Óðinn - 01.03.1911, Síða 9

Óðinn - 01.03.1911, Síða 9
ÓÐINN 97 vjer höfum alið mestan aldur vorn í. Vjer erum nýir menn i æðra heimi. Sorg grætur i hljómi hljóðfæranna, og vjer sitjum með tár í augum og hrygð í hjarta. Fögnuður hlær og klappar leikandi lófum, og hjarlað hoppar i oss at gleði, og hver taug kitlar af kæti. Gleðin brosir eins og barn í draumi, og vjer sjáum bros og björt augu um allan salinn. Guð faðir, livað heimurinn er pó auðugur af fegurð og fögnuði og gleði. Samræmi. Ef vjer opnum að- eins skelina okkar ofur lítið og lofum sól og svölum blæ að leika um okkur. Hvers vegna gerum vjer lif vort að myrkheimi og skoðum heiminn gegn um skjá- glugga eða móðugleraugu!---------- Loksins var Sverrir kominn niður í dalinn. I heima- hagana. Ain rann lygn og breið eftir dalnum miðjum, og vegurinn lá oftast rjett eftir bökkunum. Nema par sem áin rann í alt of stórum bugðum. Hjer var alt saman óbreytt enn. Enginn asi á neinu. Pað sýndi vegurinn best. Jafn langur og krókóttur. Jafn djúpir troðningar og jafnvel dýpri en áður. Maður rak sumstaðar fæturna í barmana og varö aö gæta sín vel að detta ekki af baki. Ekki liggur á, nóg verður blíða í nótt. — Og hetri er krókur en kelda! — Já, pað sögðu afar vorir, og sama sögðu vegir og mannvirki pann dag í dag. Alt saman var svo hjartanlega islenskt, svo broslegt og harnalegt. En pó svo frumlegt og ósnortið, að Sverri varð beinlínis heitt um hjarta. Hann var meira að segja rnjög eflns um pað með sjálfum sjer, hvort betra væri: Heimurinn fyrir handan hafið, stór og auðugur með allar sínar járnbrautir og sporvagna, ferð og flug, stunda- leysi og óró, eyrðarleysi og smáskamtatilfinningar. — Eða. — Litla landið norður i höfum, með króka og keldur og broslegu bernskusniði, en ósnortið og ónumið land viða vegu, og ótal mörg framtíðarskilyrði. Hjer ælti »siðmenningin« að koma á alveg sjerstakan hált, með í s 1 e n s k u sniði, eftir okkar pörfum og stað- háttum. En ekki ljeleg stæling eftir öðrum löndum. Eins og t. d. sumar af pessum fáu brautum sunnanlands. Ófærar í öllum leysingum og rigningum fram á mitt sumar sökum hroðvirkni og vankunnáttu, og illfærar endranær af hirðuleysi og vanrækslu. — Eða pá timbur- húsin í liöfuðstaðnum og kauptúnunum! Allflest. Svij>- lausir kumbaldar, gráir fyrir járnum. Kaldir og lekir. Óvistlegir. — Og margt fleira. — Hvað hjer var annars margt og mikið að gjöra. ()g hvilíkt starfssvið fyrir unga menn og efnilega með ojiin augu og ærlegan vilja! Valur var farinn að greikka sporið, en pótti taum- haldið fremur strítt. Hver hreyfing var leikur stæltra vöfða, og höfuðið hneig og reis af ákafanum. — Hann pekti vel harðvellisgrundirnar fram með ánni. Sverrir var nýbúinn að hafa hestaskifti, og var Valur pví ópreyttur. Enda fjekk hann lausan tauminn með köflum. Sprettirnir voru stuttir en tíðir. Pað mundi Sverrir frá bernsku að talin var besta reiðin.----- Miðnætti. — Heiður himinn. Kyrð milli hafs og hlíða. Mýrfugl flaksar upp með tiðum vængjaburði. Flokkar sig og fyllir loftið kvaki og klið. Andir rista straumrönd í lygnar ár og leita undan landi með unga- hópinn á eftir sjer, »kvakka« móðurlega og skima á báða bóga. Straumhanar synda hvikult og drepa höfði ótt og títt. Uppi á bæjunum blasa við pil og gluggar. Ilundar stökkva upp með gelti og gjammi. Smápagna svo aftur. Eitt og eitt ólundar-letibofs. Leggjast svo aftur fram á lappirnar á bæjarstjettinni. Á einum bæ skamt frá götunni liggur ung stúlka úti í opnum dyraloftsglugga, styður hönd undir kinn og horfir yfir pveran dalinn. — Bær blasir við hinu- megin. — Ennið er bjart, og hárið mikið og Ijóst. Hand- leggurinn hvítur og mjúkur, par sem nátttreyjan hylur hann eigi. — Heslar meöfram reiðgötunum lyfta höfði og hneggja. Sumir snúa sjer við, aðrir koma hlaupandi spölkorn háleitir og hnarreystir, gera svo stóran bug á leið sína og fara aftur að bíta. Fje hleypur upp úr laut og ritar slóð i döggvott grasið. Snýr svo við og glápir. Hlej'pur svo aftur á stað í kippóttum sprettum. — Næturkyrðin sigrar alt. Vindur heyrist varla anda. Pað bærist ei blað fyrir vindi. Loftið er prungið pung- um nið, er svæfir alt. Lífið sefur. Öll pau hljóð, sem háværust eru á dag- inn, pagna nú í svefns örmum. Það er pví eins og megnasta hjáræmi að heyra vængjapyt fugls, hestshnegg eða hófatak á grjóti. En náttúran vakir. Móðirin sefur ekki. Óli pau hljóð, sem pegja á daginn, losna nú úr læðingi og fylla geim- inn milli fjalla. Fað er næturkyrðin, samræmi huldra hljóma, er hrífa og svæfa. Vagga oss í dúnmjúkum, ilmsætum hljómbylgjum. I*agga alt. Draumbjarta íslenska sumarnótt.------- A báða bóga liggur nýslegið hey í flekkjum. Sum- staðar garðað í mjúkum lognöldum, og glitrandi dögg- vott engiö alt í kring eins og lognskær haflötur. Sterkur ylmur frá brekkum og börðum. — — Senn roðar sól fjöll. Fuglar vakna og fylla loftið kvaki. Morgunblær bregður blundi, og smýgur gegn um engið, svo grasið liðast i mjúkum gulgrænum bylgjum yfir haf sveitabóndans. Sólin strýkur mjúkum höndum niður um kinnar fjallatindanna og perrar af peim næturblámann. — Á stöku stað fer að glitra i glugga, og hani gelur langt í burtu.----- Loksins! Loksins! Fram hjá siðasta bænum. Á spretti ylir grundirnar og melinn. Loksins er hann á föðurleifð sinni. — Hann fer af baki, dýfirhendi í ána og dreypir á enni sjer. Valur hendist á spretti frá ánni og heim á hvarf- hólinn. Bærinn blasti við honum. Fá fór fyrir honum eins og hverjum peim, sem yfir- bugast at tilfinningum sínum og eðlishvöt, svo skyn- semin kemst par eigi að með bollaleggingar sínar. Hann pakkaði guði fyrir alt og alt. Og pessa stund sjerstaklega. Og honum varð svo ljett um hjarta, eins og pegar hann var barn. —

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.