Óðinn - 01.03.1911, Page 7

Óðinn - 01.03.1911, Page 7
ÓÐINN 95 Ólafur Finnsson á Fellsenda. Ólaf má hiklaust telja einn af mestu jaröarbóta- og framkvæmdar-bændum pessa lands. — Hann byrjaði bú- skap á Fellsenda vorið 1877, og bjó þar tyrst í 6 ár í fjórbýli. Flutti hann svo paðan og bjó annar- staðar i 5 ár. En pá fór hann aftur að Fellsenda, og liefur nú búið par á allri jörðinni í 22 ár. Á þessum árum hefur hann unnið stórar jarðarbætur. Jarðarbætur Olafs eru mest túnasljettur og girð- ingar. Hann hefur sljeltað i túninu og grætt út yfir 30 dagsláttur. Túnið alt er girt og mest úr grjóti, svo og nátthagar, sem hann hefur búið til. — Túnið á Fellsenda gelur nú af sjer um 600 hesta, enda er pað í bestu rækt og meginhluli pess sljettur. Af byggingum, sem Ólafur hcl'ur gert, má nefna i- búðarhús steinsteypt, tvilyft með kjallara undir, 12x12 álnir á stærð. Við liúsið er skúr og geymsluhús, einnig steinsteypt. Þá hefur hann og gert fjós, hlöðu og á- burðarhús úr steinsteypu. Nýlega hefur liann og komið upp fjárhúsi með steinsteyptum veggjum. Það tekur yfir 300 fjár. Ólafi voru veitt verðlaun úr sjóði Kristjáns IX. fyrir framúrskarandi dugnað í búnaði, árið 1906. Annars var það ekki tilgangurinn með pessum línum, að segja æfisögu Olafs á Fellsenda. Til pess brestur þann, er petta ritar, nægan kunnugleik. Aðeins skal pess getið, að hann er fæddur 1. júlí 1852. Faðir hans, Finnur Sverrisson, var ættaður frá Hundadal, en hjó lengi á Háalelli, og var hann mikill jarðabótarmaður á peirri tið. Móðir Ólafs hjet Pórdis Andrjesdóttir, ættuð Irá Háafelli. Ólafur kvæntist liaustið 1877. Kona hans er Guðrún Tómasdóttir trá Skarði í Lundareykjadal. Hafa pau eignast 7 börn, og eru prjú þeirra á lifi, 1 sonur og 2 dætur. Ýmsum opinberum störfum hefur Ólafur gegnt. Hann hefur meðal annars verið hreppstjóri i 24 ár. S. S. * Eftirmæli. Jeg syng ei ljóð um háan hlyn, Er höfði drap á láð. En lítinn kaldan kögursvein Við kost af bræðra náð. Það veikir humal kuldakvöl, Og kvistur merki ber. En minni um grænt og gróið vor Er gimsteinn allra hjer. Jeg undrast forsjón almáttugs Frá elstu tima sögn, Sem líður, þó að leyfi ei, Að lamist smárra mögn. Það skilja fáir skap pess barns, Er skinið brast frá sól Við ýting fóta auðnumanns Ur insta kirkjustól. Jeg elska forsjón almáttugs, Sem öllum veitir frið; Sein leggur pann, sem ekkert á, Við auðkýfingsins hlið; Sem lætur glóa geisla inn 1 grafarhúmiö dökt Og vekur öfl í veru manns, Svo verður hjartað klökt. Pað vantar stundum vinahönd Að veita lireppadreng, Sem reyni’ að glæða lítið ljós Og lina á hverjum streng. En það er beiskja bikars lífs Og barnið, sem jeg skil, Hve pað er sælt mcð hálfan hleit Ef hjartað finnur yl. Er sólin reis úr ránarlaug Og rósum stráði dal, Pá hvarf hann burt að brauðsins leit í bláan fjallasal, Sem tók hann fast í faðminn sinn Og fann, hve trútt hann vann. Og pað er mcira en margur fær, Og meira’ en pekti liann. En timinn leið og andinn óx Og öllum ljetti’ hann starf, En vorsins bjarmi vanga strauk, Svo vinnulúinn hvarf. — Hver æskumaður á sjer von, Sem ann og hefur skreytt, Og pó hún stundum leiti lágt, Við líf hans er hún skeytt. Og vonin, hún er vörður manns Og vökustundaljós, Og hann er sæll, er fylgd pá fær Að feigðarmyrkum ós; Já, sælli’ að láta i einu önd Og æskuvonaspár, En standa liljóður eftir einn Með opið hjartasár.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.