Óðinn - 01.07.1910, Blaðsíða 8
32
ÓÐINN
þau nái í skipið. fví alt parf hjer að hafa tímann fyrir
sjer. Dauft er petta blessað föðurland okkar, vinur
minn, og farinn er jeg nú stórum að örvænta um við-
reisn pess; pað getur verið af pví að jeg sje orðinn
gamall fyrir tímann og kvíði öllu um ferlugt, eins og
sumir um sjötugt, en pað er ekki alveg ástæðulaus minn
kvíði; einkum örvænti jeg um vesturland, pví náttúran
er par ennpá harðari í horn að taka, að mjer finst,
heldur en annarstaðar par sem jeg til þekld. Pað er
nú eins og vant er, að lítið er hjeðan að frjetta. Tiðin
hefur verið sjerlega frosta- og snjóalítil einlægt síðan í
haust að skip fóru, en einlægir vindar af öllum áttum.
Síðan jegkom hingað í sýslu, hefur hjer ekkert rekið af
sjó, enginn druknað og enginn stolið, og er alt petta
sjaldgæft hjer á nesi þessu. Ekki er hjer talað um
pólitík, heldur rær hver í sínu horni; hvað annarstaðar
gjörist nú er mjer ókunnugt, pví ekkert hefur að frjetst
síðan i nóvember. Er nú ekki öll von á pví að menn
verði þögulir og eintrjáningslegir, pegar það er eins og
menn sjeu utan við mannkynið?
Jeg vona þú hafir fengið brjefseðil frá mjer með
gamla Svaninum í sumar sem leið og par með ávísunar-
miða, mig minnir fyrir 24 rd. upp í eitthvað afpví,sem
pú átt hjámjer. Má jeg nú ekki bæta gráu ofan á svart
og biðja pig senda mjer til Stykkishólms Martensens
Predikanir. Það er einn prestur hjer í sýslu, sem hefur
heðið mig panta þær fyrir sig, og pó hefur ekkert
við þær að gjöra; en jeg vil ekki neita honum. Segðu
mjer um fram alt, hvað þær kosta, jeg skal pá senda
pjer borgunina í sumar. Líka veit jeg kaupmaður A.
Sandholt legði út fyrir pær mín vegna, ef pú beiddir
hann um pað.
Jeg hef hjer altaf nokkurn veginn nóg að sýsla, pví
ekki leyfa tekjurnar að jeg taki mjer skrifara. Jeg bý
hjer í rjett laglegu timburhúsi, sem kaupmannafólkið á,
en jörð hef jeg leigt — sem kongur á, eins og annað
hjer í sýslu, — frá næstu fardögum ogheitir Kálfárvellir;
par ætla jeg að hafa búhokur, og verður mjer pó erfitt,
enda pótt skamt sje hjeðan. Mjer miklast mest fátækt
fólksins hjer á nesinu, einkum í pessum 5 úthreppum
sýslunnar, á Skógarströnd og i Helgafellssveit er það
Ofurlítið skárra. Nú er þó oft og oftast besti íiski-
aíli undir Jökli og mætti vel lifa hjer, ef veðurátt og
verslun væri öðru vísi en er. Það getur verið, að hin
siðari lagist, en Jökullinn mun verða sjálfum sjer líkur,
hvað sem pingmenn segja.
Jeg held pjer pyki jeg daufur í dálkinn núna, pegar
jeg kem til híbýfa pinna, par sem góðveðrið og lífið er
í sínum fulla blóma, en pað er nú þessi bjarnarnáttúra
í injer; pað liggur við jeg vilji helst liggja fram á hramm-
ana og hafast ekki að, meðan þetta skammdegi drotnar
yfir, úti og inni, en hreppstjórarnir eru að smáhnubba
í mig og lofa mjer ekki að sofa. Pær mæðgur, konaog
tengdamóðir, biðja kærlega að heilsa. Sigga og Anna
eru hjer hjá mjer, en Páll er hjá adj. Gunlögsen; fleira
er ekki af börnum til, pví 3 eru dauð. Láttu mig ekki
gjalda pessa vonda blaðs og skrifaðu mjer til skemtunar
eina línu.
