Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 7
ÓÐINN
31
Svo fann hún grimman eitureld,
sem allar taugar brendi.
Pá vissi hún, með vjeluni feld
hún var í dauðans liendi.
Pví maður matinn sendi.
Jcikob Thorarensen.
0
Helena von Engelhardt Pabst.
Þessarar þýsku skáldkonu var minst í Óðni
í fyrra, er þá voru nýkomin á prent söguljóð
hennar í 2 bindum um Gunnar á Hlíðarenda
(»Gunnar von Hlidarendi«), eitt af hinum mörgu,
mætu skáldritum liennar.
Ilelena von Engclhardt Pabst.
Hún er fædd 2. sept. 1850 á gósinu Vilsiki í
Littliauen; var liún í fyrstu barnæsku svo sjúk og
þótti svo örvænt um líf, að það var talið mesta
undur, að hún lifði af og komst til heilsu. Síðan
flutti faðir hennar til Kúrlands, og þar lifði hún
æsku sína, og við »baltisku« löndin, þeirra hjer-
aðsbrag og háttu hefur hún tekið ástfóstri snemma,
enda er hún jafnaðarlega kölluð »skáldkonan
baltiska«. Níu ára gömul fór liún að yrkja, og
mentunarþroska hlaut hún ágætan, bæði fyrir skóla-
nám og sjálfsmentun, sumpart í Kúrlandi, sum-
part í Stuttgart og seinna í Riga. Þar giftist hún
ungum snillingi í klavérspili og kompónista Louis
Pabst, er þá stýrði söngháskóla í Riga (1876);
hafði hún kynst honum við það, að vera nemandi
hans í klavérspili, og sjálf liefur hún líka orðið
snillingur í þeirri list. En maður hennar varð
sökum vangæfrar lieilsu að liætta við skólann og
eftir það fóru þau hjón víða um lönd, og liöfðust
við á samsöngvahaldi, og þá því jafnframt tók
frú Pabst að leggja stund á fornnorrænar bók-
mentir og sökkva sjer niður í fornsögur vorar. I
Melbourne í Ástralíu dvöldu þau í 9 ár, og á öll-
um þessum tíma komu út eftir Helenu Pabst mörg
skáldrit, sumpart Ijóð, einkum frásöguleg (episk
lyrik). En margt mótdrægt kom fyrir hana, eink-
um vanheilsa, og fóru þau þaðan (1894). Síðan
liafa heimkynnin verið mörg og umskiftileg, sem
oflangt yrði að greina. í vetur dvöldu þau hjón
í Vínarborg og lieiðraði þar rithöfundafjelag Ausl-
urríkis frú Pabst með hálíðahaldi í tilefni af fer-
tugasta rithöfundar-afmæli hennar, og mann hennar
sem snilling í sinni list. í bókmentunum er hún
viðurkend meðal hinna merkustu skáldkvenna
Þýskalands, og að því er til hins persónulega
kemur, er lnin eigi síður hugðnæm sakir vilja-
þreks síns og andlegs kjarks, sem lialdið hafa
lienni uppi gegnum æfilangt stríð við sjúkleik og
andstreymi, því sama liefur jafnan verið tápið,
fjörið.og andagiftin í ljóðum hennar. Sjálf segir
liún: »Pjáningar og sorgir hafa oft staðið risa-
vaxnar við rekkju mína, en tvær blessunarríkar
bjargvætlir liafa fylgt mjer á þeim þyngstu leiðum,
hið fasta óbifandi traust á drottins föðurlegu trú-
festi og trúin á elskuna, sem hjálpar til að bera
allar byrðar. Paðan streymir undursamlegur kraftur,
sem stendur próf sitt í mótlætis-hryðjunum, og
þannig hef jeg einnig í list minni haldið óbrigði-
legan trúnað við hugsjónir mínar. Fyrir frelsið
og rjettinn og Ijósið stríði jeg af fúsum huga og
svíkst ekki undan því merki, sem jeg lief svarist
undir«. St.
Gömul brjef frá Pálí Melsteð
til Helga Hálfdánarsonar, íá stúdents i Kliöfn (seinna lettors).
VII.
Búðum 4. febr. 1851.
Elskulegi vinur!
Jeg þakka þjer ástsamlega fyrir brjef þitt með póst-
skipi í haust, og ætla jeg nú að fara að sýna lit á að
svara þjer aftur. Ekki veitir af því á útkjálka þessum
að byrja póstskipsbrjef sín með þorra-tungli, til þess