ef beitt væri réttri lækningu, svo þeir yrðu löghlýönir ;og skyiduræknir þegn- H úsgagnasmiðir Húsgagnasmiðir óskast nú þegar til starfa á verkstæði voru. Ákvæðisvinna — tímavinna. Aðeins reglusamir menn koma til greina. Uppl. gefnar á staðnum eða í síma 12691. Á kvöldin í síma 36898. 1‘fúsgagnaverzgisn Reykjavíkur Brautarholti 2. 14. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.