Pinn elsk. vin
VIII.
Búðum 18. febr. 1852.
Elskulegi vinur!
Mig minnir jeg skrifaði pjer línu með skipi hjeðan i
haust. Nú ætla jeg að senda þjer þennan miða rjett til
að sína þjer að við lifum hjer fram á þennan dag.
Dætur mínar S. og A. eru frískar ennþá, þó jeg sje nú
uggandi um þær vegna barnaveikinnar, sem hjer er ekki
langt frá og liefur margan mann hart Ieikiö. Tengda-
móðir min er petta svona með sæmilegri lieilsu, heldur
illa haldin stundum af gigtinni, en konan mín hefur
verið mjög lasin af andþrengslum síðan i sumar í júlí-
mánuði. Þó hel'ur hún íerlivist en má ei undir bert
loft koma. Sjálfur er jeg við góða heilsu, enda gætijeg
ekki aðstaðið ef heilsan hilaði, því talsvert er hjer að
sýsla. Tíðin hefur verið hin besta fram að Kyndilmessu,
þó ærið votviðrasöm, en síðan snjóar og jarðleysur, pó
án allra stór- eður sterkviðra, svo hægt hefur verið að
gegna skepnum. Engar slysfarir á mönnum eða fjenaði.
Veikindi nokkur, svo að dáið liafa 124 hjer í sýslu næst-
liðið ár, par af 84 börn innan 10 ára, og er það í meira
lagi. Nú er farið að flskast útí Rifl og á Sandi, Ólafs-
vík og Brimilsvöílum, en hjer sunnan Jökuls er pur
sjór. Heldur er hjer nú deyfðarlegt á vetrin vestur
undir Jökli, en pað lifgar okkur stórum að lá frjetlir frá
ykkur með póstskipi svona um hávetur. Pað erþócins
og heimurinn fari í sumu batnandi. En fara ætluðu
gæðin pó heldur að minka hjer á pinginu í sumar sem
leið. Hvernig skyldi pað pá fara? Hjer er nú
alt dautt og doflð í pólitíkinni, scm jafnvel einu gildir,
því mönnum tekst ekki sem limlegast i henni.
Jeg legg hjer með anvísningu dálitla, er jcg bið hr.
kaupmann Á. Sandholt að honorera; þar i eru 20 rdl.
frá tengdamóður minni til pín, sem hún sendir pjer að
gamni sínu með kveðju sinni, en 5 eru frá mjer; par af
ætla jeg að biðja þig að fá konu Jóns Sigurðssonar, frú
Ingibjörgu, 4 rd., en einn áttu að hafa sjálfur fyrir tima-
spilli og skóslit. En vel á minst, áttu ekki hjá mjer?
Blessaður segðu mjer pað hreint og beint. Jeg bef víst
gleymt pví, en viljandi ætlaði jeg ekki að pretta þig.
Gjörðu svo vel og segðu mjer livað kosta muni Depar-
tementstíðindin frá pví fyrst þau komu út 1848 og til
nýárs í vetur. Pað getur skeð að það detti í mig að
panta þau að ári, ef jeg ílengist- í þessu sýslumanns-
embætti.
Konan mín og Sigga litla biðja að heilsa þjer og
við óskum þjer allra góðra hluta í bráð og lengd. Bið
jeg þig svo fyrirgefa þetta hrip.
Pinn skuldh. elsk. vin
P. Melsteð.
I’iisnnd og ein nótt. íslenska þýðingin af henni er
nú að koma út í nýrri útgáfu og er 1. heftið fullprent-
að. Sigurður Jónsson bókbindari gefur út.
P. Melsteð.
Prentsmiðjan Gutenberg.