Óðinn - 01.09.1907, Blaðsíða 3
ÓÐINN.
47
2. ágúst. Þá voru þar um 6000 manns saman
komin. Veður var hið besta er konungsfylgdin
kom þangað kvöldið áður, og bjart til fjalla. En
morgunin 2. ágúst var loft orðið þykt og komin
suddarigning, og bjelst það veður fram til miðaft-
ans, en eftir það um kvöldið var veður gott, og
næsta morgun, er lialdið var á stað til Geysis, var
sólskin og heiðskír himin. Urn morguninn 2. á-
gúst skýrði B. M. Ólsen prófessor þingstaðinn
forna, í sambandi við sögurnar, fyrir gestunum og
sýndi þehn hvar athafnir þingsins, hver um sig,
hefðu farið fram í fornöld. En kl. 12 gengu allir
til Lögbergs, á gjárbarminum vestan ár, og var
ræðupallur reistur þar og bekkir umhverfis. Þar
lijeldu ýmsir ræður, meðal annara konungur og
ráðherra íslands. En eftir kl. 4 fóru glímur fram
á palli úti á völlunum, og síðar um kvöldið dans,
og tók konungur þátt í honum. Þegar dimt var
orðið, var skotið flugeldum. Veðrið spilti hátíða-
haldinu nokkuð framan af deginum.
I tjaldbúðaröðinni, sem sjest á myndinni, á bls.
48, voru alþingismenn og fylgdarlið þeirra, enþau
tjöld voru keypt í Englandi og eru, að sögn, frá
Búastríðinu. Uppi í brekku sjest á miðri mynd-
inni konungshúsið, með 2 flaggstöngum, en fengst
til liægri handar er þingmannaskálinn. Þar var
KONUNGUR GENGUR FRÁ MENTASKÓLANUM TIL MÓTTÖKUHATÍÐARINNAR
í ALF’INGISHÚSINU.