Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 3
ÓÐINN 27 voru með öllu óviðkomandi1). Þetta mun honum hafa fallið þungt, og hafði það áhrif á líkamlegt heilsufar hans, svo að hann sótti um lausn. Próf. Ólsen kendi grísku í skólanum alla sína tíð, og latínu um 16 ár. — Lúka allir lærisvein- ar lians undantekningarlaust einum munni upp um það, að ágætari lcennara hafi þeir engan haft nje þekt. 1894 var hann kjörinn forseti Bókmentafje- lagsins (aðaldeildarinnar lijer) og var hann það til 1900. 1909 var hann á ný kosinn forseti sama fjelags og endurkosinn í vor, er leið. 1905 var hann kvaddur til þingsetu af kon- ungi og sat á Alþingi konungkjörinn þingmaður 1905 og 1907. Björn M. Ólsen er óvenjulega fjölhæfur maður, og nálega sýnt um alt, sem hann leggur hug á. En það hygg jeg að pólitík hafi einna ininst heill- að huga lians, enda sagði hann af sjer þingmensku 19082). Þá var og farið að heyja þing að vetrar- lagi, og mun honum liafa þótt hugðnæmara að stunda vísindi sín. Heilsa hans hefur verið góð nú síðustu árin, og mun hann þykja sjálfkjörinn til að verða há- skólakennari í norrænum fræðum við háskólann hjer, undir eins og hann kemst á stofn. Það er ekki of mælt, að B. M. ó. sje mestur frumlegur vísindamaður núlifandi íslendinga, gáf- urnar svo miklar, hvass skilningur, skörp dóm- greind og athugun nákvæm, frumleg hugsjón og vísindaleg óhlutdrægni. Fyndni og fjör hans er enn óbreytt frá æsku- árum. Vonandi á hann enn mörg ár ólifað og má þá víst eiga, að vísindin eiga enn eftir margan skerf frá hans hendi, því að þeim helgar hann alla starfskrafla sína. J. Ól. K Xavier Marmier. í sambandi við það, sem sagt er i »Óðni« 5. árg. 5. tölubl. um Xavier Marmier, skal þess getið, að hann 1) Pess má geta, aö óðara en próf. B. M. Ó. hafði fengið lausn, snerist uppreisnarandinn í skólanum (sjólfsagt jafn-ástæðulaust) gegn einum af kennurunum (hr. Sig. Thoroddsen); cn þú þagði Pjóðvilj- inn að sjálfsögðu og tsafold eins; og mundi að vísu enginn hafa láð þeim það, cfþau hefðu kunnað að þegja frá uppliafi um skólans mál. 2) En ekki er þetta svo að skilja, að hann hafi ekki mikinn hug á velferð þjóðar sinnar. Ilann liefir mikinn áliuga á þeim mól- um, þótt hann kjósi að standa fremur hjá sem áhorfandi, en að eiga daglegan þátt í baráttunni. æxlaði kyn sitt hjer á landi, cn hvort hann á enn nokkra afkomendur á lifi, læt jeg ósagt. í kirkjubók Reykja- víkur stendur svo: »Fæddur 21. apríl 1837: Sveinn Xa- vier. Móðirin Málfríður Sveinsdótlir, opvarterske í klúbbnum, angefur föður franskan stúdent, sem hjervar á ferð í fyrra, hr. Xavier Marmier«. Ferðabók P. Gai- mards hefur inni að halda margar ágætar myndir frá ís- landi, bæði úr Reykjavík, af bæjum og ýmsar manna- myndir; nteðal þeirra er mynd af Málfríði þessari (Fridu) Sveinsdóttur, heldur laglegri, ungri stúlku, með gömlu skupluna á höfði. Svo það lítur svo út, sent þeir fje- lagar liafi verið töluvert hrifnir af þessari þjónustustúlku í klúbbnum. Kl. J. 0 H. C. Andersen hið heimsfræga danska æfintýraskáld. Hin helstú af æfintýrum hans eru fyrir nokkru komin út á islcnsku í þýðingu cftir Stgr. Thorsteinsson rektor. m Horfið sjónum. Eftir Longfellow. Út í loftið ör jeg skaut, en ekki vissi’ eg, hvert hún þaut; svo ótt hún flaug þann órveg, að örskot það ei greindi jcg. Út í loftið ljóð jeg kvað, það leið á burt, jeg vissi ei hvað; svo næma lilust víst enginn á, sem ómi dánum fylgja má. Löngu síðar eski i örina’ mina’ eg fann á ný, og sönginn eins og söng jeg hann i sálu vinar Ioks jeg fann. Ág. Bj. st

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.