Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 2
26 ÓÐINN mun þegar á námsárum sínum liafa farið að hneigja mjög huga til norrænnar málfræði og forn- sögu ættjarðarinnar. 1883 varði hann við Kaupmannaliafnarháskóla ritgerð, er hann liafði samið »Um rúnir í fornis- lenskuin bókmentum« (Runerne i den oldislandske literatur); hlaut hann fyrir það doktorsnafnbót í heimspeki (Dr. phil.). Björn M. Ólsen iiiiian viö þrílugt. Dr. Jón Þorkelsson eldri getur þess í formála við 2. orðasáfn sitt (»Suplem. til isl. Ordb., 2. Saml.«), að Dr. Ólsen hafi lesið yfir liandrit sitt og 2. próf- örk af öllu bindinu. 1884 gefur liann út 3. og 4. málfræðisritgerð- ina í Snorra-Eddu fyrir kgl. norræna fornfræða- fjelagið; er það rökdæm (kritísk) úlgáfa með vís- indalegum inngangi. 1900 kemur út í Reykjavík hók hans um Krislnitökuna. 1908 keinur út bók hans »Um upphaf kon- ungsvalds á íslandi« og árið eftir önnur: »Enn um upphaf konungsvalds á íslandi«, og hrekur hann þar og leiðrjettir bók Dr. Kn. Berlins: »Is- lands statsretlige Stilling efter FristatstidensOphor«; er það gert með þeirri óhlutdrægni og rökvísi, sem höf. er eiginlegt í vísinda-ritgerðum sínum; enda hafa þeir Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson í bók þeirra »ísland gagnvart öðrum ríkjum«, sem nú er nýprentuð, víða liagnýtt þessar bækur Dr. B. M. Ó. og stuðst við þær — miklu víðar en tilvísanir þeirra benda til. Þá má minnast á ina mjög mei'kilegu rit- gerð hans »Um Sturlungu« (í Safni t. s. Isl. III), og er það reyndar heilstór bók, 318 bls. Svo hefur liann og ritað ýmsa þætti um Landnámu og af- stöðu liennar til annara uppspretturita (í Arb. f. Oldk. og Hist.). — Þá hefur hann og ritað margt til skýringar Eddukvæðum og öðrum fornum skáld- skap. Og í Tímar. Bmfjel. (15. og 16. hd.) reit hann tvær ritgerðir um heimkynni Eddukvæðanna (hvar þau sje orkt). í Búnaðarritinu (XXIV.) reit hann um akur- yrkju á íslandi í fornöld. í »Skírni« þ. á. Um baugatal, einkar-fróðlega rilgerð. — Loks er ný- útkomið (sjerprentun úr Safni t. s. ísl.) þ. á. Um skattbændatal 1311 og manntal á íslandi fram að þeim tíma. Er mál þella þar rakið með miklu meiri glöggsýni, en áður liefur verið gert, og leiðir liann svo sterk líkindarök, sem framast er auðið, að máli sínu, enda má ætla að áætlanir hans liljóti að fara mjö<j nœrri. Hann áætlar fólksfjöld- ann árið 965 um 60000. -— 1095 telst honum lil að mannfjöldinn á landi lijer hafi verið um 77920, cn 1311 um 72428. Það er fjarri því, að hjer sje getið allra vís- indarita og ritgerða próf. B. M. Ó., heldur er lijer að eins drepið á jiær lielstu. Vorið 1895 varð hann rektor við Iærða skól- ann, og var það 9 ár, uns liann sótti um og fekk lausn frá embættinu 1. okt. 1904. Alls var hann þannig við skólann, fyrst kennari og siðan rektor, 25 ár. Þá er liann fjekk lausn frá embætti, var liann sæmdur prófessors-nafnbót. Síðustu rektorsár lians var talsverður upp- reisnarandi í skólanum. Þótt ekki hafi það verið af ásetningi gert, var óefað sáð til þess óstjórnar- anda í piltum af einum þeim er síst skyldi, fyrir allra hluta sakir. Blöðin ísafold og Þjóðviljinn rjeru þar og undir, til óheilla fyrir skólann, ber- sýnilega af pólitiskum ástæðum, sem skólanum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.