Óðinn - 01.03.1911, Side 2

Óðinn - 01.03.1911, Side 2
ÓÐINN ðO að á Friðriksbergi, þar er þau bjuggu jafnan síðan, lengst af á Monráðsvegi 19, að því heimili, er einna góðfrægast hefur verið íslendingum í Ivaup- mannahöfn um síðastliðna áratugi. Aðalstarfssvið prófessors Krabbe var við Landbúnaðarháskólann, en auk þess álti bann miklum og margbrotnum aukastörfum að gegna. Hann fjekst mjög við vísindalegar rannsóknir og ritstörf, einkum um ormafræði, og gat sjer mikinn orðstír í þeirri grein. Hann átti sæti í »det Veterinære Sundhedsrád« og gaf út ársskýrslur þeirrar nefndar; hann var árum saman ritstjóri að »Tidskrift for Veterinærer«, bjelt löngum fyrirlestra á listaháskólanum (»Kunst- akademiet«) og víðar, í líkamsfræði, var prófdóm- ari við læknapróf háskólans o. fl. Heimilið var einstakt atorku og fróðleiksheimili. — Þeim hjón- um varð 6 barna auðið. Af þeim eru 4 synir á lífi: Oluf, lögíræðingur, sakamáladómari í Kaup- mannahöfn, Jon, lögfræðingur, forstjóri ísl. stjórnar- skrifstofunnar í Khöfn,Thorvald,landsverkfræðingur í Reykjavík, og Knud, læknir við St. Hans Ho- spital í Hróarskeldu. Það var hvorttveggja að frú Krabbe var af- burðakona, enda átti hún til þess ætt og óðal. Heimili foreldra hennar hefur löngum verið við brugðið. Jón Guðmundsson var blaðamaður og stjórnmálamaður í góðum og gömlum skilningi; liann gekk að því starfi með einbeittum vilja og óskiftum liug í þá átt eina að vinna að þrifum þjóðar sinnar hvar sem hann fjekk til náð. Það var likt með hann og samherja hans og einkavin Jón Sigurðsson, að hann sneri að sjer hugum manna víðsvegar um land með óskertu trausti og virðingu. Hann var ör í skapi, fjörmikill og örv- andi í viðmóti. Bjartsýni, atorka og trú á fram- tíð landsins kviknaði í kringum hann. Og kona lians var honum samhend og samhuga í öllu. Hún var gáfukona, frjálslynd og fjölvitur á þjóðleg efni, enda kvenna skemtilegust í viðræðum. Bera sögur hennar í safni Jóns Arnasonar þess bestan vottinn, að hún hefur kunnað að koina fyrir sig orði. Mannkostir beggja hjónanna lögðust á eitt ineð að gera heimilið aðlaðandi og áhrifamikið til góðs, fremur flestum öðrum lieimilum hjer á landi í þann tíð. Mannúð, glaðværð og fjörmikil starfsemi ein- kendu það. Það var því ekki nema eðlilegt að æskulýður bæjarins hyltist að því, og foreldrar í fjarlægum sveitum kysu þar helst börnum sínum samastað, er þau leituðu sjer menningar til höfuð- staðarins. Otal þræðir vináttu og frændsemis, virðingar og trausts kvísluðust frá því lieimili víðs vegar um land. Þetta bjarta æskuheimili frú K. hefur eflaust átt mikinn þátt í því, hvílík afburðakona hún varð, hversu hún jafnan dreifði yl, gleði og göfgi kringum sig, gróf upp gullið í mannssálunum og örvaði gjörvileikaþrá þeirra, ekki með siðvendnis fortölum, heldur ósjálfrátt með viðmóti sínu og viðræðum, hvers efnis sem voru. Þegar í föður- húsum var hún lífið og sálin í glaðværð unga fólksins, innan liúss og utan, enda viða vel sjeður gestur. Mjer er það í minni, síðan jeg ferðaðist eilt sinn með syni hennar um norður- og vestur- land, liversu glaðnaði yfir andlitum fjölda margra, karla og kvenna, er við hittum fyrir, þegar þau urðu þess vör, að þar var kominn sonur Kristínar Jónsdóttur. Það var bjarmi fagurra endurminn- inga frá fornum samvistum, er brá yfir andlitin, eða endurskin langgeymdrar þakklátssemi fyrir góðvild, er hún hafði auðsýnt ástvinum þeirra. Hvergi kendi annars hjá þeim, er könnuðust við nafn hennar. Um þær mundir er írú K. var heimasæla í Reykjavík var þar uppi, svo sem kunnugt er, öílug þjóðernisvakning, og var heimili foreldra liennar ein af miðstöðvum þeirrar hreyfingar. Þangað lágu götur ílestra þeirra manna, er forvíg- ismenn voru í þjóðernisbaráttunni, bæði Jóns Sig- urðssonar og annara. Það má nærri geta umjafn tilfinningaríka og gáfaða konu, sem frú Ivristín var, að hún hefur lilotið að sæta djúpum áhrifum af þeirri lireyfingu. Enda bar hún alla æfi í brjósti sterka þjóðernistilfinningu og hafði það hugfast, er hún hafði lilotið heiinili i framandi landi, að halda uppi sóma þjóðar sinnar í orði og verki, og niunu fáir liafa gert það betur. Mjög Ijet hún sjer ant um að vekja ást á íslandi hjá sonurn sín- um og fræða þá um það á ýmsa lund; liún talaði jafnan við þá íslensku, og þeir við hana. Með lífi og sál fylgdist hún með íslenskum stjórnmál- efnum og öllu því, er landið varðaði. Hversu mikið Jóni Sigurðssyni þótti til hennar koma, má marka af því, að liann rækti við hana vináttu og brjefaskifti og kallaði hana »vinuna sína«. Svo liafa og gamlar stallsystur hennar hjer í bæ sagt mjer frá, að liún hafi verið mest í ráðum með Sigurði málara Guðmundssyni, er hann fegraði þjóðbúninginn, og hafi hún sniðið fyrir hann. Enda var það hún og þrjár dætur Jens heitins rektors, er fyrstar báru kyrtilinn á skólahátið 1869.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.