Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 11
Öjafn úrslitaleikur - Þróttur vann Breiðablik 9.0! Þróftur leikur í I. deild næsta sumar ÞAÐ var allfjölmennur söfnuffur áhugasamra knattspyrnuunnenda samankoininn á NjarðVíkurvellin- um á laugardaginn var, þrátt fyrir norðannepjuna og kulda, er ' úr- slitaleikur í II. deild milli Þróttar og Breiðabliks fór þar fram. — Breiðablíki hafði næsta skyndilega skotið upp á knattspyrnuhimin II. deildarinnar á keppnisárinn, m. a. sigrað Vestmannaeyinga með glæsilegum yfirburðum í Reykja- vik, og síðan gert við þá jafntefli á heimavelli. En Vestmannaeyja- liðið var talið eitt af þeim sterk- ari í dcildinni, og er það. Var almennt búizt við því, að þarna yrði um allsskemmtUegan og baráttudjarfan letk að ræða, þar sem vart mundi mega á milli sjá, hvor færi með hinn lang- þráða sigur af hólmi. • ÓJAFN ÚRSLITALEIKUB SÖFNUÐI þeim, sem þarna hímdi undir og á moldarbarðinu við Njarðvíkurvöllinn í norðannepj- unni á laugardaginn hitnaði sann- arlega ekki í hamsi yfir gangi leiksins, nema þá einna helzt aU- TOörgum Þrótturum, sem þarna voru auðvitað viðstaddir, svo Utið var leikurinn spennandi nema helzt fyrir „aðstandendur". Yfir- burðamunurinn var svo gífurlegur allan leUcinn, að þess munu vera fá eða engin dæmi um úrslitaleik í knattspyrnu. Frá fyrstu mínútu tU hinnar síðustu „áttu" Þróttar- ar leikinn, með þeim afleiðingum, að þeir skoruðu hvorki meira né minria en 9 — níu — mörk, 5 í fyrri hálfleik og 4 í þeim síðari. Níunda markið kom, er 15 mínútur voru eftir af leiknum, og í þær 15 mínútur lögðu Breiðabliksmenn eingöngu á það meginatriði að verjast tveggja stafa tölunni — og það tókst. Annað tókst ekki hjá þeim £ leiknum, Opin vörn bauð hættunni heim og slöpp sókn ógnaði aldrei. Helztu baráttumenn liðsins voru „hægrimennirnir" í framlínunni, út- og innherjinn. • MARKAREGN ÞRÓTTARARNIR voru fyrirfram með böggum Hildar, útaf þessum ! leik, en ákveðnir í, að leggja sig ! alla fram þegar í stað og það gerðu þeir allir sem einn, allan leikinn. Þegar á fyrstu mínútum átti Haukur skot í slá, og Axel skot í hliðarnet. Á 7. mín. skoraði svo Haukur fyrsta markið, og aft- ur skðmmu síðar eftir aukaspyrnu, er markvörðurinn^missti af bolt- anum. Þá átti Axel skot í stöng. Haukur skorar aftur úr sendingu frá Jens, boltinn small innaná i stöngina og inn. Einnig átti Þor- j varður stangarskot stuttu siðar. Þá bætti Axel f jórða markinu við. j með góðu skoti, eftir að hafa leik-1 ið á tvo varnarmenh og loks kom fimmta markið í fyrri hálfleUcn- 1 um á 40. mín. með því að Jens lék inn og sendi til Ómars, sem skor- aði næsta auðveldlega. Áhorfendur sögðu í hléinu, að Breiðabliksmenn hljóta að ná sér upp, þrátt fyrir þessar miklu ó- farir. Þeir geta betur en þetta. Þegar runnin er af þeim tauga- spennan, sem þeir voru - mjög haldnir af, hljóta þeir að ná á- rangri. Og leikurinn hófst að nýju. En sama einstefnan hélzt. Þróttar- arnir börðust af sama dugnaði og samstillingu. Og aðeins, er 8 mín. voru liðnar. kom mark, hið 6. Ómar skoraði. Síðan tóku við tvær vítaspyrnur með 10 mínútna mUlibUi, sem báðar höfnuðu í net- inu, önnur frá Þorvarði, en hin frá Axel. En milli þessara víta- spyrna laumaði Jens boltanum í Kópavogsmarkið. Þarna eru kom- in 9 mörk, og þar við sat. A3 vísu átti Axel fast skot í stöng á 42. mínútu, en stöngin stóð fyrir sinu. • LIÐIN LIÐ Kópvæginga var allt í molum í leiknum eins og þessi ferlegu úr- slit sýna hvað ljósast. Eini maður- I inn sem eitthvað kvað að í liðinu : var Reynir h. innherji, sem er i snjall leikmaður og bæði leikinn og fljótur. En enginn má við margnum. Hann gerði að vísu virð- i ingarverðar tilraunir til sóknar jupp á eigin spýtur, en tókst ekki lað brjótast í gegn. Sérstaklega og lék á hvern mótherjann af öðr- um, en á leiðarenda — markið — komst hann ekki. í liði Þróttar barðist hver og einn af krafti og samtök liðsins í heild voru oft með ágætum, svo sem úrslitin sýna. Bezti maðurinn var Axel Axelsson, og er það eftir- tektarvert, að hann lendir aldrei í neinum árekstrum eða hörku við mótherjana. Leikni hans og hraði eru þannig að hsnn getur leyft sér að leika árekstrtrarlausa knatt- spyrnu. Það leikur ekki á tveim tungum að Axel Axelsson er í dag einn mesti „sjentilmaður", sem við eigum á knattspyrnuvellinum. Fyrir honum er ekki átakaharkan allt, heldur leiknin og lipurðin. Að leik loknum afhenti Jón Magnússon stjórnarmeðlimUr KSÍ og formaður mótanefndar sigur- vegurunum verðlaunin, sem er bikar einn forkunnar fagur, ásamt 11 silfurpeningum. \ í ræðu sinni rakti Jón í stórum dráttum gang málsins og þátttöku í því. Árnaði Þrótti heilla með sig- urinn, sem viðstaddir undirstrik- uðu með húrrahrópi. Jafnframt því sem aðrir þátttakendur deild- arinnar voru hyltir. Einar Hjartarson dæmdi leikinn af myndarleik hins röggsama dómara. EB Akranes sigrabi Vaf* Framh. af 10. síðu arlotu, sem endar á skalla frá Bergsveini úr laglegri loftsend- ingu Bergsteins, en Helgi ver, og enn sækja Valsmenn, Hermann á skot í stöng og út hrekkur knöttur inn. Rétt á eftir eru Akurnesing- ar í sókn, Ingvar sendir til Skúla, sem skýtur viðstöðulaust, boltinn smellur í stöngina og inn. Þá á Steingrímur laust skot að marki, og Hans annað en Helgi ver hvort tveggja auðveldlega. • VALUR SKORAR RÉTT fyrir leikslok, tekst svo Steingrími að bjarga því, að Valur fari með núll úr leiknum. Með því að skalla úr stuttri sendingu, sem barst inn að markinu og skora. , Hraði, einbeitni og hæfilegt ! kapp einkenndi leik Akurnesinga, svo sem vera ber í slíkri kepprii sem þessari, þar sem ósigur gildir útslátt. Hér á það við að duga eða ' drepast. Sigur þeirra var sannar- lega réttlátur, yfir snerpulitlu liði I Vals, sem að vísu getur sýnt á stundum rétt laglega knattspyrnu, en skortir oft þegar brýnt er, þann baráttudug sem gildir á ,,ör- lagastund". . Máttlaus markskot „enga gera stoð" svo kraftlaus, að i markvörðurinn getur lagt sig í veg 1 fyrir boltann, rétt eins og hann væri að leggja sig útaf í rúmið. En slík skot sáust fleiri en eitt eða tvö til framlínu Vals í þessum leik. Af varnarmönnunum stóðu þeir sig bezt, markvörðurinn, Björg- vin Hermannsson og bakvörðurinn Þorsteinn Friðþjófsson. í liði Akurnesinga var Þórður Þ. og Skúli sýnu beztir í framlín- unni. Þórður skapar sifellda hættu í vörn mótherjanna, með hraða sínum og krafti. En sá leikmaður Akurnesinga, sem ekki má gleyma, er Jón Leósson framvðrður, sem i hverjum leik vinnur á við marga, og er sífellt þar sem hættan er mest, hverju sinni. Sveinn Teits- son átti og góðan leik. Hægri bak- vörður, Þórður Árnason, sem er í hópi yngri leikmanna, átti og góð- an leik, sýndi bæði öryggi í spyrnu og staðsetningu. Annars var mótstaðan ekki slík parna aS Akurnesingar þyrftu að taka „á honum stóra sínum". Það gefa úr- slitin ljóslega til kynna. Sex mörk: gegn aðeins einu tala þar um skýr ara riiáli en svo, að þörf sé að orð'- lengja um það. Baldur Þórðarson dæmdi leik- inn. Áhorfendur voru margir og veður sæmilegt framan af, en síð- an fór að rigna. EB Verðlaun afhent HÉR afhendir Jón Magnús- son, stjórnarmaður KSÍ Þrótturum verðlaun, sem er bikar og verðlaunapeningar, en þeir sigruðu Breiðablik með yfirburðum í úrslita- ieik II. deildar. . átti hann í fyrri hálfleiknum snöggt upphlaup og óð með knött- inn á tánum langleiðis yfir vöUinn WVWVWWWWVWWWWVW^^ <v*wi< HAB AUGLÝSIR! AÐEINS Við drögum 7. október um VoHcswagenbffreið ©g að auki um fiitim eitt þús- und kréna áukavinhitiga! ENDURNÝJUN STENDUR YFIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. okt. 1963 1%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.