Óðinn - 01.05.1912, Síða 1

Óðinn - 01.05.1912, Síða 1
OÐINN s. m. vn maí it»ia. VIII. v 1 í Yestur-islenskir framamenn. i. »Óðinn« hefur nú verið sjer úti um myndir af ýmsum lielstu mönnum Vestur-íslendinga og hefur fengið greinar með sumum þeirra, ritaðar af kunnugum mönnum þar vestra. En sín er frá hverjum. Þorsteinn Björnsson guðfræðiskandídat frá Bæ liefur ritað með einni myndinni og fylgdi þar með almenn- ur inngangur til fleiri greina, er hann hygst síðar að skrifa lijer í blaðið. Þessum inn- gangi er hjer lialdið, þótt á eftir fari grein- ar frá fleiri mönnum þar vestra en honum einum. Hr. l'orsteinn Björnsson skrifar: »Það hefur loðað við hjá löndum vorum heirna síðan jeg man fyrst til, að líta til Ameríkuferða: annars vegar sem ofdirfsku- ílans (af efnamönnum), hins vegar sem neyðar- úrræðis (fyrir amlóða). Allur fjöldinn þar hef- ur litið svo á, sem á forfeðrahaugnum lræri að sitja, hvað sem að höndum bæri. Nú kemur liitt til, að brátl eftir byrjun Amer- íkuferða bárust heim sögur um uppgripa-gróða einstaklinga hjer. En á hinn bóginn voru þær þó jafnharðan bornar til baka: sagðar »agenta«-rugl, öfgar og þvættingur. Að vísu hefur það ómögu- lega getað dulist löndum heima lengi, að ekki eru landar hjer neinir amlóðar. Hafa sannanir þess fram dregist deginum Ijósari, nú siðast, og þó ekki síst, í minnisvarða-samskotunum til heiðurs Jóni Sigurðssyni forseta, — en oft áður. Kirkjumála- deilurnar hjer síðuslu liafa og fremur en ekki vakið eflirtekt íslend- inga heima á tilveru landa sinna hjer. Alt um það hygg jeg þó allfjarri sannleikanum álit Austur-íslendinga yfirleitt á högum og hátterni bróðurhluta síns hjer megin hafs. Það mun ekki alls- kostar óáþekk sú fram- l'ör, sem orðið hefur á íslandi á síðustu 15—20 árum, og fram- sókn íslendinga hjer í landi seinustu 10—12 árin. Fyrir ekki alls löngu þótti það mink- un hjer að vera íslend- ingur. Frá þeim tíma eru tilkomin afkára- nöfnin á sumum ís- lendingum, þegar þeir, mállitlir og skilnings- lausir á öllum innlend- um högum, fóru að skrípast við að apa nafnaform innlendra manna, til þess að verða fremur liðnir. Nú aftur á móti er breylingin mikla á orðin síðan; íslendingar hafa unnið sjer þann vegsauka með allri framkomu sinni, að nú er það viðurkent af ýmsum liinum merkustu innlendra manna: að ís- lendingar sjeu einn besti straumurinn (þótt óstyrk- ur sje) í þjóðlífi Ivanada-lands. Svo mjög hafa þeir sóll fram á siðustu árum á hverju svæði til Dr. tlieol. Jón Bjarnason og frú Lóra Bjarnason.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.