Alþýðublaðið - 21.09.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Side 7
HIN SlÐAN AlbÝÐUBLAÐIÐ - GIÖAJaUW'tlA 21. sept. 1963 7 — Sðt? .1093 .$* BELGIR DRYKKFELLDASTIR BELGAR halda sífellt sæti sínu sem mestu ölþambarar heims. — í>eir eru mun hlutskarpari Þjóð- verjum, sem þó standa framarlega í röðinni og auka sífellt bjór- drykkju sína. Árið 1962 drukku Belgar því sem nam 121.5 lítra á mann af á- fengum bjór, Þjóðverjar voru þá 1 öðru sæti með 708 lítra á mann. Ástralíumönnum, sem voru í 2. sæti 1961 fer stöðugt aftur, grann- ar þeirra á Nýja-Sjálandi hafa farið fram úr þeim með 103.5 1. á mann, og sjálfir verða Ástra- líumenn að láta sér nægja fjórða sætið með 101.5 lítra á mann. í fimmta sætið er langt skref niður á við. Þar kóma Austurrík- ismenn með 84 lítra á mann yfir árið. Þvínæst koma Bretar með 78 lítra, Danir með 75 lítra, og Kanadamenn með 60 lítra. Frakk- ar drukku aðeins 36.4 litra af á- fengum bjór á mann árið 1962 en samt sem úður stígur bjórneyzla þeirra mjög. Bjórneyzlan árið 1962 var nýtt Hámark í sögunni. Hún nam 418.8 milljón hektólítrum og nam aukn ingin frá 1961 3.6 prósentum. Endurminningar drottningarinnar GRÍSKA drottningin Frederika er nú í þann veginn að hefja rit- un endurminninga sinna. Banda- rískur kvenrithöfundur, búsettur i Englandi, Fleur Cowles, ætlar að aðstoða drottninguna við þetta starf. Fjöldi bókaforlaga hefur þegar látið í ljós áhuga fyrir þessari væntanlegu bók, þar á meðal bókaforlög í London. Móttökur al- mennings þar voru ekki alltof innilegar eins og menn muna, er drottningin var þar á ferð fyrir skömmu, og Breta langar greini- lega að vita, hvernig Frederika ber þeim söguna. Handtekinn að ósekju HINN 22 ára gamli Tommaso Pinto frá Mílanó hafði ákveðið að eyða sumarleyfi sínu í ferðalög á þumalfingrinum. Það virtist þó ekki ætla að ganga vel, því að enginn bílstjóri stanzaði til að taka Tommaso upp, þar sem hann arkaði þungum, vonleysis- legum skrefum í ryki þjóðvegar- ins. Þar kom þó, að Tommaso sá, að ekki mátti lengur við svo búið standa. Hann dulbjóst sem ung stúlka og setti á sig ljósa hár- kollu. Eftir það hafði Tommaso ekki við að þiggja bílferðir. En einhverjum bílstjóranum mun hafa fundizt búa flagð undir fögru skinni, þar sem unga, ljóshærða stúlkan var, því að Tommaso var kærður fyrir tiltæki sitt. Skarst lögreglan í leikinn og handtók Tommaso. Erfiðlegast gekk þó að semja ákæruna á hendur honum. Maðurínn hafði nefnilega ekkert gert af sér ann- að en blekkja kvenholla bifreiða- stjóra! 8.00 12.00 13.00 14.30 16.30 17.00 18.00 18.30 18.55 22.00 20.00 20.35 19.20 22.10 24.00 Laugardagur 21. september Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). Öskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Kjartan Skúlason verzlunar- maður velur sér hljómplötur. Söngvar. í léttum tón. Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). Tilkynningar. Fréttir og veðurfregnir. Ballettmúsikin „Coppélia" eftir Leo Delibes (Óperuhljóm- sveitin í Covent Garden leikur; Robert Ii-ving stj.). Leiki-it: „Fimmtíu þúsund á fyrsta hest“ eftir Edgar Wallace. — Þýðandi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Leikendur: Ævar R. Kvaran, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Brynjólfur Jóhannesson, Árni Tryggvason, Róbert Arn finnsson, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Baldvin Hall- dórsson o. fl. