Alþýðublaðið - 14.09.1963, Blaðsíða 7
I
FRÆGÐ -
BJÓ ISKUGGA
ALVEG þangað til nú nýlega
hefur bandaríski kvikmyndaleik-
arinn Sþencer Tracy verið álitinn
fyrirmyndar eiginmaðúr. Hann
var jafnan í fylgd með konu sinni,
Louise Treadwell, og þau virtust
bæði glöð og hamingjusöm. Nú
hefur almenningur fengið að vita
að' bros þeirra og hamingja voru
aðeins á ytra borði.
Fyrir skömmu lagðist Spencer
Tracy á sjúkrahús eitt í Los Angel
es vegna lungnasjúkdóms. Og
Hinn barngóði Spencer
sjúkdómurinn reyndist mjög alvar
legur. Svo alvarlegur var hann,
að Spencer Tracy fékk ekki leyfi
til að taka á móti gestum . . nema
konu sinni og leikkonunni Kather
ine Hepburn.
Blaðamennirnir í Hollywood
fengu nóg að gera, þegar þeir kom
ust á snoðir um þetta. Tvær kon-
ur við sjúkrabeð Tracys. Það Var
ærið umhugsunarefni. Og smám
saman skýrðist málið. Það kom
nefnilega í ljós, að hinn 63 ára
gamli kvikmyndaleikari hafði um
árabil lifað tvöföldu lífi, án þess
að nokkur hefði grun um það,
nema þeir, sem hlut áttu að máli.
Spencer Tracy hafði lifað í hjóna
bandi með eiginkonu sinni Louise
Treadwell og jafnframt átt Kat-
herine Hepurn fyrir ástmey.
En hvers vegna skildi hann ekki
við Louise? Og hvers vegna í ó-
sköpunum giftist hann ekki Kat-
herine? Svörin við þessum spurn
ingum eru ekki eins augljós og
ætla mætti. En þegar þau urðu
heyrinkunn breyttist kalinn, sem
um sinn hafði vaknað í garð Trac-
ys, þegar kunnugt varð um tvö-
falt liferni hans, í djúpa samúð.
Louise og Spencer eignuðust
son, sem hét Jóhn. Spencer var
ékaflega hrifinn af honúm, því að
hann er maður barngóður. En Um
það bil tíu mánuðum eftir fæð-
ingu barnsins kom Tracy einu
sinni að konu sinni, þar sem hún
sat og grét ákaft.
— Ég hef ekki enn getað feng-
ið mig til að segja þér sorgarfregn,
sagði Louise, þegar maður henn
ar gekk á hana. John sonur okkar
er daufdumbur. Ég hef lengi ver-
ið hrædd um það, en nú er ég viss;
Hann heyrir ekkert — og mun
aldrei getað talað.
Þetta fékk ógurlega á tilfinn-
ingamanninn Spencer Tracy.
Iiann iagðist í botnlaust hugaryíl.
Og til að sefa sorg sína fór hann
að drekka. Og hann drakk mikið.
Smám saman veiktust kraftar
hans, hann fitnaði óhóflega og
fékk útlit sídrykkjumannsins.
i Þar kom að hinn daufdumbi son
ur eignaðist litla systur. Susan
var hún skirð, og hún varð sem-
betur fer alveg eins og önnur
börn. Þetta gat þó ekki að fullu
læknað áhyggjur Spencers. Hann
hætti þó að drekka en sökkti sér
þess í stað niður í starf sitt.
Hann varð ríkur og frægur. En
hann var ekki hamingjusamur
maður.
Einn góðan veðurdag árið 1941
varð Katherine Hepburn á vegi
Spencers Tracy. Þau áttu að leika
saman í kvikmynd. Og það varð
ást við fyrstu sýn. Spencer og Kat-
herine gerðust góðir vinir og hann
sagði henni allt af létta af sírium
högum. Katherine var kona, sem
skildi hann. — Hún vann bæði
ást hans og trúnað og gat stillt
hinn sára harm, er í brjósti hans
bjó.
Aldrei varð þó úr því að þau
Katherine stofnuðu til hjúskapar.
í hvert sinn, sem eitthvað slíkt
bar á góma hristi Spencer höfuð
ið og sagði:
---Það kemur ekki til mála. Ég
verð að hugsa um drenginn minn,
hami John. Hann þarf bæði á móð
ur og föður að halda? Og hvað
verður um hann ef við hjónin skilj
um?
Frú Tracy. komst fljótt að því,
hvar fiskur lá undir steini. -En
það hvarflaði ekki heldur að henni
að sækja um skilnað. Tillitið'til
Johns var henni fyrir öllu.
Þessir þrímenningar, Spencer,
Louise og Katherine hafa sem sé
orðið að færa sínar þungu fórn-
ir. En nú er John Tracy orðinn
fullorðinn maður og það sem
meira er: Hann hefur lært að
gera sig skiljanlegan á sinn hátL
Og nú er hann í fastri atvinnu
hjá Disney.
Laugardagur 14. september
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tóníeikar. — 8,30 Fréttir. —
8,35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar),
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir).
16.30 Veðurfregnir. .......
Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustur
dans- og dægurlögin.
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Séra Hjalti Guðmundssot*
velur sér hljómplötur.
18.00 Söngvar í léttum tón.
18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkýnningar.
19.20 Veðurfregnir. —- 19.30 Fréttir.
20.00 „Gróðurhúsið", smásagá eftir Anders Bodelsen, í þýðingrt
Stefáns Jónssonar rithöfundar (Steindór Hjörleifsson leikari).
20.15 , írskur tenór og þýzkur. barýtón: Guðmundur Jónsson minnir
hlustendur á söngvarana John McMormack og Heinrich
Schlusnus. .......
21.00 Leikrit: Þættir úr „Paradísarheimt“ eftir Halldór Kiljan Lax-
nes, saman teknir af Lérusi Pálssyni fyrir leiksýninguna Kílj
anskvöld 1961 og stjórnað af honum. Leikendur: Helga Val-
týsdóttir, Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson, Valur Gísla
son og Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.
A vélarvæng yfir Ermarsund
Katherine Hepbrun og Spencer Tracy í myndinni „Fagir brúðarinn
ar“, þar sem þau léku aðalhlutverkin.
32 ÁRA gömul ensk stúlka, II-
ana Campbell, vann nýlega þá
heíjudáð, að verða fyrst’a mann-
eskja í veraldarsögunni, sem fer
yfir Ermarsund standandi á flug-
vélarvæng.
Kunnur flugmaður og verðlauna
hafi, Dennis Hártas, stýrði vél-
inni, sem var lítil tvíþekja, en
I’.ana lét binda sig fasta á annan
flugvélarvænginn. í köldum gusti
og þungum loftþrýstingi hélt Ilana
þrekraunina út í 80 mínútur. Á
eftir vél Hartas fór önnur vél,
sem vera skyldi til taks, ef eitt-
hvað yrði að.
Einu sinni á leiðinni yfir sund
ið, lenti flugvélin í slæmum svipti
vindi. Að öðru leyti gekk ferðin
hið bezta og Ilana var hraust og-
kát að leiknum lokum.
Fi-akkar þeir, sem urðu vitni
að því er flugvélin kom x’fir sunct-
ið með konuna standandi á væÁyrk
um urðu furðu lostnir. Slíkt höMi*
þeir aldrei séð fyrr. Og þeir hrós
uðu ákaft hugrekki og þreki Ilönujj
þegar hún steig niður af flugvel'
arvæng litlu tvíþekjunnar.
tiUAJ
14.. sept. 19^3 %
.PX T*|