Óðinn - 01.03.1911, Qupperneq 10

Óðinn - 01.03.1911, Qupperneq 10
OÐINN 08 Hann nam staðar og horði liugfanginn á bæinn. — Aldrei hafði hann litið fegurri sýn. Pilin voru hvítmáluð og þekjan fagurgræn. Lengst til hægri var smiðjan, svo skemman, baðstofan og »stofan«, og svo eldhúsið. Strompurinn var hár og nýlegur. Gamla hálftunnan var horfin. Sólin glitraði i gluggann á bæjardyraloftinu, þar sem hann hafði sofið í gamla daga. Og liann sá, að það voru fannhvít gluggatjöld í stofunni. Tvær hrífur stóðu upp við bæjardyraþilið. Og gulflekkóttur köttur svaf á reiðingi við skemmudyrnar. Bærinn blasti við langar leiðir á hæð, rjett undir hlíðinni. Og bæjarlækurinn hvitfyssaði i túnjaðrinum eins og í gamla daga, þegar hann var aö búa sjer til myllu við Litlafoss. Fyrir neðan lágu sljettar grundir og mýrar- flákar fram með læknum báðu megin. Ágætis engi. — En hvað túnið var orðið sljett! Allar þúfur horfnar. Og þó voru ekki nema nokkurir smáblettir sljettaðir, er hann fór að lieiman. — l’abbi hans hafði gert það í elli sinni, er hann — sonurinn — átti að gera! — Og þarna var komin stór, járnvarin hlaða að bæjarbaki, og bú- peningshúsin öll járnvarin, stór og rúmgóð. — — En hvað var að tarna! Var það ekki reykur, sem gaus upp úr eldhússtrompinum! Jú.svo sannarlega var það reykur, og klukkan þó ekki 5 um morguninn. — »Nú er mamma komin á fætur og farin að hita kafíið, og þá er mjer óhætt að fara inn«, rann honum í hug af gömlum vana, frá því er hann var barn og vakti yfir túninu. Svo brosti hann að hugsun sinni og reið stilt heim að bænum.--- Helgi Vallýsson. Sl TVÚ KVÆÐI EFTIR JÓNAS GUÐLAUGSSON. IIEIM. Nú hruri’ eg streng og slíðra brund af sterkri, djúpri þrá. Jeg heilsa þjer gamta, harða land svo hátt þar norður í sjá! Þú lokkar enn svo hreint og liátt með hörkusvip á kinn, og dregur heim yfir djúpið blátt hinn dœmda soninn þinn. Jeg gleymi hrópi, hermd og smán, lœt hjartað tauminn fá. Sem róllaust trje jeg er þín án, þú œttland norður í sjá. Sem örn í búri’ eg sit við sjá og svífa vildi braut, að líla fjöll þín himinhá og heiðra jökla skraut. Að lieyra stormsins sterku raust og stoltra fossa nið, þitt stjörnuhvelfda, heiða haust með hárra nátta frið. Að heyra’ ið forna hreina mál með hljómsins slerka gný, og reyna aftur orðsins stál við íslensk vana-þý. Að berjasl og að hljóla högg til heilla landi og þjóð, og vekja aftur viljans rögg og verma’ ið kalda blóð. Að leika á streng og bregða brand og björg þín klæða há, mitt hjarta-land, þú harða land svo hátt þar norður í sjá. SKILNAÐUR. Yfir himinsins skarlat leið skykkjan af nótt eins og skuggi frá fjarlœgum hœðum, er steyptist sem bylgja frá austrinu ótt og andaði hljólt yfir bálför af bliknandi glæðum. ()g hjarta vors skarlal varð lijúpað af nólt eins og helblámi í deyjandi glœðum, það skreið einhver drungi yfir skap vorl og þrótt svo skjálfandi hljótt eins og skuggi frá fjarlœgum hæðum. Svo kváðu við bjöllur. Þá kvöddumsl við fljótt, þú lwarfst eins og roðinn af hæðum. Það brast eins og strengur í hjarta mjer hljótt, er hin luimdjúpa nótt helti burtu þeim bliknandi glæðum. Prcntsmiöjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.