Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 6
94 ÓÐINN Pjetur Pjetursson bæjargjaldkeri er fæddur 9. sept 1842 að Uppsölum í Blönduhlíð í Skagaíirði; bjuggu þar þá foreldrar hans Pjetur Pjetursson og fyrri kona hans Kristín Jónsdóttir bónda áSilfrastöðumErlendssonar. En ári síðar iluttu þau að Fremrikotum í Norðurárdal og bjuggu þar síðan, og þar ólst Pjetur upp. Pjetur faðir hans var sonur Pjeturs, er síðast bjó á Tyrf- ingsstöðum(f 10/e 1851,86 ára) Pjeturssonar ogHelgu Jónsdóttur bónda á Skeiði í Fljótum Guðmunds- sonar, en systir Pjeturs á Tyrfingsstöðum var Guð- rún móðir Baldvins Einarssonar. PJETUR PJETURSSON Faðir Pjeturs á Tyrfingsstöðum var Pjetur bóndi á Skeiði og Molastöðum (f 12/» 1816) í Fljót- um og bróðir Jóns læknis í Viðvík, en faðir þeirra var Pjetur bóndi í Efra-Ási í Hjaltadal og staðar- smiður á Hólum (bróðir Jóns í Tungu, föður Guð- rúnar móður Pjeturs prófast á Víðivöllum föður Pjeturs biskups) Jónssonar á Melum í Svarfaðardal, þess er smíðaði 24 Jjái á dag, Jónssonar á Melum Oddssonar sterka Bjarnasonar Smíða-Sturlusonar á Óslandi. Nefnist ætt þessi Melaætt, og er þjóð- kunn merkísætt. MóðurættPjetursbæjargjaldkera ermerk bænda- ætl í Skagafirði og í henni sjerlegl fríðleiksfólk. Pjetur bæjargjaldkeri dvaldi hjá foreldrum sín- um þar til hann fór til Krisljáns amtmanns og gerðist þar skrífari; síðan dvaldi hann einn vetur við nám hjá sr. Arnljóti Ólafssyni á Bægisá, og silgdi síðan á verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Árið 1867 kom hann utan með Thomsen kaupmanni í Reykjavík, og gerðist yfirmaður við verslun hans, og var þar til þess, er Gránufjelagið var stofnað; vildu þá ýmsir fá liann til foruslu fyrir fje- iagið, en einkum mun þó sr. Arnljótur hafa ráðið þar um. Komst það svo langt, að hann var ráðinn til starfsins, og sagði upp stöðu sinni, enþað varð samt eigi úr. En þetta var nóg til þess, að kaupmenn vildu ekki hafa slíkan uppreisnarmann, er hel'ði ætlað að ganga í verslunarþjónustu hjá bænduin. Var Pjetur þá 7 vetur kennari á Vatnleysuströnd, og bauðst þar fastur starfi, en hann kaus heldur að ganga í þjónustu Reykjavíkurbæjar; var liann þar fyrst lög- regluþjónn og síðan lengst af bæjargjaldkeri og ljet af þeim starfa 1. júlí 1909 og skorti þá 3 mánuði áað hann hefði verið 25 ár starfsmaður bæjarins. Pjelur heitinn var ör í lund en sáttfús, skemtinn í viðræðum, fróður vel og einkar kátur og fjörug- ur. Hann var sjerlega áreiðanlegur í öllum við- skiftum, og mátli hvergi vamm silt vita, enda rækli hann starf sitt með alúð og samviskusemi. Hann var skákmaður dágóður, og hafði mesta yndi af skáklistinni, en síðustu árin mátti hann eigi gefa sig við skákinni vegna lieilsunnar; lliom- bre var þá einkaskemtun bans. Hann var mað- ur einkar vinsæll og vel látinn, enda vildi hann öllum vel og öllum lijálpa, er lijálpar þurftu; Ijet víst engann synjandi frá sjer fara. En lijálpsemi er máske fallegasta dygðin. En oft var lijálpsemi hans ver launuð en skyldi. Pannig lánaði Pjetur heit. eitt sinn manni nokkrum 150 krónur, en er til borgunar kom.eft- ir iát Pjeturs beit., þá kom maður þessi iueð 800 kr. kröfu, er hann þó vildi láta að öllu niður falla fyrir skuld þessa. Með fáum orðum má segja, að Pjetur heit. var góður maður, í orðsins sönnustu og bestu merk- ingu, og betri eftirmæli getur enginn fengið. Árið 1871 kvæntist Pjetur heit. Önnu dótt- ur Vigfúsar sýslumanns Thorarensen og Ragn- lieiðar Pálsdóttur amtm. Melsleð, og liíir hún mann sinn. Pau hjón eignuðust sex börn. Af þeim dóu tvö, Anna og Pjetur, íæsku. Hin eru jarðfræðing- ur Dr. Helgi Pjeturs, Ásta, gift baroni Hans von Jaden, Sigurður, bóndi i Paperstonedalnum í Can- ada, og Kristín, ógiít heima hjá móður sinni. Vatnar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.