Óðinn - 01.03.1911, Síða 8

Óðinn - 01.03.1911, Síða 8
96 ÓÐINN Það hefur fjöldi fóta raist A fagurgljáum ís, En vera má við lengra lif Eú lytir punga blýs. Með hjartað fult af vori’ og von I vatnsins bláu sæng Pú kvaddir heim með hreinnn skjöld Og heilan flugs þíns væng. Friða. Afturelding. Sögubrot. Niðu rl. Kvöldvindur í grasi og kjarri. Hlýr og hægur. Hvísl- aöi og suðaði púsund röddum, er allar runnu saman í einn liljóm. Lækjarsuða í hlíðum og fossniður í fjarska. Alt varð að tónum, er fjellust í faðma, runnu saman, fyltu allan geiminn sumarsælum fögnuði. Bylgjurnar umkringdu hann heitar og laðandi, vöfðust að honum þjettar og fastar, streymdu gegnum hann — eins og raf- straumar aflvakans, — og hann varð sjálfur páttur í pessum alheimshljómleik, er íylti allan himingeiminn og söng púsund röddum í hafdjúpu, liiminvíðu samræmi. — Söng petta eina og sama orð. Síungt og eilíft. Petta eina orð, sem er svo mörgum ógn og skelfing. Hyfdýpi angistar og örvæntingar. En aftur öðrum dýriegir töfra- heimar. Uppfylling alls pess, sem mannshjartað práir. — Petta eina orð, er lykur ait i faðmi sínum. Lífið.--------- Austanvert i háheiðinni tór Sverrir af baki. Utsýn var farin að opnast niður tii sveitarinnar. Sveitarinn- ar hans. Hann spretti af liestinum og tók beislið út úr þcim báðum, til þess að þeir skyldu njóta hvíldarinnar og lífsins betur. Svo lagðist hann út af í graslaut með hendur undir liöfði sjer og horfði beint upp í himininn. Pað hafði verið hreinasta og besta nautn hans, þegar hann var smali síðustu árin fyrir fermingu. Að sökkva sjón sinni í hyldýpi himinblámans, og finna jörðina lykja um sig grasmjúkum móðurörmum, og fjallavind- inn kveða vöggaljóð, pangað til bernskuhugurinn sveif vængljettur út í geiminn. Ut yfir fandamæri svefns og vöku. Og smalinn lá sofandi. Eins og barn í móður- örmum. Nú fann liann til sömu kendar. En pó á alt annan hátt. Langur tími lá á milli. Hann var nú fulltíða maður. Með langa og margbrotna lífsreynslu að baki sjer. Löngu gleymdar hugsanir gægðust upp í huga hans. Og brostu. Duld öfl leystust úr læðingí. Móð- urjörðin dró hann að sjer. Og hann fann hjartaslðg hennar gegnum sjáffan sig, og ylurinn af andardrætti hennar læsti sig um hann allan. Hann gat kyst hverja þúfu og hvern stein. Eins og systkin sín. — Blágresi ilmaði. Lyng og smákjarr logaði í sólar- roðanum. Fiðrildi svifu, og flugur suðuðu. Hvelt hó heyrðist í fjarska. Svo varð alt kyrt og hljótt. Sumarnótt.---------- Sá, sem aldrei hefur verið einn, veit eigi hvað lífið er. Kyrð einverunnar leikur á undirstrengi sálarinnar. Pá, sem aldrei ná að hljóma í fjölmenninu. Því þar er maður aðeins hljómgrunnur hugsana peirra og tilfinn- inga, er bærast milli dags og nætur i heimi ölfum. Pá cr maður aðeins liður i peirri vjel, er mannfjelag nefn- ist, og verður að snúast þar eftir þeim hjólum og ás- um, er hreyfingu ráða. En í cinverunni er manni alt í einu kipt út úr »vjclinni« og hringrás hennar. Maður verður þá sjálf- slæð heild. Heimur út af fyrir sig. Og mann snar- svimar af ógn og undran við að líta niður í liyldýpi hugsana og tilfinninga, er opnar sig í inslu duld sálar- lifsins. Huglanginn hlýðir maður á hljómleik náttúrunnar. í háfjallakyrðinni. — Par er hátt undir þak og vítt milli vcggja. — Hcili manns hvilir. Pessi úttaugaða hversdags- vjel, sem er orðið svo tamt að reikna með tölum, telja peninga og lesa auglýsingar, að hann jafnvel dreymir uin það á nóttunum. — Nú livílir hann sig. Engin svcifia. Engin hreyfing í taugavcf hans. Mannssálin tekur sjálf við öllum áhrifum. Beina leið gegnum tilfinninguna. Heili vor er orðinn svo sljór af matstriti og ofmenningu, að hann hefur gersamlega týnt mörgum frumgáfum sínum, sem villuþjóðirnar og dýrin eiga enn þá þann dag í dag. Pó eimir stundum et'tir af því enn, og kemur það oft fram í einverunni. — Samræmisgáfa vor við náttúruna er svo vanrækt orðin, að hún kemur mjög sjaldan til greina, svo að vjer verðum hcnnar varir. Og þó er maðurinn svo fíngert og ómnæmt hljóðfæri í nánu samstilli við guð föður dásamlegu sköpunarfegurð, að hann getur runnið saman við hana og orðið eitt með henni. Orðið skjálfandi hljómfagur strengur í alheimsliörpu þeirri, er fylla á heiminn með hljómi sínum. Veila honum líf og lit. Aðeins örsjaldan verðum vjer þessarar gáfu varir Stundum þó. Hefurðu hlustað á hljómleika, þar sem raddir og sjerhljómar fleiri tuga liljóðfæra fallast í arma, hver með sinum sjerblæ, sínu lyndi, en stefna þó allar að einu og sama takmarki. Samstarfandi eftir föstum lögum, er listsnilli tónskáldsins hefur fjötrað þær með, og þó allar frjálsar sem fjallablær. Pað eru orð, scm allir skilja. — Alheimsmál, sem talar til allra, hvort sem þeireru sjerfræðingar eða ekki_ Ef heyrn þeirra aðeins er næm, og tilfinníngar eigiorðnar steingervar. Pað mál talar til þeirra gegn um tilfinning- una eina. Fer oft og einalt fyrir ofan garð og neðan hjá skynsemi og skilningi, gagnrýni og öllu því, crsetur upp gleraugu og horfir gegn um sjónauka. — Milli veggianna undir hárri hvelfingunni skelfur hvcr ögn af lofti í lögbundnum sveiflum hvers einstaks hljóð- færis. Allar sveiflurnar blandast saman, fljettast og tvinnast, og eru þó sjerstakar raddheildir, er eyra vort gctur lesið sundur og aðgreint. Og hver hljóðnæm taug í oss skelfur í samræmi við tónlistarsmíðið. Vjerfinnum áhrifin titra gegnum oss. Vjer sitjum gagntekniraf sæluþrunginni, lotningarbland- inni fjálgleikshygð og gleymum alveg þeim heimi, sem

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.