Alþýðublaðið - 19.09.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1963, Blaðsíða 3
20 skip með rúm 10 þúsund mál Reykjavík, 18 sept. SÍLDARAFLINN var samtals 10.900 mál síðastliðinu sólarhring, en alls tilkynntu 20 skip afla á þessum tíma, Síldin veiddist á sömu slóðum og undanfarið, það er að segja 100 til 110 mílur aust-suðaustur af Dalatanga. Óhagstætt veður var á miðun- inn í dag, en þó voru einhver skip að kasta. Veður hefur farið batn- andi á miðunum í dag og eru nú margir bátar, sem biðu í landi á útleið. Menn eru að vonast eftir síldveiði með kvöldinu. Tólf bótar fengu 500 mál síldar eða meira síðastliðinn sólarhring og fara nöfn þeirra og afli hér á eftir: Gullfaxi 500, Sæfaxi 850, Sæ- úlfur 750, Húni II 600, Guðmund ur Þórðarson 750, Haraldur 650, Sólrún 800, Gjafár 800, Víðir II. 700, Eldey 600, Sigurpáll 900 og Helgi Helgason 550. Seyðisfirði 18. sept. FJÖGUR þúsund mál síldar bíða nú löndunar hér á Seyðisfirði. Veðrið hérna er milt og gott, en bræla hefur verið úti á miðun- um. Nú virðist brælan vera að ganga niður og bátamir eru að fara út. Nokkrir bátar hafa tek- ið nætur sinar núna síðustu dag- ana og hætt veiðum. - Gunnþór.. Neskaupstað, 18. sept. LÍTIÐ hefur borizt hingað af síld í dag. Þó hafa 17 skip komið hiagað með slatta í gær og nótt og í dag með samtals um 6 þús- und mál síldar. Bræðslan hér hefur nú tekið á móti um 250 þúsund málum. — Veðrið er sæmilegt. — Garðar. Eskifirði, 18. sept. BÁTARNIR hafa verið að fá ein- hverja síld á miðunum i dag og er einn þeirra Ársæll Sigurðsson II. á leiðinni hingað með 500 mál síld ar. Dálítil síld barst hingað í gær- kveldi og í nótt. Bræðslan hefur nú tekið á .móti um 84 þúsund málum. Veður er hér mjög sæmilegt. Magnús. Sendiráö Breta i brennt KENNEDY HITTIR LEIÐTOGA NEGRA WASHINGTON 18.9 (NTB-Reut er). Kennedy forseti mun eiga fund með sjö negraforingjum frá Alabama, að því er blaðafufl trúi forsetans skýrði frá í dag. Negraforingjarnir sendu Kenn edy skeyti á mánudaginn og fóru Ásmundur frá Skúf- stööum lézt í gær ÁSMUNDUR skáld Jónsson frá Skúfsstöðum lézt í gærmorgun á Landakotsspítala eftir stutta legu. Ásmundur var 64 ára gamall. þess á leit að þeir fengju að ræða við hann um ástandið í Alabama eftir dráp fjögurra negrastúlkna á sunnudaginn. Einn leiðtoganna, sem ræða munu við forsetann er Martin Lut her King, en hinir eru þekktir leiðtogar úr presta- og mennta- mannastétt. Þrjár negrastúlknanna, sem myrtar voru í Birmingham á sunnudaginn voru jarðsettar í dag. Sú fjórða var jarðsett i gær. Mik ill mannfjöldi var við útförina. pandteknir voru í gær tveir hvítir unglingar fyrir morð á svertingja eftir atburðina við kirkjuna í Birmingham á sunnu daginn þegar stúlkurnar voru myrtar. DJAKARTA 18.9. Indónesískur skríll brenndi í morgun sendiráð Bretlands í Djakarta til grunna. í London kvaddi utanríkisráð herra Breta, Home lávarður, sendi herra Indónesíu á sinn fund og bað hann að koma þeim tUmæl- um áleiðis tU Indónesíustjórnar að hún bindi þegar I stað enda á „þetta villimannalega fram- ferði,“ og verndaði ííf og eignir brezkra borgara. Sendihe.rrann brezki, Andrew Gilchrist, sem var sendiherra Breta í