Alþýðublaðið - 21.09.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Síða 3
aphilindo toppfundur tiilaga Tunku Abdul Rahmans Þingmenn viija vopnlaust svæði Rússneskar flug- vélar suð-vestur af íslandi ORRUSTUÞOTA frá KeHa- víkurflugrvelli sá í gærdag tvær rússneskar farþegaþot- ur á flugi í 35 þúsund feta hæ'ð um 700 mílur suð-suð- vestur frá Reykjavík. Voru þær því næst miðja vegu milli íslands og Skotlands. Er mjög líklegt að vélar þessar hafi verið að koma frá Kúbu, en Rússar eiga farþegaflugvélar, sem geta flogið í einum áfanga frá Moskvu til Kúbu, og þurfa hvergi að millilenda. Geta þessar vélar borið mikið eldsneyti, og hefur þeirra orðið vart af og til að und- anförnu. Flugmenn þeirra hafa ekk ert samband við flugstjórnar menn í Ameríku eða Evr- ópu, enda eru Rússar ekki í ICAO, — Alþjóðaflugmála-. samtökunum, og ber því ekki að láta vita um flugleið- ir sínar. Belgrad, 20. september (NTB-Reuter) ÞINGMENN hvaðanæfa að úr heiminum lýstu yfir stuðningi í ályktun, sem samþykkt var á loka- fundi ráðstefnu Alþjóðaþing- mannasambandsins f Belgrad í dag, við stofnun kjarnorkuvopna- iausra svæða undir traustu eftir- liti og með takmörkuðum herafla í ýmsum hlutum heims. Ráðstefnan samþykkti með 17 atkvæða meirihluta bandaríska tillögu um að sleppa grein í upp- kastinu að ályktunartillögunni þar sem sérstaklega var vísað til mikilvægis svæðis með takmörk- uðum herafla í Mið-Evrópu. Banda ríski fulltrúinn taldi slíkt mundu valda deilum, einangra Mið-Evr- ópu og auka vandamál, sem varða einkum þessi landssvæði. Rúmlega 480 fulltrúar frá 58 löndum sátu ráðstefnuna. Skorað var á öll ríki, sem ekki hafa und- irritað Moskvu-samninginn um tak markað tilraunabann a* gera það hið fyrsta. ! Frú Ngo Dinh Nhu, mágkona Diems forseta í Suður-Vietnam sat ráðstefnuna og er hún komin til Aþenu, en þaðan fer hún senni- lega til New York. SKOPTEIKNARINN LOW ER LÁTINN LONDON 20.9 (NTB-Reuter). Hinn kunni skopteiknari Sir David Low lézt I London í gærkvöldi, 72 ára að aldri. Low. sem er fæddur í Nýja- Sjálandi var búsettur í Bretlandi síðan 1919. í 23 ár starfaði Low við íhaldsblaðið „Evening Stand ard,“ en á síðari árum teiknaði hann fyrir Manchester-blaðið „The Guardian." Sir Winston Churchill kaUaði Low mesta blaðateiknara vorra ííma. Hrint á götu Ungum dreng var hrint á götu úti í gær með þeim aflciðingum, að hann meiddist á höfði og var flultur á Slysavarðstofuna. Hér var um að ræða Svein Lárus Austmann 11 ára gamlan dreng, sem talið er að hafi verið á hjóU á mótum Bergsta'ðastrætis og Skólavörðustígs er drukkinn mað ur sveif á hann og ýtti við hjól inu svo að Sveinn féll í götuna með fyrrgreindum affeiðingum. Þetta gerðist kl. 18.48 í gærdag Við rákumst á þá, þar sem þeir voru að drekka kaffi í Ingólfskaffi í gær. Þetta eru fulltrúar neytenda í Sex- mannanefndinni, sem svo oft hefur verið getið í frétt um að undanförnu. Þeir eru Sæmundur Ólafsson, Einar Gíslason og Eðvarð Sigurðsson. Hvað þeir voru að ræða um fengum við ekki að vita. ★ ÞING KEMUR SAMAN Forseti þjóðþings Malaysíu, Dato Haji Noah Bin Omar, skýrði frá því í dag, að þjóðþingið yrði sett 1. október. Kuala Lumpur, 20. sept. (NTB - Reuter) Forsætisráðherra sambandsríkis- ins Malaysíu, Tunku Abdul Rah- man, sagði í útvarpsræðu í dag, að hann væri fús til með nokkrum skilyrðum að íhuga hugmyndina um æðstu manna fund Malaysíu, Indónesíu og Filippseyja (Map- hilindo) Eitt skilyrðið er það, að Indó- nesía skipi hersveitum sínum að hörfa frá landamærum Indónesíu og Sarawak og Norður-Borneó. ★ BREZK FYRIRTÆKI Forseti Indónesíu, Sukarno, skip- aði indónesískum yfirvöldum í dag að taka að sér stjórn brezkra fyrirtækja í landinu. í opinberri tilkynningu segir, að fyrirmælin miði ekki að þjóðnýtingu fyrir- tækjanna. heldur að því að tryggja framleiðsluna. Sendiherra Breta í Indónesíu, Andrew Gilchrist, átti í dag við- ræður við brezka káupsýslumenn, sem skýrðu honum svo frá, að ó- eirðarseggir hcfðu brennt eða rænt 28 hús, sem voru í eigu brezkra fyrirtækja. Brezkar flugvélar fluttu í dag 28 konur og börn frá Indónesíu til Singapore. ★ EFLING LANDVARNA Tunku Abduí Rahman forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni, að hann væri viss um það, að spenna sú, sem nú ríkti, væri bráðabirgða ástand. 