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Danslög, þ. á . m. leikur hljómsveit Svavars Gests íslenzk dægurlög. Söi>gvarar: Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (Áður útv. 9. marz s. 1.). Dagskrárlok. LEIKA OG SYNGJAIAUSTUR ÆJARBIÖI í KVÖLD halda Svavar Gests og hljómsveit hans fjórðu skemmt- un síng í Austurbæjarbíói í Reykja vik. Er það nýjung út af fyrir sig, að ein og sama hljómsveitin fylli hús kvöld eftir kvöld á sjálfstæð- um skemmtunum, — þ. e. a. s. án utanaðkomandi aðstoðar, — en það hefur þeim Savari tekizt að þessu sinni sem oftar. Miðarnir hafa selzt upp á örskömmum tíma, og ef vel tekst til í kvöld, get ur verið, að þeir félagar haldi á- fram enn um hríð. — í Austurbæjarbíói erum við með sömu skemmtiatriði og við nöfum sýnt úti á landi í nýafstað- inni ferð okkar þangað, sagði Savar Gests í viðtali við Alþýðu- blaði. Við leikum gömlu og ný lög, einsöngvarar syngja með hljómsveitinni og auk þess er kvarteetsöngur. Einnig erum við með skopþætti og annað hlátur- efni. í stuttu máli sagt reynum við með einhvað fyrir alla. — Og ferð ykkar í sumar hef- ur tekizt vej? — Já, það er óhætt að segja. Við komum á um þrjátíu staði, held ég, og alls staðar var húsfyll- ir. Til dæmis um gesti okkar má geta þess, að á einni sk'emmtun- inni vissi ég til, að yngsti gest- urinn var 3ja mánaðar, — for- eldrar hans komust nefnilega ekki að heiman án þess að taka hann með, — og sá elzti var níræður. Auðvitað má svo gera ráð fyrir, að aðrir hafi verið einhvers stað- ar þarna á milli. Það söng vel í Savari og hann sagðist vænta þess, að enginn yrði fyrir vonbrigðum, seg gerði sér ferð í Austurbæjarbíó í kvöld kl. 11.15. Svayar biður fyrir bezfu kveðjur og væntir endurfunda ýjð lesendur Alþýðublaðsins. Gervifrjóvgun ríkari mæli i SOVÉZKUR vísindamaður, Jtfri Knorozov, heldur því fram, að hann hafi nú leyst gátu Maya-indi ánanna. Þeir höfðu, sem kunnugt er, sitt eigið stafróf og hingað til hejfur engum tekizt að komast fram úr því. Knorozov telur sér hafa tekizt það með aðstoð raf- eindaheila. „FJÓRAR bandarískar konur hafa fætt eðlileg börn eftir að hafa verið frjóvgaðar með sæði, sem geymzt hafði fryst við mínus 196 gráður á Celsíus 1 tvo mánuði, upplýsti bandaríski læknirinn Jerome K. Shermann á 9. erfða- ráðstefnunni, sem haldin var í Haag nýlega. Dr. Sherman, sem er læknir við rannsóknastofu háskólans í Little Rock, Arkansas, skýrði enn fremur frá því, að fjórar banda- rískar konur í viðbót væntu sín, eftir að hafa verið frjóvgaðar með frystu sæði. Hafði sæðið verið geymt frosið i þrjú ár, og eftir þann tima, er nota skyldi sæðið, kom í Ijós, að 70 prósent sáð- frumanna var enn lifandi, og þyk ir það góður árangur. Þetta veldur í raun réttri bylt- ingu á sinu sviði eins og vísinda maðurinn benti á. Nú getur okkja til dæmis eignazt barn með látn um manni sínum, ef hún æskir þess eftir dauða hans. Koma má í veg fyrir erfðagalla með þessu móti og bæta fólki börn. Einnig opnar þetta möguleika fyrir kon- ur, giftar vanmegna einstakling- um, til að eignast börn, sem hjón i.n geta svo með góðri samvizku arið upp, sem sitt eigið. Með fryst ingu hefur reynzt unnt að geyma lifandi sæði óskemmt nm alllang an tíma. ALLEGRETTO FURIOSO í RÓMARÐAGBLAÐINU „MessagerQ‘‘ var fyrir nokkm músikölsk makaauglýsing, sem hljóðaði svo: „Htjómlistarmaður í góðri stöðu, 48 ára að aldri, ósk ar eftir að kynnast fallegri kom* ó aldrinum 20- tíl 40 ára með hjú- skap fyrir augum. Tilboð séndist hlaðinu merkt „Allégretto furi- oso“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.