Óðinn - 01.09.1907, Síða 1

Óðinn - 01.09.1907, Síða 1
OÐINN Konungsheimsóknin. Eins og lofað var í síðasla blaði, koma lijer nú nokkrar myndir frá konungslieimsókninni. Fyrst er þá mynd forsætisráðherrans, I. C. Christensens. Hann var hjer í sumar í föruneyti konungs, hjelt hjer marg- ar ræður í þingmanna- veislunum í sumar og orli kvæði til íslands, sem sungið var í kvöld- veislu alþingis 30. júlí og prentað hefur verið í sumum frjettablöðun- um. Hann er nú orð- inn eigi lítið við íslands- mál riðinn, þar sem hann er formaður sam- bandslaganefndarinnar. Ekkert getur það heitið kunnugt enn, hvernig hann lítur á þau mál, en ráð hefur hann auð- vitað mikil um það, hvernig Danir snúast við þeim. J. C. Christensen er fæddur 21. nóv. 1856 og er jótskur bóndason. Hann gelck á alþýðu- kennaraskóla ogvarsíð- an lengi kennari við al- þýðuskóla í Stadíl á Jótlandi, enda var hann kendur við þann bæ, þangað til hann varð ráðherra, og jafnan nefndur Christensen-Stadíl. Hann var kjörinn þingmaður 1890 og fylgdi C. Berg, sem þá var foringi vinstri- manna, fast að málum. Hafði Berg strax fengið mikið álit á honum og komst Christensen brátt inn í flokksstjórn vinstrimanna og ljet mikið til sín taka. Eftir að Berg fjell frá, varð hann for- ingi flokksins á þingi, og er stjórnarskiftin urðu, 1901, og vinstrimenn tóku við völdum, þótti hann sjálfkjörinn í nýja ráðaneytið. Hann var þar fyrst kirkju- og kenslumálaráðherra, en er breyting varð á ráðaneytinu, í ársbyrjun 1905, varð hann for- sætisráðherra. En þá klofnaði vinstrimannaílokk- urinn, því sumum þótti nýja stjórnin ekki halda við eldri stefnu o. fl. Ghristensen hefur mikið bændafylgi, einkum á Jótlandi, og er svo sagt, að þar sje fullkominn átrúnaður á honum. Hann er liöfðinglegur maður í sjón, mælskur vel og hinn liprasti í allri framkomu, gætinn maður og stiltur. I’að má líka lieita vel gert af alþýðuskólakennara, að komast í ráðlierra- sæti, og þaðan í for- sætisráðherra-stólinn, og gera fæstir betur í þeim sökum. Þegar alþingismenn voru í Danmörku í fyrra sumar, fylgdi forsætis- ráðherrann þeim alla leið til Jótlands, og láta þeir mjög vel af allri framkomu hans. í sumar var hann einnig í konungsfylgdinni alla leið til Geysis og Þjórs- árbrúar, en búnaðarráðherran, Ole Hansen, sneri aftur til Reykjavíkur frá Þingvöllum, eins og fleiri, en fór síðan hjeðan aftur austur á gripasýninguna við Þjórsárbrú. Önnur myndin sýnir það, er rikisþingsmenn koma í land og alþingismenn taka á móti þeim ofan við bryggjuna 30. júlí. Lengst til vinstri

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.