Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 1
OÐINN • I. BLAO JULI 101O. VI. ÁK Björn Magnússon Ólsen prófessor, Dr. phil., er sonur Runólfs Magnússonar Olsens á Þingeyr- um í Húnavatns- sýslu og konu hans Ingunnar Jónsdótt- ur. Hann er fædd- ur 14. júlí 1850, og kom í latínuskól- ann 1863 um haust- ið, 13 ára gamall. Sá, sem þetta ritar, er mjög jafnaldra próf. Olsen (tæp- um 4 mánuðum eldri); komum við sama ár í skóla, og veturinn 1863— 64, er við vorum báðir í 1. bekk, gengum við sam- an til prestsins og vorum fermdir um vorið í dómkirkj- unni. Björn Olsen var einn hinna allra- . gáfuðustu sinna . skólabræðra, fynd- inn snemma, liag- mæltur vel og glað- lyndur. Hann var drengur góður og varð fljólt vinsæll meðal skólabræðra sinna. Reglusam- ur var hann og Bjöm m. óisen rækti vel nám sitt, enda útskrifaðist liann úr skóla með besta vitn- isburði. Eftir það var hann 3 ár lieima fyrir heilsu- brests sakir, en fór til Hafnar-háskóla 1872, og tók liann þar lieimspeki-próf með ágætis- einkunn (1873); en 4 árum síðar tók liann em- bættispróf í málfræði og sögu (1877) með bestu einkunn. Hafði þó farið lieim (til móður sinnar að Stóru-Borg) eitt ár og ætlað að lesa heima, en það . ár fór mest í . . veikindi (brjóst- . veiki), er þá þjáðu hann, og var þá ekki óuggvænt um líf hans. Aðal- námsgreinar hans í . málunum voru . . klassísku málin, . latneska og gríska. Næsta ár (1878) ferðaðist hann til Ítalíu og Grikk- lands; fjekk hann ferðastyrk úrlands- sjóði, frá Kaup- . mannahafnarhá- . skóla og úr ríkis- sjóði (frá kenslu- mála-ráðaneytinu í Danmörku). Ferð þessi var vitanlega farin í vísindalegum til- gangi. En jafn- framt því mun hún hafa liaft góð áhrif til að styrkja lieilsu hans. 15. apríl 1879 prófessor. vai’ B. M. Ó. settur kennari við latínu- skólann, en næsta sumar (1880) var honum veitt kennara-embættið. Jeg gat þess áður, að klassisk málfræði hefði verið aðalnám hans við liáskólann. En liann

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.