1 Hann tók harða afstöðu gegn ofbeldisverkunum í höfuðborg Indónesíu, Djakarta. Hann minnti á, að stjóm Malay síu hefði komið á fót landvarna- ráði og gert ráðstafanir til þess að efla landvarnir. Hann kvað þetta hafa verið gert þar eð aldrei væri hægt að vita með vissu hvað mundi gerast. Malaysíumenn verða að verja land sitt óg þjóðar- heiður hvað sem það kostar, sagði hann. Fyrr um daginn hélt Rahman því fram, að hann mundi.senni- lega fallast á japanska málamiðl- un, ef Japanir biðu upp á slíkt. í fuUtrúadeild þjóðþingsins íá 159 menn sæti, þar af 104 frá Mal- aya, 24 frá Sarawak, 16 frá Sabah (Norður-Borneó) og 15 frá Singa- ; pore. Dato Noah sagði, að hann mundi eiga fund með forsætisráð herranum um það, hvort Malaysía skuli viðurkenna stjórnina á For- mósu sem stjórn Kína. Flytur Izvestia stórfrétt í dag Moskva, 20. september (NTB-Reuter) MÁLGAGN sovézku stjórnarinn- ar, „Izvestia”, kom ekki út síð- degis í dag. Hins vegar var frá því skýrt að blaðið kæmi í þess stað út á morgun. Slfkar seinkanir koma fyrir mörgum sinnum á ári, og tákna venjulega, að blaðið flytur sér- staklega mikUvæga frétt. Kennedy vongóður um samkomulag Framh. af 1 síðu Meðan þessi ágreiningsefni eru til mynda þau takmörk fyrir samn ingum þeim, sem hægt er að gera og þau koma í veg fyrir, að báðir aðilar sofni á verðinum. Varnar liðum okkar víðsvegar í heimm- ura verður hald ð við til þess að vernda frelsið — og ásetningur okkar að tryggja þetta frelsi mun geta svarað sérhverri ógnun og ögrun. En ég vil segia leiðtogum' Sovét- ríkjanna og sovézku þjóðinni, að ef lönd okkar eiga að vera full- komlega örugg þurfum við miklu betri vopn en vetnissprengjuna, vopn, sem er betra en eldflaugar, sero skjóta má heimsálfa á milli eða kjarnorkuknúðir kafbátar, og þetta vopn er friðsamleg sam- vinna sagðj Kennedy. Kennedy minntist ekki í ræðu sinni á tillögua, sem Gromyko utanríkisráðherra kom fram með í gær um fund helztu stjórnmála- manna þeirra landa, sem fulltrúa [e'ga í afvopnunarnefndinni 1964. | Hann taldi mikilvægt að atlivgl- isverðum árangri Sþ í Kongó jyrði ekki stofnað í hættu. Hann ! minntist á beiðni kongósku mið- stjórnarinnar um, að hermenn Sþ verði í Kongó lengur en til næstu áramóta og hvatti Sþ til að varð- veita framför þá, sem þegar hefur orðið, og vernda þjóðina í baráttu hennar fyrir frekari þróun í já- kvæða átt. í sambandi við mannréttindi drap Kennedy á ástandið í S,- Vietnam, og sagði að þessi rétt indi hefðu ekkj verið virt í of- sóknunum gegn búddatrúarfólki. Einnig minntist hann ó beint á Mindzenty kardinála og atburðinn í Birmingham sl. sunnudag þegar fjórar negrastúlkur voru drenpar. Bandaríkin eru á móti misrétti og ofsóknuro vegna hörundslitar eða trúarbragða hvar sem er í heiminum — einnig í Bandaríkjun um. Við reynum að bæta galla í fari okkar sjálfra, sagðj hann. Hann kvað Bandaríkjastjórn hyggjast binda endi á kynþáttamis rétti um alla framtíð og lagði enn fremur áherzlu á andúð stjórn arinnar á apartheid-stefnunni í Suður-Afríku. Hann beindi hér málj sínu til fulltrúa Asíu- og Af- ríkuríkja en bætti við, að þeldökk ir Afríkumenn hefðu ekki rétt til að reka alla hvíta Afríkumenn i úr löndum sínum. Hann kvað r Bandaríkjamenn vilja réttindi til í handa öllum mönnum með sömu r vernd og sömu tækifærum. * Forsetinn hvattj til þess að Sþ gegndi veigameira hlutverki en til þessa í starfi þvi, að tryggja , það að allir menn geti notið góðs ^ af nútíma vísindum og iðnaði í Kennedy kvaðst vongóður um r að bandariska öldungadeildin - samþykkti á þriðjudaginn með yf k irgnæfandi meirihluta atkvæða t Moskvusamninginn um takmark- n að tilraunabann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. sept. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.