Reykjavík í þorskastriðinu eins og menn muna, komst út úr sendiráðinu heilu og höldnu. Hann var fluttur burtu í jeppa, að því er bandaríska sendiráðið í Djakarta skýrir frá. Eldur var einnig lagður í krikk ett-klúbb i Djakarta, en klúbb- ur þessi er helzta miðstöð brezkra borgata, sem búsettir eru í borg inni. Þá var einnig ráðizt að heim ili Gilchrist sendiherra og ann- arra Breta. Árásin á brezka sendiráðið í dag er önnur árásin á þremur dög um. Skríllinn ruddist inn í bygg inguna og brátt var lagður eldur að byggingunni. Þegar eldurinn tók að breiðast út var skjölum og húsgögnum forðað út um glugga á byggingunni. Ekki virtust nein ar tilraunir gerðar til þess að hefta útbreiðslu eldsins. í morgun var einnig gerð árás á sendiráð Malaysíu í Djakarta. Óeirðirnar voru fyrir utan sendi j ráð Breta og Malaysíu þegar til- j kynnnt var um stofnun Malaysíu fyrir nokkrum dögum og í Ku- ala Lumpur, höfuðborg Malaysíu hafa verið óeirðir undanfarna daga til þess að mótmæla stefnu Indónesíu gagnvart hinu nýja sambandsríki. í dag skipaði stjómin í Djak- art vinstrisinnuðum verkalýðsfé- lögum að afhenda stjórnina á brezk um fyrirtækjum, sem þau tóku í sínar hendur í gær, aftur fyrri eigendum. Subandrio, utanríkisráðherra Indónesiu er á leið tU New York þar sem hann hyggst sitja Alls herjarþing Sþ, sem er nýkomið saman til fundar. Þar hyggst hann bera upp Malaysíu-málið, en í gær mótmælti Sþ-fulltrúi Indónesíu aðild sambandsríkisins að sam- tökunum. í Manila, höfuðborg Filippseyja virðist gæta vaxandi andúðar og vafa á stöðu stjórnarinnar gegn Malaysiu og hefur það m.a. kom- ið fram í ritstjórnargreinum blaða. Þriðja bókarhandriti Djilasar smyglað út MILOVAN DJILAS, fyrrver- andi varaforseti Júgóslavlu, sem situr í fangelsi í Júgó- slavíu vegna skrifa sinna með afhjúpunum um kommúnism- ann, hefur tekizt að smygla þriðja handritinu til útlanda, að því er Lundúna-blaðið ,,DaiIy Telegraph” hermir. Djilas, sem eitt sinn var nánasti samstarfsmaður Titós og sá maður, sem forsetinn treysti bezt, var liandtekinn 1956 fyrir gagnrýni á fyrrv, leiðtoga sína. Hann er nú 52 ára að aldri. Fangelsisdómurinn var lengdur þegar hann hafði smyglað handritinu að bókinni „Hin nýja stétt” út úr fangels- inu, en sú bók var gagnrýnl á kommúnistíska valdagosa. — Hann afplánar nú átta ára dóm sem hann fékk 1962 fyrir birt- ingu endurminninga hans um Stalín. UPI-fréttastofan hermir, að fangavistin hafi haft slæm á- hrif á heilsu Djilas, en ein- angrunin hefur þó ekki haft eins slæm áhrif á hann og ó- frávíkjanleg skipun Titos um, að hann fái ekki aðgang að skriffærum í fangelsinu. Kona Djilas og lítil börn þeirra búa við kröpp kjör í Belgrad. Yfirvöldin hafa bann- að henni að taka við tekjum af sölu bókar manns hennar er- lendis og júgóslavneskir komm únistar hafa gengið svo langt í því að leggja hart að henni, að þeir hafa lagt til, að hún gæti bætt aðstöðu sína með þvi að sækja um skilnað við mann sinn, að þvi er heimildir þess- ar herma. Milovan Djilas var einn nán asti vinur og samstarfsmaður Titos í skæruhernaðinum í síðustu styrjöld og seinna, þeg ar kommúnistastjórn var kom- ið á í Júgóslavíu. Árbæjarsafn lokað