Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 4
Biskupsvígslan á Hólum.
10. júlí fór fram biskupsvígsla á hinu forna
biskupssetri Norðlendinga, Hólum í Hjaltadal. Þá
vígði Þórhallur Bjarnarson biskup þar sira Geir
Sæmundsson prest á Akureyri til vígslubiskups.
Um þúsund manns var þá aðkomandi á Hólum,
þar á meðal 30 prestar. Vígslualhöfnin byrjaði á
hádegi og stóð yfir 3
klukkustundir. Síra
Árni Björnsson á Sauð-
árkróki lýsli vígslunni,
en síra Sigfús Jónsson
tónaði fvrir altari. Síra
Bjarni Þorsteinsson á
Siglufirði slýrði söngn-
um. Meðhjálparar voru
þeir feðgar síra Björn
á Miklabæ og síra Guð-
. brandur í Viðvík. .
Vígsluvoltar voru pró-
fastarnir úr Húnavatns-
sýslu, Skagafjarðarsýslu
og Suðurþingeyjarsýslu
og síra Sigfús Jónsson.
Vígslubiskup, sira Geir
Sæmundsson, prjedik-
aði. Hann var vígður
í biskupskápu JónsAra-
sonar, sem til er enn
lijer á forngripasafninu,
og var hún Ijeð þaðan
til þessa.
Á undan biskups-
vígslunni hafði verið
prestastefna á Hólum
og staðið í tvo daga.
Á henni voru 25 prest-
ar. Þar voru rædd ýms kirkjumál og Presta-
fjelag Hólastiftis endurreist. Hinn nývígði biskup
Norðlendinga er nú formaður þess.
Geir Stefán Sæmundsson vígslubiskup, sem
hjer fylgir mynd af, er fæddur 1. september 1867,
sonur Sæmundar heitins Jónssonar prófasts í Hraun-
gerði og konu hans Stefaníu Siggeirsdóttur Páls-
sonar prests. Geir biskup útskrifaðist úr Reykja-
víkurskóla vorið 1867, las síðan guðfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og tók þar próf 1894.
Síðan var hann nokkur missiri hjer í Reykjavík,
Geir Sæmiuulsson vígslubiskup.
en fjekk Hjaltastað í Fljótsdalshjeraði 23. des. 1896
og prestsvígðist þangað, en síðan fjekk hann Ak-
ureyrarprestakall eftir Matth. Jochumsson skáld
og fluttist þangað árið 1900. Hann er kvænlur
Sigríði dóttir Jóns lieitins Pjeturssonar dómstjóra.
Geir biskup er annálaður söngmaður.
Það eru lög frá alþingi 1909, að hjer á landi
skuli vera tveir vígslubiskupar. Aðalætlunarverk
þeirra er, að vígja biskup landsins, svo að hann
þurfi ekki að sækja
vígslu út úr landinu,
ef svo stendur á, sem
oft vill verða, að fyr-
irrennari hans getur
ekki vígt hann. Vígslu-
. biskuparnir eiga að .
vera sinn í livoru hinna
fornu biskupsdæma og
eru kosnir af prestun-
um. Ivosningu hlutu
nú síra Valdimar Rriem
í Skálbollsbiskupsdæmi
og síra Geir Sæmunds-
son í Hólabiskupsdæmi.
Vígsla síra Valdimars
Briems á að fara fram
í Skálholti 28. ágúst.
Við biskupsvígsl-
una var sunginn kvæða-
flokkur eftir síra Mallh.
Jochumsson, en síra
Valdimar Briem hafði
sent prestastefnunni á
Hólum kvæði, er þar
var sungið. Pau kvæði
hafa ekki borist ,Óðni‘
enn, en ef til vill mun
hann flytja þau síðar.
Dr. Jón Þorkels-
son landsskjalavörður liafði ætlað að vera á Hól-
um við þetta tækifæri og flytja þar fyrirlestur um
Hólakirkju. En ekki gat af því orðið, einhverra
orsaka vegna. Hann liafði þó sent fyrirlesturinn
og var hann lesinn upp í Hólakirkju eitt kvöldið
og þótti fróðlegt erindi.
Jósef Björnsson alþm. sjndi prestunum stað-
inn, en sagði um leið sögu hans og skýrði fyrir
mönnum ýmsar fornar menjar, sem þar eru, sagði
frá örnefnum og tildrögum til þeirra o. s. frv.