Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 6
30 ÓÐINN og ósjerhlífinn, reglusamur og ráðfastUr. Við þjóna sína er hann mildur og mannúðlegur húsbóndi. Og í allri umgengni er hann lipur og Ijúfmann- legur, hreinn og heinn og blátt áfram. Hófsmaður er hann í hvívetna. Hann er einkar orðvar og heyr- ist aldrei taka þátt í ómildum dómum um náung- ann. Hann er í fám orðum sagt — sæmdarmaður að öllu og drengur góður. Frú Eugonia Jakobína Nielsen er fædd á Eyrarbakka 2. dag nóvemberm. 1850. Ólst hún að nokkru leyli upp hjá foreldrum sínum, Guð- mundi riddara Thorgrímsen og konu hans, Sylvíu dóttur Nielsens verslunarstjóra á Húsavík, en að nokkru leyli hjá Jakobínu frændkonu sinni og manni hennar dr. Jóni Hjaltalín landlækni. Fjekk hún þannig hið besta uppeldi. Hún hefur al- mennings orð á sjer fyrir góða hússtjórn og reglu- semi á hinu umfangsmikla, gestkvæma heimili sínu. Enda getur vart híhýlaprúðari konu nje ástúðlegri í viðmóti við æðri sem lægri en hún er. Eins er hún orðlögð fyrir hjálpsemi sína og lijartagæsku við bágstadda og fátæka. Hvar sem sorg eða hág- indi ber að höndum, og hún nær til, er hún óðara þar komin til að Ijetta byrðina, eftir því sem best kemur sjer í hvert skifti. Bóndi hennar leggur henni meðölin í liendur og notar lnin þau dyggi- lega. Auk þess er hún ein af stofnendum »Kven- fjelagsins á Eyrarbakkacc, sem í mörg ár hefur starf- að til líknar sjúkum og bágstöddum þar. Hafa þau Nielsenshjónin jafnan verið öruggir styrktar- menn þess. Bindindismálinu ann hún hugástum og hefur lengi verið góður Templar. Er mjög tví- sýnt, að vínverslunin væri enn undir lok liðin á Eyrarbakka, ef þau lijónin hefðu ekki stutt að því með lipurð sinni og lægni. Söng og hljóðfæraslætti ann hún mjög, er og sjálf með bestu söngkonum, eins og margt af ættfólki hennar. I stuttu máli á það við um frú Nielsen, að hún er »sólin í húsinucc. Frá henni stafa fagnaðar- geislar yíir heimilið og gestina og jafnframt yfir gamalmennin, fátæklingana og sjúklingana í ná- grenninu. Bæði þau hjónin láta sjer mjög ant um menlun æskulýðsins, og þeim er það mest að þakka, að á Eyrarbakka er komin á fót unglingakensla. Og oftar en einu sinni hafa þau borgað skólagjald fyrir fátæk börn, sem annars hefðu ekki komist í barnaskólann án þess, að viðkomendur þeirra þsegi sveitastyrk. Og marga vetur hefur Nielsen sjálfur kent yngissveinum leikfimi án þess að taka borgun fyrir. Loks er skylt að geta þess, að hinar virðulegu móttökur við konungskomuna að Ólfusárbrú 1907 voru mest og best þeim Nielsens-hjónunum að þakka. Ljetu þau ekkert til þess sparað, að þær mættu verða hjeraðinu til sóma. Frá þessu mundi gjör skýrt í ferðasögunni (Islandsfærden) heldur en er, ef sá, er hana rilaði, hefði verið því nógu kunnugur. Br. J. Aths. Grein þessi er skrifuð vorið 1909. En um síðastl. áramót Ijet Nielsen af verslunarsjóiastörfum, en við tók tengda- sonur lians .1. D. Nielsen, kvæntur Karenu dóttur lians. IUtstj. Tóan svanga, Pað var um harða velrartíð, jeg vissi tófu eina, sem átti holu uppi’ í hlíð i urð, á milli steina. Hún kencli margra meina; því vetrarfrostin voru svöl og vos hún fjekk að reyna, og svo var annað ógnarböl: hún átti björg ei neina. Til einskis var að veina. Svo hljóp hún eina nepjunótt, af nauðsyn bjargarfanga, og langan veg hún vatt sjer skjótt og veitti ljelt að ganga, með lipra alla anga. Ei minstu ögn af mat hún fann, er mætti hressa svanga, en eið með sjálfri sjer bún vann, að sigra hungrið stranga. Og leið hún þeyttist langa. A óttu fann hún loksins lykt, sem iífsins vonir glæddi, og litla skinnið—laust við gigt — sem leiftur þangað æddi og góða krás nú græddi. Fví þarna fann ’ún heilan hest; ei húngrið lengur mæddi, — en öllum getur yfirsjest — og ótt og títt hún snæddi, því ekkert hana hræddi. Og hún varð södd. — Á sullarneyð hún sá þar góðan endi, og hugði’ að snúa heim á leið, en hratt ei fótum rendi. Hún deyfðar-drunga kendi.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.