ÁRBÆJARSAFNI var lokað sl. sunnudag. Næstu vikur verður þó hægt fyrir ferðamenn og hóp- ferðafólk að fá leiðsögn um safn- ið gegn venjulegum aðgangseyri með því að tilkynna fyrirfram í síma 18000 (Skjala- og minjasafn borgarinnar) um heimsóknartíma og taka leiðsögumann með í Skúla- túni 2. Á sama tíma er Minjasafn borg- arinnar í Skúlatúni 2 opið dag- lega kl. 2-4 án aðgangseyris. Á laugardögum og sunnudögum kl. 2-4 gefst almenningi kostur á að sjá borgarstjórnarsalinn í hús- inu, sem m. a. er prýddur vegg- málverki Jóns Engilberts og gobe- línsteppi Vigdísar Kristjánsdóttur eftir málverki Jóhanns Briem af fundi öndvegissúlnanna, sem Bandalag kvenna í Reykjavík gaf borgarstjórninni. I Kuala Lumpur hefur Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra Malaysiu tilkynnt, að varnir sam- bandsrík-sins verði efldar vegna ógnunarinnar af hálfu Indónesa og Filippseyja. Stofnað verði sér- stakt fandvarnaráð, sem háttsett ir ráðherrar og hershöfðingjar fá sæti í. Allar greinar heraflans verða efldar og varnirnar í Sarawak og Sabah (áður brezka Norður-Born- eó) alveg sérstaklega. Þar eru ör yggissve.tir og almennir borgarar við öllu búin til þess að verja landamærin við Indónesíu, sem er 250 mílur á lengd. Sagt er, að Indónesar hafi komið upp her- þjálfunarbúðum skammt frá landamærunum. Duncan Sandys, samveldismála ráðherra Breta, hefur sagt í Ku- ala Lumpur, að Bretar séu reiðu húnir að veita aðstoð til vemdar frelsi og fullveldi Malaysíu. Kennedy Bandaríkjaforseti hef ur í skeyti til Malaysíustjórnar látið í ljós þá von að framhald verði á góðum samskiptum. (Grein um Malaysíu er í opnu). KENNARAR Framh. af 1 sfðu anlega ræzt úr þessum málum und anfarin haust. : Kennarar fengu allgóða kjarai bót í sumar frá því sem áður var^ Töldu þá sumir, að nú myndf vandi þjóðarinnar af kennaraskort- inum minnka eða jafnvel verða úr sögunni. Reynslan í haust hefur ekki orðið sú. Enn vantar okkur kennara. Kennarastarfið virðist enn ekki nægilega aðlaðandi til þess að menn almerint telji það eftirsóknarvert. Mikil ábyrgð og mikill vandi hvílir á skólimum. Það gerir þjóðin sér ljóst og þess vegna bíður hún og vonar hið bezta. i ÍÞRÓTTIR Framh. af 10. síðu 4x100 b boðhlaup KR 12 ÍR 4) A-sveit KR 45.0 sek. (Einar G., Ól- afur, Válbjöm, Einar Fr.) B-sveit KR 48.2 sek. (HaUdór G., Valur, Kristl., Agnar L.) A-sveit ÍR 49.1 sek. (Hreiðar, Hann es, Erlendur, Þórarinn) 4x400 m. boðhlaup (KR 12 ÍR 4) A-sveit KR 3:36.2 mín. (Ólafur, Valur, Agnar, Valbjörn). B-sveit KR 3:51.4 min. (Einar G., Páll, Halldór G„ Kristl.) A-sveit ÍR 3:57.3 mín. (Hreiðar, Hannes, Erlendur, Þórarinn). Stigin: Ipt 260 — ÍR 129 — Á 10 MtMMMmtÍtMMMMMHWIV) Síldin fil Rússlands í SAMBANDI við frétt, er Alþýðublaðið birti í gær um sildarsölu til Sovétríkjanna, vill blaðið taka fram, af gefnu tilefni, að fréttin er ekki höfð eftir Erlendi Þor- steinssyni, formanni Síldar- útvegsnefndar. Að vísu sneri blaðið sér til hans í gær eftir að frétt- in hafði verið birt í blaðinu. Hann sagði, að þarna væri um ágreining að ræða, en nefndin væri ekki farin að ræða þetta mál. ALÞÝÐUBLA! ! - - 19 sept. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.