Alþýðublaðið - 19.09.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.09.1963, Blaðsíða 13
Eru reykingar skaðlegar van- Það hefur löngum verið ærið umhugsunarefni jækna og vís- indamajina, víða um heim, hvers vegna börn fæðast andvana, van sköpuð eða vangefin, og hvernig koma mætti í veg fyrir slíka harm leiki. Um þessar rnundir standa yfir víðtækar rannsóknir í Banda ríkjunum, og er tiigangur þeirra að íá sVar við þessum spurningum. Hundruð lækna, vísindamanna og hjúkrunarfólks hvaðanæva úr Bandaríkjunum taka þátt í rann sóknum þessum.' Mörg þúsund bandarískar mæður hafa boðizt til að taka þátt í rannsóknunum og er vísindamönnum ætlað að gera rannsóknir á þeim og afkvæmum þeirra. Áætlun þessari var hleypt af stokkunum árið 1957 í Washing- , tonborg, og var upphaflega ætlun in að gera rannsóknir á heilalöm un, andlegum vanþroska og öðr um tauga- og andlegum truflun um nýfæddra barna. Hlutverk ■ þessara rannsókna varð þó miklu v.íðtækara en áætlað var í byrjun og verður unnið að því samtímis að kanna orsakir flogaveiki, mál . helti o.-fl.. sem börn ganga með frá fæðingu. Jafnvel þótt tala barna, sem haldin eru ofangreindum einkenn um við-fæðingu sé tiltölulega lág skiptir hún þó milljónum. Verða sum þessara barna að dvelja á . hælum alit sitt líf en önnur eru foreldrum sírium þung byrði. Það er of seint að byrgja brunn inn, þegar barnið er dottið, ofan í. Reynsla liðinna ára sýnir, að löng um hefur verið illmögulegt að ■ komast að andlegum vanþroska barna fyrr en mörgum mánuðum og jafnvel árum eftir fæðingu. Að þeim tíma liðnum var ætíð illmögu legt og stundum ómögulegt að afla sér nægilegra upplýsinga um orsakir þær, sem fyrir slíkri van þroskun lágu. Menn gerðu sér Ijqst, að nauðsynlegt var að kanna ástæður fyrir sjúkdómum þessum þegar á meðgöngutíma, eða löngu áður en þeir vissu hvort barnið fæddist heilbrigt eða ekki. Úndirbúningur þessára rann- sókna taka um tvö ár, en þær eru mjög vel skipulagðar. Þær eru nú starfræktar í fjórtán spítölum í tíu fylkjum víðs vegar um Bandaríkin. Uæknar á sjúkrahús Um. þessum sjá sjálfir um að út [ vega konur sem fúsár eru til að leggja fram lið sitt, en þær eru siðan rannsakaðar og spurningar fyrir þær lagðar. Hvert smáatriði sem talið er hafa einhverja þyð ingu er síðan fært i sérstakar skýrslur. Rannsóknum þessum er haldið áfram á meðan á öllum meðgöngutímanum stendur og jafnvel eftir fæðingu, á meðan barnið dvelst á spítalanum. Að þessu loknu eru börnin rannsökuð á sex mánaða fresti. Allar fengnar upplýsingar, sem fram koma við rannsóknir þessar eru síðan sendar til aðaiskrifstofu rannsóknanná í Washingtonborg. Þar eru rafeindaheilar látnir að- stoða vísindamenn við niðurstöð- urnar. Aðalskrifstofan hefur í sín .um fórum þúsundir vísindalegra útreikninga við hvert tilfelli, sem talið er að einhverju leyti af- brigðilegt. Yfirleitt hafa niður- stöður rannsóknanna hingað til borið saman við grun vísinda- manna um þessi efni, en þess utan hefur margt nýtt borið á góma. Með þessum nýju rannsóknum hefur vísindamönnunum þannig tekizt að komast að raun um, að ýmsir virussjúkdómar á meðgöngu tíma, þar á meðal Asíuinflúenza og Rauðir hundar, geta haft skað væn áhrif á barnið. Sama máli er að gegna um fleiri sjúkdóma. þar á meðal sykursýki. Konum, sem reykja sígarettur er hættara við að fæða börn sín fýrir tímann, en ótímabærár fæð ingar geta oft haft skaðleg áhr*f á heilann og taugarnar. Vísindamenn í Bandaríkjunum eru vongóðir um, að með þessum nýju rannsóknum verði hægt að varpa nýju ljósi á eitt aðalundir- stöðuvandamál mannkynsins — og um leið eitt hið erfiðasta. HÆTT er við, að konur sem reykjá sígarettur, aðallega á meðgöngutíma, fæði börn sín fyrir tímann. Slikar fæðingar geta haft skaðleg áhrif á lieilann og taugarnar. PÖNNUKAKAN lengi lifi, — liefur Lady Bird Johnson sjálf- sagt hugsað með sér á Blikastöð- um! Og einmitt daginn eftir rák- umst við á grein í dönsku blaði, sem ber þetta heiti: Pönnukakan lengi lifi! Og á þessum pönnu- kökudögum fannst okkur sjálf- sagt að. birta greinina í lauslegri íslenzkri þýðingu. Þar segir svo: Þegar ég þarf að hressa eitt- hvað upp á húsmóðurgloríuna mína, bregð ég aUtaf á Ieik með pönnukökur Ef maður hefur einu sinni komizt upp á lag með að baka þær, má koma fram með þúsund breytingartillögur. Ef búa á til vorrúllur, þarf að baka 18-20 pönnukökur handa fjórum eða fimm matargestum. Salt ér sett í pönnukökurnar í stað sykurs og þær fylltar með kjotfarsi ög hökkuðum lundum, sveppum, engifer og svolitlu- af hvitlauk. Rúllurnar eru steikt- ar í heitri olíu, látið drjúpa af þeim á brúnan pappírv eg. born- ar fram sjóðheitar með kin- verskri sósu. Ef yður vantar uppskrift af góðum niorgun- eða hádegisverð- arrétt, gætuð þér notazt við pönnukökur fylltar með svepp- um a la créme (líklega í rjóma- sósu), puntaðar með harðsteikt- um baconsneiðum, Og ef yður vantar einhvern eftirrétt. ættuð þér að reyna kaldar pönnukökur með mildum osti (eða ostasósu) ög strá yfir þær grófhökkuðum, ristuðum mcndium. Gætið þess, að þessar pönnu- kökur eiga að vera sykurlausar. Að lokum þetta: Vitið þér, að pönnukökur eru ljúffengar með sítróKusafti og svoltilum flóT^ sykri? Auðvitað hafið þið smakkað pönnukökur með ís, —- bæði rjómaís og venjulegum mjólkur- ís, sem fæst í næstu sjoppu. — Pönnukokur með bérjum, pönnu- kökur með púðursykri, pönnu- kökur með rjóma. En við, sem liöfum staðið f þeirri trú, að pönnukökur með rjónia væru nokkurs konar þjóð- arréttur íslendinga! Og svo kem- Framh. á 14. síðu AiÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. sept. 1963 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.