Óðinn - 01.09.1907, Síða 7
Ó Ð I N N
51
Metúsalem Magnússon
er fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. desbr.
1832. Magnús faðir hans var framkvæmdamaður
mikill og Sigríður móðir hans skörungur til bú-
sýslu og skapstór nokkuð ; efni þeirra hjóna voru
góð og fjekk Metúsalem því betra uppeldi en títt
var uin börn óríkra manna; enda reyndist hann
kappsamur til fræðslu og öruggur til áræðis þegar
í æsku. 9 vetra gamall misti hann föður sinn og
fæddist síðan upp með móður sinni; fór liann
snemma að sjá um húnað með henni og sást það
brátt, að þangað stefndi hugurinn; hitt einnig, að
liann mundi hvorki blautgeðja nje smátækur við
kostnað þann, sem af húsabótum eður grasaukn-
ing leiddi.
Um tvítugsaldur lærði hann jarðyrkjustörf,
sjerstaklega sljettun með plógi og
herfi, af manni er numið hafði í
Danmörku; Qekst Metúsalem um
nokkur ár við þau störf haust og
vor, en lieimili átti hann hjá móð-
ur sinni. Á vetrum kendi hann
unglingum skrift og reikning; Ijet
honum það vel, enda er fögur rit-
hönd arfgeng hjá þeim frændbálki.
Þá var Metúsalem 25 vetra
gamall er hann ílutti norður á
Langanesstrandir; sást þá berlega
að hann hafði hvorki verið tóm-
látur nje smávirkur við sljettunar-
starfið; dofnaði sá áhugi um hríð,
er lijer hafði unnið að endurbót-
um túngræðslunnar, við burtför
lians með öðru fleira er til bar og
tálmaði.
Á Bakka á Ströndum hjó þá Þorsteinn ríki
Eyfirðingur. Hann var merkilegur maður og ein-
kennilegur að mörgu; nokkur voru börn hans og
þóttu mannvænleg. Þorhjörg hjet dóttir hans gjaf-
vaxta; liennar hað Metúsalem og var það að ráði
gert; tókusl þar hrátt ástir góðar, og hjó nú Met-
úsalem á hálfum Bakka og hafði mikið fje með
að fara, en framkvæmd og áræði skorti eigi; tók hann
nú að liúsa risulegan bæ og hafði mikið hú og
gagnsamt; rausn og gestrisni með framkvæmdum
í sveitarmálum veittu lionum ærið starf og var
það honum vel að skapi.
Stuttar urðu samfarir þeirra hjóna og and-
aðist Þorbjörg eftir 5 ára samvistir; tregaði Met-
rísalem hana jafnan þótt í hljóði væri; maðurinn
var dulur á sín viðkvæmustu hjartansmál og hjeldu
því margir hann kaldlyndari en í raun rjettri var.
Dóttir þeirra Metúsalems og Þorhjargar er
Sigríður á Húsavík, ekka Lárusar prests Eysteins-
sonar frá Staðarbakka, en Magnús hjet sveinn, er
andaðist í bernsku.
Ekki þvarr rausn í biii við harm þenna;
bjó hann fyrst með ráðskonu og fæddi upp meyna
sem ástsamlegast, en þá leiddist hann til vín-
drykkju; var á þeim dögum alment litið mildari
augum til liennar en nú er, og eigi síður þar norð-
ur á Ströndum en annarstaðar. Þótti þá rausn
að veita óspart vín og vildi Metúsalem engin kot-
bóndamerki sýna í því efni fremur en öðru. Hanu
var hávær við vínið, sem flesta hendir, en svo
sem leið á æfina minkaði hann þá
nautn og varð þá maðurinn miklu
gæfari og jafnlyndari.
Árið 18(59 kvæntist Metúsal-
em Karólínu dóttur Helga Helga-
sonar og Halldóru Jónsdóttur;
hjuggu þau á Helluvaði við Mý-
vatn og voru fjáð vel. Karólína
var einberni. Bjeðist hún til hús
með honum að Bakka, en skamma
stund festu þau þar yndi ; henni
Ijek hugur heim til foreldra og átt-
haga og hugur hans Inun einnig
liafa þráð æskustöðvarnar frá því
fyrri kona hans andaðist.
Árið 1870 fluttu þau hjón sig
frá Bakka og að Helluvaði og tóku
þar við búsforráðutn; gerðist mikil
rausn í búinu og þótti gestum gott að koma að
því heimili, er hæði var lieimill heini og gleði
hverjum manni.
Helluvað er engjajörð lítil og þóttist Metú-
salem þar varla mega halda risnu sinni fyrir þá
sök; þá urðu önnur atvik til þess, að liann flutti
þaðan eftir 9 ár að Einarsstöðum í Beykjadal. Þar
skorti hvorki tún nje engi; gerði Metúsalem, þótt
leiguliði væri, miklar og góðar umbætur í Einars-
staðanesi — aðalenginu — og hafði mikinn kostn-
að fyrir.
Síðustu æríiár sín bjó Metúsalem á erfð konu
sinnar, fullum fjórðungi Arnarvatns við Mývatn;
tók heilsu hans að linigna og færði hann þá hú
sitt saman. Sigríður var gift Lárusi presti og
METÚSALEM MAGNÚSSON