Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 5
ÓÐINN 29 Nielsens-hjónin áEyrarbakka. Nú flytur Óðinn myndir af hjónum, sem margir munu kannast við og hafa heyrt að góðu getið. Skal um leið taka fram helstu æfiatriði þeirra. Peter Nielsen er fæddur í Hringkaupangi (Hing- kjöbing) á Jótlandi 27. dag febrúarmánaðar 1844. Nam hann þegar í æsku verslunarfræðioghefurjafnan verið við verslunarstörf, hæði í Danmörku og hjer á landi, nema meðan hann var í herþjónustu. Hann tók þátt í ófriðinum milli Dana og Þjóðverja 1864, varð þá riðilstjóri (korpóral) í hernum og hlaut heiðursmedalíu danskra hermanna. Árið 1872 rjeðst hann sem bókhaldari til Lefoliis-verslunar á Eyrarbakka. Þar var Guðm. 'fliorgrímsen þá verslunarstjóri. Gekk Nielsen að eiga Eugeníu dóttur Iians 25. dag júlímán. 1880. Eiga þau hjón 3 dætur á lífi. Guðm. Thorgrímsen Ijet af verslunar- stjórastörfum —eítir40ára skörulega stjórn — 31. des. 1886. Tók Nielsen þá við því vandasama og örð- uga starfi af tengdaföður sínum 1. Janúarm. 1887, og hefur síðan stýrt versluninni með frábærum dugnaði og samviskusemi og áunnið sjer almcnna virðingu og hylli viðskiftamanna. Og eigi er hitt síður, að hann hefur getið sjer góðan orðstír sem húsbóndi heim að sækja. Er við brugðið gestrisni hjónanna »heima í húskc, og er það ekki um skör fram. Kemur það og í góðar þarfir, því enn er ekkert gistihús á Eyrarbakka. Nielsen er vel að sjer gjör um margt, greindur, athugull og víða heima. Öllum tómstundum ver hann til að lesa góðar hækur og rit, einkum vís- indalegs efnis. Sjer í lagi er hann hneigður fyrir fugla- og fiskafræði og er dýravinur mikill. Náttúru- gripasafninu í Reykjavík hefur hann gefið allstórt eggjasafn, sjaldgæla fiska o. fl., og á ýmsan annan hátt hefur hann verið einn af bestu styrktarmönn- um þess safns um mörg ár. Enda liefur Náttúru- fræðisfjelagið gjört hann að heiðursfjelaga sínum. IJið sænska vísindafjelag hefur einnig sæmt hann heiðursmedalíu sinni. Og 15. ág. 1907 sæmdi konungur hann riddarakrossi dannebrogsorðunnar. Níelsen er maður áhugasamur um alt það, er hann álitur að til framfara megi horfa, og ann íslandi eins og liann væri hjer . borinn og barnfæddur. . Sjerstaklega hefur hannjafn- an látið sjer mjög ant um sjávarútveginn, sem er aðal- . bjargræðisstofn sjávar- . lireppanna i Árnessýslu. Þannig stofnaði hann árið 1885 »Ábyrgðarsjóð op- inna róðraskipa i Árnes- sýslu«. Er mestur hluti skipa þeirra, ertil sjóróðra ganga í sýslunni, trygður í þeirn sjóði. Hefur það sýnt sig síðan, þá er skips- reika hefur að borið, live nauðsynleg sú trygging er. Sjóðurinn hefur þá að góðum mun bætt úr tjóninu. Nú á hann yfir 4000 kr. á vöxtum. Þó gaf hann í fyrralOOO kr. af höfuðstóli sínumtilstofnunarábyrgð- arsjóðs fyrir »mótor«báta í sýslunni. Var Nielsen einnig hvatamaður þeirrar gjafar. — Iðulega hefur liann hrýnt fyrir sjómönnum að vanda fiskverkun- ina sem best. Sjálfur hefur hann allmikinn sjáfar- útveg; hefur hert ýsa og gufubrætt þorskalýsi frá honum náð svo miklu álili, að sótst er eftir því víðsvegar að. Veiðirjett í Soginu hjá Kaldárhöfða, sem seldur hafði verið útlendingum, hefur Nielsen keypt og lætur stunda þar silungsveiði á sumrum. Skreppur hann þangað sjálfur, þegar liann kemst til þess, bæði til að lyfta sjer upp og til að líta eftir. Þá veiðir hann sjálfur á stöng. Nú er hann byrjaður á að flytja þaðan saltaðan silung til útlanda. Nielsen er starfsmaður mikill, ötull, einbeittur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.